Reykjalundur - 01.06.1972, Page 22

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 22
TÓMAS HELGASON prófessor, dr. med. Samvinna Geðverndarfélags Islands og S.Í.B.S. Maðurinn verður aldrei meðhöndlaður sem vél svo vel fari. Nauðsynlegt er að taka tillit til þess að hngur hans og líkami mynda heild, sem aðlagast verður aðstæðum. Sé það ekki gert skapar það vanlíðan hjá mannin- um og hvorki lækning né endurhæfing tekst eins vel og til er ætlast. Flestir játa þetta í orði kveðnu, en mörgum reynist erfiðara að framfylgja því. Læknirinn með- höndlar fyrst og fremst {:>að, sem er á hans sérsviði og sjúklingurinn hjálpar til með Jrað, sem hann telur máli skipta, en af- neitar oft ýmsu öð,ru sem veruleg áhrif hefur á líf hans og heilsu. Sérstaklega á þetta við um ýmis geðræn einkenni, sem oft eru samfara líkamlegum einkennum. Sé ekki tekið tillit til hvoru tveggja einkenn- anna við meðferð og endurhæfingu, verður árangurinn ekki sem skyldi og hætt við að örorkan verði meiri eða varanlegri en ella jDyrfti að verða. Þegar af þeirri ástæðu, að oftast fara sam- an fleiri en einn kvilli hjá sama sjúklingi, er eðlilegt að veita sjúklingum með mis- munandi sjúkdóma eða örkuml, meðferð á sömu stofnun. Samferð berkla og geð- sjúkdóma hefur verið áberandi og skapaði oft sérstök vandamál fvrr á árum. Þess j vegna er mjög eðlilegt að S.f.B.S. og Geð- veindarfélag íslands hafi tekið upp nána samvinnu. ALHLIÐA EN DURHÆFIN (i ARSTOFNUN Þegar Geðverdarfélag fslands ákvað haustið 1966 að koma upp bættri aðstöðu til endurhæfingar geðsjúkra var strax ákveðið að leita samvinnu við S.Í.B.S. Forráðameun S.I.B.S. tóku Geðverndarfélaginu mjög vel og varð fljótt að samkomulagi að Geðvernd- arfélagið skyldi reisa þrjii lítil vistmanna- hús með 12 rúmum að Reykjalundi, en S.í. B.S. síðan sjá um reksturinn. Að Reykja- lnndi var þá þegar fengin all nokkur reynsla við endurhæfingn geðsjúkra, sem ýmist höfðu leitað Jiangað fyrst og fremst vegna geðsjúkdóms, eða leitað þangað af einhverj- um öðrum ástæðum, en geðsjúkdómurinn verið verulegur Jráttur í örorku viðkomandi 22 REYKJALUNDUU

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.