Reykjalundur - 01.06.1972, Page 31

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 31
ÍÞRÓTTIR OG ENDURHÆFING Iþróttir eru mikilvirkur liður í endur- hæíingu iatlaðra. Tilgangur endurhæfing- ar er að rækta einstaklinginn andlega og líkamlega. Að endurheimta það heilsufar og þá orku, sem unnt er og líta fyrst og fremst á það sem eftir er af manninum, en einblína ekki á það sem tapazt itefur. Liður í endurhæfingunni, sem oft vill verða erfið- ur viðfangs er, að endurnýja ltið félagslega viðhorf. Koma á eðlilegum samskiptum við umhverfið og að efla manngildi einstak- lingsins. Þarna koma íþróttirnar til hjálp- ar. Þær skapa aukin kynni og félagsskap, hrífa hinn fatlaða burt frá einangruninni og vonleysinu, út í hið iðandi mannlíf, með spennu og ánægju íþróttaiðkananna. Aðrir þættir endurhæfingarinnar, svo sem læknishjálpin, sjúkraþjálfunin, sjúkra- leikfimin og vinnuþjálfunin, fara ýmist á undan eða eru samfara íþróttaiðkunum. Augljóst er, að íþróttaiðkanir fatlaðra verð- ur að framkvæma með gát. Fullkomið lækn- iseftirlit er nauðsynlegt og einnig skyldi að jafnaði iðka undir umsjá sjúkraþjálfara. Hér á landi er óplægður akur á sviði íþrótta fyrir fatlaða. Fjöldi einstaklinga bíður færis að mega njóta þeirrar heilsu- bótar, ánægju, örvunar og blessunar, sem íþróttaiðkanir veita. Skrýtlur Sonurinn: — Dæmið, sem þú reiknaðir fyrir mig í gær, pabbi, var skakkt hjá þér. Faðirinn: — Hvaða vandræði! Sonurinn: — Það gerði ekkert til, því að feður flestra hinna strákanna höfðu líka reiknað það vitlaust. Hún: „Þér þykir víst vænna um kjöt- bollurnar heldur en mig! Hann: „Nei, elskan mín, mér þykir auð- vitað vænna um þig, því að Jdú býrð til kjötbollurnar.“ „Ég veit, að hann er 76 ára. — En ég veit lika, að hann er milljóneri — og hann lifir aldrei af hveitibrauðsdagana!“ ________ „Við óskum helzt af öllu að komast i lest, sem á leið um löng jarðgöng!“ REVKJALUNDUR 31

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.