Reykjalundur - 01.06.1972, Page 34

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 34
ADOLF SIGURÐSSON Hinn 7. jnlí sl. var lagð- ur til hinztu hvíldar Adolf Sigurðsson vörubílstjóri frá Hafnarfirði. Hann lézt 29. júní sl. í Landakotsspítala eftir stutta sjúkdómslegu. Adolf var fæddur 23. nóvember 1918 í Reykja- vík, sonur hjónanna Krist- ínar Samúelsdóttur og Sig- urðar Jóhannessonar vél- stjóra. Barn að aldri aðeins 11/2 árs missti hann föður sinn. Nokkrum árum síðar flyzt einstæð móðirin með drengina sína tvo til Hafn- arfjarðar. Ungur að árum kynnist Adolf þeirri bar- áttu, sem launafólk þurfti að heyja lil að hafa í sig og á. Því strax og hann hafði þrek til á unglingsárum reyndi hann til að verða sér úti um hvert það handtak, sem eitthvað gæfi í aðra hönd, til að geta orðið ein- stæðri móður og vngri bróður að liði, þannig að fjölskyldan gæti framfleytt lílinu á hinum erfiðu tím- um kreppuáranna upp úr 1930. Um skólagöngu, ann- að en barnaskólanám, var ekki að ræða. Adolf kvæntist 3. júní 1944 Ingibjörgu Daníels- dóttur úr Reykjavík, hinni ágætustu konu, sem reynd- ist manni sínum hin trausta og stvrka stoð alla tíð, og ekki hvað sízt á þeim árum, Jregar við mikla og langvarandi erlið- leika var að etja af völdum berklaveiki, sem Adolfvarð fyrir aðeins 24 ára að aldri, og olli því, að hann var meira og minna á Vífils- stöðum um 11 ára skeið. Þau hjón eignuðust 5 börn, Sigurð bifreiðastjóra Hafn- arfirði, kvæntur Hólmfríði Kjartansdóttur, Pálma starfsmann hjá Olíufélag- inu hf. Hafnarfirði, kvænt- ur Arnfríði Ingólfsdóttur, Auði gift Jóni Sigurðssyni, húsasmið, Hafnarfirði og Smára og Guðlaug, sem enn eru í heimahúsum. Er Adolf hafði náð aftur þeirri heilsu, eftir hina löngu sjúkrahúsvist, að hann gæti í'arið að vinna, eftir því sem þrek hans leyfði, tókst honum að eignast eigin vöruflutn- ingabifreið. Varð akstur viiruflutningabifreiða hans lífsstarf eftir það. Af því sem hér á undan hefur verið rakið er aug- ljóst, að lífsbaráttan var Adolf ekki auðveld — síður en svo. Hin einarða og ákveðna afstaða hans til manna og málefna, og sá hörku dugnaður og ósér- hlífni við vinnu, þótt sár- lasinn væri á stundum, á sjálfsagt m.a. rætur að rekja til þeirra erfiðleika, sem 34 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.