Reykjalundur - 01.06.1972, Side 17

Reykjalundur - 01.06.1972, Side 17
Héraðslœknisbústaðurinn, fullbyggður 1971. Arkitekt Gunnl. Halldórsson. í byrjun fluttumst við hjónin í sumar- bústað hér skannnt frá, en mínir góðu kollegar á Reykjalundi, Oddur og Haukur, leyfðu mér afnot af læknastofum sínum. Þannig byrjaði ég að sinna héraðinu frá Reykjalundi og naut frá upphafi frábærrar fyrirgreiðslu ráðamanna staðarins, sem ég fæ seint fullþakkað. Húsnæðisvandræði okkar hjóna leystust og farsællega fyrir velvild ráðamanna Reykjalundar. Við fengum til afnota eitt starfsmannahúsanna að Reykjalundi. Það kom aldrei til þess, að ég þyrfti á læknastofu fyrirrennara míns í Hlégarði að halda. Samningar hófust fljótlega milli full- trúa hreppa læknishéraðsins annars vegar og ráðamanna Reykjalundar hins vegar um að héraðslæknirinn fengi fyrst um sinn að- stöðu fyrir starfsemi sína að Reykjalundi, þannig að um samstarf við læknana þar gæti orðið að ræða eftir samkomulagi. Þannig komst þetta samstarf á og um leið fyrsti vísirinn að heilsugæzlustöð hér á landi. í framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að þegar sýnt þótti að samstarfið reyndist vel fyrir alla aðila, sem hlut áttu að máli, þótti ástæða til þess að endurskoða smíði hins nýja læknisbústaðar að Varmá. Þegar grundvöllur var lagður að honum var reiknað með því að héraðslæknirinn starfaði áfram einn og hefði þar alla aðstöðu fyrir starfsemi sína. Með samstarfinu við Reykjalund var sá grundvöllur ekki lengur fyrir hendi, enda höfðu þegar komið fram raddir um, að sennilega væri þetta hús bet- ur komið sem heimavistarhús fyrir Gagn- fræðaskólann að Brúarlandi. Vel í sveit sett sem slíkt, í næsta nágrenni skólans. Hreppurinn keypti því læknisbústaðinn, að fengnu leyfi lteilbrigðisyfirvalda og hann er núna notaður sem heimavist. Reykjalundur gaf aftur á rnóti lóð undir læknisbústað héraðinu til handa í næsta ná- grenni Reykjalundar. Þar hófust svo fram- kvæmdir í júní 1970. Húsið teiknaði Gunn- laugur Halldórsson, arkitekt. Þar er ein- ungis gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði héraðs- læknisins og fjölskyldu hans. 1. júlí 1971 fluttumst við í húsið fullfrágengið í liólf og gólf. Hlutafélag hér í sveitinni tók að sér REYKJALUNDUH 17

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.