Reykjalundur - 01.06.1972, Page 38

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 38
dómnum — þeim, sem eng- inn fær sigrað. Þegar fundum okkar Guðmundar bar síðast sam- an, duldist mér að vísu ekki, hversu að honum var þrengt, en þó kom mér ekki til hugar á þeirri kveðjustund, að við værum að takast í hendur í hinzta sinni. Þegar andlátsfregn iians barst, hrökk ég við. Ég var ekki við því búin að mæta henni. Það er alltaf áfall, þegar ósvikinn iilekk- ur brestur. Allt verður auðara eftir. Guðmundur Stefánsson var liljóðlátur maður og hlédrægur, orðvar með af- brigðum, allra manna laus- astur við að hlutast til um annarra hagi, og svo fjarri því sem orðið gat, að ota sér fram, eða seilast til vaida og metorða. Þess konar kapplilaup kom honum ekki við. í kyrrþey vann hann dags- verk sitt, en al' frábærri al- úð og elju, svo lengi sem stætt var. En það segir sig sjálft, að örðug reynsla muni það hafa verið þessunt dug- mikla og vakandi manni, að verða á miðjum aldri að hverfa úr sólskini og blæ starfsannar og starfsgleði inn í skugga fjögurra veggja — óvígur, og bíða þess eins að orkan brvsti í grunn. En hver vissi í barm hins dula manns? Hann sýndi ekki undina, sem þar blæddi eftir átök við ómild örlög. Sem áður getur stóð hug- ur Guðmundar Stefánsson- ar ekki til umsvifa í sviðs- ljósi fyrir augum fjöldans. En þó að hann væri hlé- drægur og fremur fáskipt- inn, lét hann ógjarnan hlut sinn, var fastur fyrir og vék seint frá settu marki. Hon- um mátti alltaf treysta. Heiðarleiki hans, góðvild, trúfesta og skyldurækni var á þann veg, að hann hlaut að eignast traust og vin- sældir, livar sem hann fór. Sá maður fyrirfannst ekki, sem ganga vildi Guðmundi í mót eða gjöra á hluta lians. Segir það mikið um persónugerð hans. Ég taldi mig þekkja Guð- mund Stefánsson talsvert vel eftir liðlega áratugar kynni. Ég mat hann æ því meir, sem ég kynntist hon- um betur. Hann og hans ágæta kona sýndu mér sanna vináttu, sem seint mun fölskvast. Fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Þau hjónin báru mikinn velvildarhug til félagsins Sjálfsvarnar, Kristneshæli, og reyndust höfðingjar í öllum samskiptum við það. Guðmundur var virkur fé- iagi í Sjálfsvörn og liin síð- ustu ár gjaldkeri í stjórn félagsins. Þarf ekki að efast um trúmennsku Guð- mundar í því starfi, sem öðrum þeim, er honum voru á hendur falin. Á ég hinar beztu minningar um samvinnu okkar, og vil nú, þegar þessi ágæti maður er til foldar hniginn, færa honum alúðarfyllstu þakk- ir fyrir störfin og kynnin. Þar bar ekki á hinn minnsta skugga. Um leið vil égvotta eiginkonu Guð- mundar, Ingibjörgu Björns- dóttur, innilegustu samúð mína. Henni mun nú finn- ast tóm og rökkur ríkja um- hverfis og lífið liið næsta henni hafa misst ljúfan tón úr hörpu sinni. En það mætti verða henni styrkur og gleði að hafa staðið við hlið síns ástvinar með þeim hætti, sem hún gjörði, og sem ógjarnan gleymist okk- ur, sem að því urðum vitni. Söm voru þau og sönn í blíðu og stríðu. Megi sú játning vera lokaorð þess- arar síðbúnu kveðju. Helztu œviatriði: Guð- mundur Halldór Stefáns- son var fæddur 25. júlí 1915 að Hólanesi á Skaga- strönd. Foreldrar: Teitný Jóhannesdóttir og Stefán Árnason, húnvetnskrar ætt- ar. 1 bernsku fór Guð- mundur í fóstur að Bratta- hlíð í Svartárdal til Jónasar Illugasonar og konu hans. Dvaldist hjá þeim fram ylir fermingu, eða allt þar til að Jónas brá búi og flutti til Blönduóss. Fór Guðmund- ur þá í vistir. Árið 1942 58 REYKJALUNDUK

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.