Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 48

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 48
Hccg cr leifi lil helv.... hallar undan fœti. að láta verkamenn bera á bakinu. O, þess verður ekki langt að bíða, svarar annar. - - Og aftur er tekið til við burðinn. Síðan kemur augnabliks kaffihlé. Kalfið hýrgar mannskapinn og örvar í bili, en brátt sækir í sarna horfið. Vegurinn er langur, brattur og erfiður, pokarnir verða æ þyngri og þyngri. Nú skaðar ekki að kunna snjallar ferskeytlur, rímur eða kvæði góðskáldanna. I’að hefur löngum verið raunaléttir mörg- um Islendingnum í hinni miskunnarlausu, liörðti lífsbaráttu. Og innan skamms taka menn líka að kveða, liver með sínu nefi. Ég er kominn miðja vegu með sements- poka á herðunum, þegar ég mæti þeim gamla, öldungnum. Hann er á leið niður eftir, þreytulegur, óstyrkur á fótunum, slangrar til á klöppunum, og er nú heldur en ekki handasláttur á karli, er hann kveð- ur við raust hinn góðkunna vísuhelming Bólu-Hjálmars: „Hæg er leið til helvítis, hallar undan fæti.“ Ég gef karlinum auga, en í sama bili kemur mér í hug vísan úr Rígsþulu, lýsingin á þrælnum: Vas þar á höndum lirokkit skinn, kropnir knúar fingur digrir, fúlligt andlit, lotr hryggur, langir hælar. Forðum, þegar Jörundur Brynjólfsson hreyfði fyrst Vökuliigunum, þrumaði hann þessa vísu yfir daufdumbu íhaldi þeirrar tíðar í sölum Alþingis. Þá var presturinn frá Viðey aðalandstæðingur Jörundar og sjómannanna, íhaldssamastur allra, bless- aður guðsmaðurinn. Síðar kom Jón Bald- vinsson Vökulögunum heilum í höfn. Þannig líður morguninn hægt og seint. Það er olt litið á klukkuna. Hún gengur hægt. Við teljum hverja mínútu. Svo eru augnablikshvíldir meðan báturinn rennir út að skipinu. En þetta er ekki steinsnar. Við höfum rétt aðeins tírna til að fleygja okkur á klöppunum og láta mestu þreyt- una líða ögn úr limunum. Verstur er háls- rígurinn. — En báturinn er kominn aftur á augabragði. Það er ekki til setunnar boðið. I.oks kemur hádegið. Matur! kallar verk- stjórinn. Og því verður ekki lýst, live fegnir við erum. Við göngum heim í skúrinn og röðum okkur umhverfis matborðið. Það er ljúffengur matur á borðum í dag, hangin bjúgu úr borginni með góðum kartöflum, og rjúkandi kókósúpa á eftir. Einn lélagi okkar styður hendi á ennið, þakkar guði sínum matinn. Hann er snöggur upp á lag- ið í dag. Reyndar er hann misjafnlega fljót- ur að hafa yfir borðbænirnar, bænirnar 48 REVKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.