Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 20

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 20
vangur til þess að rekja liina ýmsu gigt- sjúkdóma, enda eru íslenzk heiti ekki til nema á örfáum. Sum þessara heita eru ekki í almennri notkun og önnur óheppileg. Margir munu kannast við „kölkun“ í lirygg, mjaðmarliðum eða öðrum liðum og er þá kölkun ófullkomin lýsing á breytingu sem verður í beinum. Þessi sjúkdómur hef- ur einnig verið nefndur kalkgigt og beina- og liðakvelli. Sumir munu kannast við „liðagigt" notað sem heiti á sérstökum gigt- sjúkdómi (arthritis rheumatoides), en þetta heiti er mjög óæskilegt, þar sem flestir gera lítinn greinarmun á gigt og liðagigt. Þessi sjúkdómur hefur einnig verið nefndur ikt- sýki. Af öðrum gigtsjúkdómum, sem eiga sér íslenzkt heiti, má nefna gigtsótt, þvag- sýrugigt, hrygggigt og vöðvagigt. Fyrrihluta árs 1971 birtist grein í íslenzku dagblaði, sem hafði verið jjýdd úr erlendu riti, undir fyrirsögninni: Liðagigt, livað er það? Við lestur greinarinnar kom í ljós, að ht'm fjall- aði um þvagsýrugigt. Sennilega hefur Jvessi ruglingur stafað af því. að þýðandi hafði hvergi greiðan aðgang að íslenzkum heitum á gigtsjúkdómum. Skal hér ekki farið nánar út í þá sálma, en vissulega er þörf fyrir al- menna fræðslu um gigtsjúkdóma hér á landi, en slík fræðsla verður auðveldari þegar góð íslenzk heiti á helztu gigtsjúk- dómum eru orðin munntöm, fyrst lærðum og síðar leikum. Við greiningu gigtsjúkdóma styðst læknir við frásögn sjúklings og líkamsskoðun með áherzlu á liðamót, og dugar þetta oft til greiningar, en mjög oft er einnig þörf íönt- genmynda. Mai'gir liðamótasjúkdómar verða ekki greindir með vissu án fleiri rann- sókna, t. d. á liðvökva, blóði og þvagi. Erfitt getur verið að greina gigtsjúkdóma með vissu á byrjunarstigi. Undir þessa sjúkdóma heyra ýmsir bandvefs- og ofnæmissjúkdóm- ar, og á undanförnum árum hefur athygli lækna víða um heim beinzt að þessutn sjúk- dómum og feikileg vinna verið lögð í rann- sóknir á þeim. Orsakir ýmissa gigtsjúkdóma eru þekkt- ar, frumorsök margra þeirra er þó enn ókunn. Þegar orsök er þekkt, er oft hægt að beita sérstakri meðferð, t. d. ef sjúklingur reynist hafa bráða liðabólgu af völdum ákveðinna sýkla, getur læknir valið ákveðið fúkkalyf, sem hann veit að muni gera útaf við þessa sérstöku tegund sýkla. Gigtsjúk- dómar eru oft langvinnir og erfiðir viður- eignar, en fullur bati getur fengizt, þótt frumorsök sé ókunn. Góður árangur næst oft með svonefndum gigtarlyfjum. Þessi lyf eiga það yfirleitt sameiginlegt að draga úr bólgu og verkjum. Flest þeirra geta haft all- alvarlegar aukaverkanir og því vandmeð- farin. Orkulækningum er einnig beitt við gigtsjúkdóma og þá oftast notaður ein- hvers konar hitagjafi, t. d. heitir bakstrar, stuttbylgjur eða hljóðbylgjur ásamt nuddi og æfingum. Gefur þessi meðferð oft mjög góða raun. Margt fleira kemur til við með- ferð gigtsjúkdóma. Hvíld fyrir sjúka liði er mikilvæg, draga má úr áreynslu á liðamót með göngustöfum, hækjum, spelkum eða öðrum hjálpartækjum. Lengi hefur marg- víslegum skurðaðgerðum verið beitt með mjög góðum árangri í meðferð gigtsjúkra og í æ ríkara mæli á síðustu árum. Betri gerviliðir hafa komið til sögunnar og má nefna t. d. gervimjaðmarliði og fingurliði, og njóta nú margir íslenzkir gigtsjúklingar góðs af þeim. Oft þarfnast gigtsjúklingar sjúkrahúsvistar, en stór hluti þeirra fær þó meðferð utan sjúkrahúsa. I stórum dráttum má segja, að endurhæf- ing sé fólgin í því að veita fötluðu fólki sem bezta læknishjálp og aðstoð, til þess að ná sem lengst með tilliti til félagslegra ástæðna, atvinnu og efnahags. Gigtsjúkdómar valda meiri eða rninni hreyfingarhindrun, og eru gigtsjúklingar því oft óvinnufærir um lengri 20 REVKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.