Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 13

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 13
vöru. Skrifstofan mun flytja þangað, en vörugeymsla í nýtt hús, eins og áður er lýst. b) Við þessa ráðstöfun fæst húsnæði fyrir ýmsa þætti endurhæfingar, sem ekki hefur verið unnt að sinna, m. a. vegna vönt- unar á luisnæði, svo sem iðjuþjálfun og starfshæfnisprófanir. Auk jress mun sam- komusalur sá, sem áður er nefndur, losna. Þar mun og fást húsnæði fyrir ýmsa starf- semi, sem nú er í Lengju og verður að flytj- ast þaðan vegna fyrirsjáanlegrar stækkun- arþarfa læknastöðvar, t. d. saumastofu, jivottahús o. fl. c) I Lengju fæst jrannig húsnæði fyrir áðurnefnda stækkun læknastöðvar, en einn- ig fyrir sérstaka borðstofu starfsfólks. Hin síðarnefnda ráðstöfun miðar að Jrví að létta álag á núverandi borðstofu, en auk þess eru áformaðar breytingar á húsnæði eldhúss og borðstofu til hagræðingar, svo að nýting Jsess verði betri. Þetta eru í grófum dráttum áformaðar byggmgaframkvæmdir og samfarandi breytingar á húsnæði að Reykjalundi. Þær munu vissulega bæta allar aðstæður til þjón- ustu, gera mögulegt að taka upp nýjar teg- nudir þjónustu og auka vistrýmið. Allt eru þetta markmið, sem í senn eru ákjósanleg fyrir Reykjalund og endurhæfingarstarf- semina í landinu. Framkvæmdir hófust um mitt árið 1971 með lengingu aðalbyggingar. Hafin var undirbúningsvinna að vinnuskálanum á sl. vetri, og á hann að rísa á þessu ári. í maí 1972 hófust framkvæmdir við viðbyggingu bakálmu. Áætlað er, að framkvæmdum verði lokið á árinu 1975. S.I.B.S. hyggst mæta byggingarkostnaði að hluta til með eigin fé, þ. e. ágóða Vöru- happdrættis S.I.B.S., og að öðru leyti með lánum og styrkjum úr opinberum sjóðum, svo sem lög heimila. Geðverndarfélag íslands tekur þátt í byggingaframkvæmdum samkvæmt sér- stökum samningi, sem gerður var milli jress félags og S.I.B.S. í nóvember 1971. Er hér um framhald að ræða á samvinnu félag- anna í byggingamálum, sem hófst 1967 og stuðlar að því, að vistrými er tryggt skjól- stæðingum Geðverndarfélagsins að Reykja- lundi í hlutfalli við framlag þess. I apríl 1967 voru lagðar fyrir stjórn S.í. B.S. teikningar að endanlegum frágangi lands og lóðar umhverfis Reykjalund. Tals- vert hefur verið unnið á liðnum árum að frágangi umhverfis, m. a. lagðar götur úr varanlegu efni meðfram smáhýsum, settar lýsingar þar og ræktað svæðið fyrir framan vinnuskálana og fl. Ýmsir aðrir Jrættir í um- hverfisframkvæmdum hafa af eðlilegum ástæðum orðið að bíða, Jjar til bygginga- framkvæmdir eru komnar nokkuð áleiðis. Gengið verður endanlega frá umhverfi húsa jafnóðum og byggingaframkvæmdir leyfa, en einnig frá akbrautum og bíla- stæðum. I lögum um endurhæfingu eru m. a. ákvæði um, að hér á landi verði aðstaða sköpuð til hæfnis- og starfsprófunar fyrir Jiá, sem hafa skerta starfshæfni og óska þjálf- unar. Endurhæfingarráð hefur farið þess á leit, að hluti hæfnisprófunarstarfseminnar fari fram að Reykjalundi, Jr. e. sá hluti hennar, sem viðkemur starfslegum athug- unum á vinnustað og öðrum verklegum prófunum, en auk ]:>ess vinnuþjálfun, ef svo hentar. Endurhæfingarráð fer þessa á leit, þar eð Reykjalundur er sú stofnun hér á landi, sem helzt getur tekið að sér þetta hlutverk án teljandi fyrirvara eða nýsköp- unar á tækjum og húsnæði. SamJ^ykkt hefur verið af hállu Reykjalundar, að þessi hluti hæfnisprófunarstarfseminnar fari þar íram. Til þess að svo geti orðið, þarf nokkrar breytingar að framkvæma á verkstæðunum og hluti starfseminnar að bíða húsnæðis, sem nú er í byggingu. REYKJALUNDUR 13

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.