Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 39

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 39
fluttisi hann að Stóru-Seylu í Skagafirði, þar sem hann átti síðan lögheimili til dánardægurs. Hinn 17. júní 1947 kvæntist Guðmundur Ingi- björgu Björnsdóttur bónda og hreppstjóra Jónssonar á Stóru-Seylu og hóf það ár búskap á hluta af jörðinni. Einu ári síðar veiktist hann og hvarf til dvalar á Krist- neshæli. Komst lieim aftur og stundaði bústörfin um 10 ára skeið. Samfelld sjúkrahússvist frá 1960. Guðmundur lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. apríl 1972. Kvaddur við virðulega at- höfn að Kristneshæli 14. apríl. Jarðsunginn að Glaumbæ í Skagafirði 22. sama mánaðar. Jórunn Ólafsdótlir frá Sörlastöðum. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR frá Ytra Kálfskinni Við hlutum þá gæfu að gista gróandi jörð um skamma stund, en bíður það aðeins byrjar um blikandi hnatta sund. Við finnum f eðli og anda útþrá, sem bæði seiðir og knýr til hugboðs um eitthvað horfið, sem liiinim megin býr. D.S. Guðrún Einarsdóttir var fædd að Hömrum við Ak- ureyri 2. september 1896, dóttir hjónanna Rósu I .oltsdóttur, ættaðri tir Svarfaðardal og Einars Jónssonar. Þatt hjón munu síðast liafa búið í Öxnadal. Þau urðu fyrir því mikla tjóni að bær þeirra brann. Heimilið var barnmargt og fátt úrræða. En Rósu og Einari gafst það, sem öllum fjármunum er betra, að börn þeirra og niðjar er velgefið dugnaðarfólk. Guðrún ólst upp með foreldrum sínum, fór ttng að vinna fyrir sér, veikiist af berklum er þá vortt mjög útbreiddir í Eyjafjarðar- sýslu. Hún lif'ði þá sártt reynslu að vera- svift þreki á vorsins þroskast.und, dvaldi oft langdvölum á hælum og sjúkrahúsum. En heimili sitt átti hún hjá Jóni bróður sínum bónda á Ytra-Kálfskinni á Árskóg- strönd. Síðustu árin var hún hjá dóttur hans Bryn- hildi og manni liennar Snorra sál. Tryggvasyni garðyrkjumanni í Hvera- gerði. Þau hjón reyndust henni mjög vel, kært var með Guðrúnu og frænd- fólki Itennar og tengcla- fólki, ættartryggð var henni í blóð borin. Guðrún andaðist í Landsspítalanum þann 13. júlí 1971. Hún var jörðuð frá Stærri-Árskógskirkju, kirkjunni er hún liafði lilúð að og fegrað. Margt vorið höfðu þær mágkon- ttrnar, frú Margrét Svein- bjarnardóttir og Guðrún, gróðursett blóm við kirkj- una, þau hafa hlotið að dafna vel svo nærfærin voru handtök þessara góðu kvenna. Guðrún var glöð og þakklát ylir liverju vori og sumri er heilsan leyfði henni þátttöku í sáningu og uppskeru. Hún elskaði móðir jörð, fegurð hennar; já, unni hverjum ræktuð- um bletti. Hún sá strönd- ina sína breytast og vissi, að innan tíðar yrðu hin fornu skógarheiti þar að réttnefn- um. Guðrún nam ung hann- yrðir og var á því sviði mjög vel að sér, mörgum ttngum stúlkum auðnaðist henni að leiðbeina, á hæl- um og sjúkrahúsum gáfttSL mörg tækifæri til þess. List- fengi, vandvirknt og næm- leiki fyrir litum gerði það að verkum að allt er hún REYKJALUNDUK 39

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.