Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 29

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 29
getur leitt til einangrunar og uppgjafar. Þarna geta íþróttaiðkanir komið að lialdi, bæði fyrirbyggjandi og læknandi, fyrir- byggjandi á þann hátt, að viðlialda þeirri orku, sem eftir er og það, sem ekki er síður mikilvægt, að skapa hæfileg viðlangsefni, einbeita sér að því jákvæða. Vinna gegn einangrun og uppgjöf. Læknandi á þann hátt að stæla og efla þá líkamshluta, sem lamazt hafa og að láta heilbrigðu hlutana taka að sér verkefni þeirra, er tapazt hafa. SAGA Þótt skipulagðar íþróttir fyrir fatlaða eigi sér ekki sérlega langa sögu, þá er þeirra þó snemma getið. Um 1550 ráðlagði spánskur læknir fötl- nðum að stunda íþróttir. Á 19. öldinni var skrifað um leikfimi og íþróttir fyrir blinda og alllengi hefur verið skipulögð íþróttastarfsemi fyrir heyrnar- sljóa, þótt hún væri ekki útbreidd. Eins og um svo margt annað, þá voru það fyrst og fremst áhugasamir einstaklingar, sem vöktu athygli á þörfinni, en tölnðu lengst af fyrir daufum eyrum. Þó smáþokaðist í áttina; 1922 stofnuðu lamaðir ökumenn í Eng- landi sérstakt keppnisfélag og einhentir golfáhugamenn stofnuðu með sér félag í Glasgow 1936. Fjörkipp, sem um munaði, tók þetta merka málefni, er Sir Edwin Guttman varð yfirlæknir Stoke Manderville sjúkraluissins í Aylesbury á Englandi árið 1944. Sir Gutt- man hefur helgað þeim, sem lamaðir eru upp að mitti eða hærra, meginhluta starfs- krafta sinna. Þeim frábæra árangri hefur hann náð, að þegar hann tók við sjúkra- húsinu þá dóu 80% slíkra sjúklinga innan 5 ára, en nú hafa þau gleðilegu umskipti orðið, að nú lifa 80% lengur en 5 ár. Svo viðurkennt er starf hans, að hann var aðl- aður vegna afreka. Sir Guttman sá, að með auknu langlífi hinna lömuðu skapaðist þörf fyrir aukna fjölbreytni í lifnaðarháttum og stöðuga hreyfingu og þjálfun. Hann sá, að íþróttirnar voru leiðin til úrbóta. Hann lét byggja leikvang við sjúkrahúsið, sem hæfði fötluðum og síðan 1952 hafa larið þar fram árlega landskeppnir í íþróttum fyrir fatl- aða. Þetta þýddi að sjálfsögðu stöðuga þjálfun árið um kring til undirbúnings. Barátta og kynning Sir Guttmans á iþrótt- nm fyrir fatlaða hélt áfram og 1960 héldu 400 hjólastólaíþróttamenn frá 22 löndnm sína Olympíuleika í Róm á sama tíma og hinir venjulegu Olmpíuleikar voru haldnir þar. Þessir leikar voru haldnir við sömu skilyrði og skilmála. Síðan hafa fatlaðir haldið sína eigin Olympíuleika í sama landi og á sama tíma og venjulegir Olymp- íuleikar hafa farið fram. íþróttir fatlaðra hafa því hlotið alþjóð- lega viðurkenningu. Margar þjóðir leggja nú áherzlu á að efla íþróttir fatlaðra, þar má nefna Norð- urlandaþjóðirnar, og í V-Þýzkalandi stund- uðu 60.000 fatlaðir skipulagðar íþróttir undir leiðsögn 2000 kennara og 1500 lækna árið 1967. Hér á landi hefur engin skipu- lögð íþróttastarfsemi fyrir fatlaða farið fram. Fatlaðir hafa þó iðkað sund og sjúkraleikfimi. Reiðmennska hefur verið ástunduð á Reykjalund. Auk þess taka fatl- aðir þátt í ýmsum leikjum. TEGUND FÖTLUNAR OG FJÖLDI Hér á landi eru nokkrar þúsundir fatl- aðra, er mundu hafa gagn af skipulögðum íþróttaiðkunum. Orsakir fötlunar eru margvíslegar: 1) Meðfædd fötlun, sem hefur í för með sér ýmis konar lamanir og truflanir á starfsemi heilans. Þessu fólki er stöðug þjálfun frá barnsaldri mikil nauðsyn. RHVKJALUNDUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.