Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 45

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 45
VILBERGUR JÚLÍUSSON: Dagur í Þormóðsskeri (Grcin þessi cr rituð á vordögum 1044 og cr dagbókar- brot, scm segir frá einum dcgi í lífi vitabyggingamanna í Þormóðsskcri sumarið 1943). Skerin út og vestur af Mýrunum. Hver kannast ekki við þessa hræðilegu staksteina hinnar óendalegu liafbreiðu? Þessa draugalegu klettadranga, sem rísa upp úr haffletinum, seiða til sín sjómennina, brjóta skip þeirra og bramla, daufheyrast við hvers konar bænum, gráti og gnístran tanna, — kannski hlæja kuldahlátri með Ægisdætrum, sem eru þeim svo innilega sammála um að skila engu aftur, þótt ekkju- tárin streymi. Á einu Jressara hryllilegu skerja, sem vekja ugg og kvíða í hvers manns brjósti, stöndum við nokkrir hafnfirzkir og skag- firzkir verkamenn. Það er yndislega fagur ágústmorgunn. Sólin er fyrir nokkru kom- in upp og iiellir geislaflóði sínu yfir liaf- flötinn. Himinninn og liafið eru fagurblátt. Hið dásamlega veður hefur sín áhrif á okk- ur. Við erum undarlega glaðir á þessum morgni, léttir í lundu og gamansamir. Við horfum hugfangnir á fjallahringinn. Þarna stendur hann fagurblár og stoltur, bernsku- vinur okkar Hafnfirðinganna, Keilirinn, óhagganlegur og óumbreytanlegur. Hann var vitinn forðum daga þegar við ákalir um of í bernskuleikjum og á berjamó álp- uðumst of langt inn í lúð leyndardóms- fulla, töfrandi Hafnarfjarðarhraun. Já, víst var J:>að fullt af undrum og leyndardómum Jietta hraun. Og þegar við í rannsóknarleið- öngrum okkar um hraunið vöknuðum upp við þann vonda draum, að við vissum hreint ekkert livar við vorum, brá fyrir ótta í skelfdum barnsaugum, Jjangað til einhver spurði: Hvar er Keilir? Og þarna var hann. Þá livarf óttinn, og lialdið var heim á leið til sjávar með Keili sem leiðar- ljós. — Og þarna var Sveifluhálsinn, Löngu- lilíð og Vífilsfell, og Hellisheiðin með veginn austur ylir fjall, sem enn var eins og kiljönsk saga. Það mótar ekki fyrir Esjunni, en mökk- ur móðu og misturs hvílir yfir borginni við REYKJALUNDUR 45

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.