Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 28
ODDUR ÓLAFSSON,
læknir:
Iþróttir fyrir fatlaða
SKILGREINING
Eigi að skilgreina íþróttir fyrir fatlaða,
þá er þess fyrst að geta, að markmiðið er
hið sama og með íþróttum fyrir iieilbrigða,
en til viðbótar hafa íþróttir oft mikilvægt
lækningagildi fyrir fatlaða.
Hreyfing og þjálfun er hverjum manni
nauðsyn. Hreyfingin hefur bætandi áhrif
á meltingu og hjartastarfsemi, dregur úr
almennri þreytu og vinnur gegn óþarfa
vatnssöfnun líkamans. Hún liðkar og styrk-
ir liði, eflir og stælir vöðva. Jafnvel beinin
halda heilbrigði sinni lengur hjá þeim, sem
hreyfa sig og þjálfa.
Hreyfing og þjálfun er þess vegna al-
mennt heilsubætandi, eykur vinnuþol og
vinnugetu, bætir andlega og líkamlega líð-
an. Áður fyrr öðluðust flestir sæmilega
hreyfingu og þjálfun, jrá var unnið myrkr-
anna á milli, jrá stunduðu flestir erfiða úti-
vinnu. Nú er viðhorfið breytt. Nú stundar
fjöldinn innivinnu, aðallega kyrrsetuvinnu
og staðan við sjálfvirku vélina veitir ekki
alhliða þjálfun. Nú aka menn gjarnan að
og frá vinnustað. Þess vegna hefur gildis-
mat á íþróttum breytzt. Iþróttir eru nú
viðurkenndar sem hollasta tómstundaiðjan.
Tómstundaiðja, sem veitir líkamanum
nauðsynlega þjálfun og hreyfingu. Iðja,
sem eflir sálarstyrk og líkamsfjör og sem er
mikilvægt kynningartæki í mannlegum
samskiptum. Þótt það, sem hér hefur verið
sagt, eigi við um heilbrigða íþróttaiðkend-
ur, þá á það þó ekki síður við um fatlaða.
Eitt megineinkenni fötlunar ar lireyfi-
hömlun. Hver sem orsök fötlunar er, slys,
sjúkdómur eða meðfædd fötlun, þá er joað
ekki sízt truflunin á hreyfanleikanum, sem
veldur örðugleikum Jiins fatlaða. Missir út-
lima, truflun á taugakerfi eða skilningar-
vitnm veldnr liins vegar ekki eingöngu
hreyfingarörðugleikum, lieldur mjög oft al-
mennri lirörnun, er gjarnan leiðir til
minnimáttarkenndar, streitu, lífsleiða, er
28
REYKJALUNDUR