Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 17

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 17
Héraðslœknisbústaðurinn, fullbyggður 1971. Arkitekt Gunnl. Halldórsson. í byrjun fluttumst við hjónin í sumar- bústað hér skannnt frá, en mínir góðu kollegar á Reykjalundi, Oddur og Haukur, leyfðu mér afnot af læknastofum sínum. Þannig byrjaði ég að sinna héraðinu frá Reykjalundi og naut frá upphafi frábærrar fyrirgreiðslu ráðamanna staðarins, sem ég fæ seint fullþakkað. Húsnæðisvandræði okkar hjóna leystust og farsællega fyrir velvild ráðamanna Reykjalundar. Við fengum til afnota eitt starfsmannahúsanna að Reykjalundi. Það kom aldrei til þess, að ég þyrfti á læknastofu fyrirrennara míns í Hlégarði að halda. Samningar hófust fljótlega milli full- trúa hreppa læknishéraðsins annars vegar og ráðamanna Reykjalundar hins vegar um að héraðslæknirinn fengi fyrst um sinn að- stöðu fyrir starfsemi sína að Reykjalundi, þannig að um samstarf við læknana þar gæti orðið að ræða eftir samkomulagi. Þannig komst þetta samstarf á og um leið fyrsti vísirinn að heilsugæzlustöð hér á landi. í framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að þegar sýnt þótti að samstarfið reyndist vel fyrir alla aðila, sem hlut áttu að máli, þótti ástæða til þess að endurskoða smíði hins nýja læknisbústaðar að Varmá. Þegar grundvöllur var lagður að honum var reiknað með því að héraðslæknirinn starfaði áfram einn og hefði þar alla aðstöðu fyrir starfsemi sína. Með samstarfinu við Reykjalund var sá grundvöllur ekki lengur fyrir hendi, enda höfðu þegar komið fram raddir um, að sennilega væri þetta hús bet- ur komið sem heimavistarhús fyrir Gagn- fræðaskólann að Brúarlandi. Vel í sveit sett sem slíkt, í næsta nágrenni skólans. Hreppurinn keypti því læknisbústaðinn, að fengnu leyfi lteilbrigðisyfirvalda og hann er núna notaður sem heimavist. Reykjalundur gaf aftur á rnóti lóð undir læknisbústað héraðinu til handa í næsta ná- grenni Reykjalundar. Þar hófust svo fram- kvæmdir í júní 1970. Húsið teiknaði Gunn- laugur Halldórsson, arkitekt. Þar er ein- ungis gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði héraðs- læknisins og fjölskyldu hans. 1. júlí 1971 fluttumst við í húsið fullfrágengið í liólf og gólf. Hlutafélag hér í sveitinni tók að sér REYKJALUNDUH 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.