Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 19

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 19
KÁRI SIGURBERGSSON læknir, Reykjalundi: Nokkur orð um gigtsjúkdóma og meðferð þeirra Gigtsjúkdómar eru algengir og flestir, sem komnir eru til fullorðinsára, hafa fund- ið til gigtar einhvern tíma á ævinni. Með gigt er yfirleitt átt við stirðleika eða verki í útlimaliðum, baki eða hálsi, sem eiga upp- tök sín í liðamótum, vöðvum eða öðrum nálægum vefjum liðamóta. Sem betur fer er oft ekki um neinar langvarandi eða var- anlegar vefjabreytingar að ræða, og kemur þá fullur bati fljótlega af sjálfu sér eða vegna sérstakrar meðferðar. Stundum verða þó langæjar vefjabreytingar eða varanlegar vefjaskemmdir, svo sem bólga í liðhimnu og liðböndum, skemmdir á liðbrjóski og beini ásamt vöðvarýrnun. Samfara Jressum breytingum verður gjarnan lireyfingar- hindrun í hinum sjúka lið og lítil hreyfing getur valdið miklum sársauka. Ekki Jiarf Jdó hreyfingu eða áreynslu til, og margir gigt- sjúklingar Jjjást af slæmum gigtarverkjum, þrátt fyrir hreyfingarleysi og hvíld. Gigt- sjúklingar fá Jrví oft ónóga næturhvíld og rísa aumir, Jrreyttir og stirðir úr rekkju að morgni. Stöðugar Jijáningar og hreyfingar- tálmun er og mikið andlegt álag fyrir hvern og einn. f sumum gigtsjúkdómum er aðeins einn liður undirlagður, en í öðrum fjöldi liða- móta, t. d. nær allir útlimaliðir eða öll liða- mót hryggjarins. Liðir geta bólgnað mjög skyndilega, en bólgan getur einnig aukizt smám saman. Stundum flakkar gigtin á milli liða og eins verða oft sveiflur í virkni sjúkdómsins: Það dregur úr verkjum og þroti hjaðnar, en síðan versnar gigtin á nýj- an leik og Jjannig koll af kolli. Þetta á að sjálfsögðu einungis við um langvinna gigt- sjúkdóma. Liðbólgur eru höfuðeinkenni eða eitt af höfuðeinkennum fjölda sjúkdóma og teg- undir gigtsjúkdóma því ákaflega margar. Samfara liðbólgum geta verið vefjabreyt- ingar í öðrum líffærum eða líffærakerfum líkamans, jafnvel öllum. Ekki er hér vett- REYKJALUNDUR 19

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.