Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 14

Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 14
í raun réttri er hér um þjónustusvið að ræða, sem Reykjalundur hefur að nokkru innt af hendi alla tíð, en mun nú færast í fastara og staðlað kerfi, sem er tengt öðrum aðgerðum opinberra aðila í endurhæfingar- málum. Héraðslæknir Álafosslæknishéraðs hefur setið að Reykjalundi síðan 1966 samkvæmt samningi milli læknishéraðsins og Reykja- lundar og haft starfsaðstöðu sameiginlega læknum þar, eins og kunnugt er. Á síðasta Alþingi var lagt frarn frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. I frumvarpinu eru m. a. tillögur um skipan læknishéraða. Frum- varpið gerir ráð fyrir heilsugæzlustöð að Reykjalundi fyrir umliggjandi hérað. Þótt starfsemi héraðslæknisins hafi til þessa far- ið að mestu leyti fram eftir heilsugæzlu- fyrirkomulagi, gerir frumvarp þetta meiri kröfur til starfsemi heilsugæzlustöðva en verið hefur, bæði hvað snertir þjónustu- þætti, húsnæði og starfslið. Heilsugæzlustöð að Reykjalundi af Jrví tagi, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, mun því gera vissar kröfur til húsnæðis, og hefur nokkur hliðsjón verið höfð af því við nú- verandi byggingaáform, en varla nægjan- lega. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að kostn- aður við byggingu og búnað heilsugæzlu- stöðva greiðist úr ríkissjóði og af viðkom- andi sveitarfélögum, sem ennfremur eiga að standa straum að reksturskostnaði. Hér hefur verið drepið á ýmis málefni, sem varða starfsemi Reykjalundar, ástæð- ur fyrir byggingaframkvæmdum Jrar og gangi þeirra, svo og atriði, sem Reykjalundi eru skyld, með von um, að af því hljótist nokkur kynning og upplýsing fyrir félaga í S.Í.B.S. og aðra þá landsmenn, sem áhuga sýna endurhæfingu öryrkja. Haukur Þórðarson. Réttar lausnir á verðlaunamyndagátum i Reykjalundi 1971. 1. Myndagáta Reykjalundar 1971 (fyrir fullorðna). Aljnngi samþykkti endurhæfingarlög á síðastliðnu ári. Marka þau tímamót í öryrkjamálum á íslandi. Þessi hlntu verðlaun fyrir lausn á mynda- gátu Reykjalundar 1971: Lilja EiríksdÓttir, Skólavöllum 2, Selfossi. Sigursveinn Árnason, Aðalg. 5, Ólafsfirði. Kristján Þór Bjarnason, Hlíðarvegi 7, ísaf. 2. Myndagáta Reykjalundar (fyrir börnin). Horf í sólarátt og haf réttlæti og trú- mennsku að leiðarljósi. Þessi hlutu verðlaun fyrir lausn á barna- myndagátu Reykjalundar 1971: Kjartan Bjarnason, Rauðalæk 23, Reykjav. Þór Eldon, Hraunbraut 1, Kópavogi. Einar Pálmi Árnason, Grænumýri 16, Ak. Leiðréttingar Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði (1971), að höfundur ávarpsins á bls. 3 var rangnefndur Ingibjörg, en átti auðvitað að vera Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli, eins og kunnugir máttu gerzt vita, er Jreir sáu myndina af höfundi, sem ávarpsorðun- um fylgdi. Þá var Árni Einarsson ranglega nefndur Ásgeir í 3. línu bls. 7 í sama blaði, og hafa kunnugir sjálfsagt áttað sig strax á þessum mistökum, svo og öðrum smærri prentvill- um, sem lesa mátti í málið. Þeir, sem hlut áttu að máli, eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. Ritstj. 14 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.