Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 56

Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 56
I risaklóm (ÞJÓÐSAGA) Endur fyrir löngu bjuggu hjón á bæ þeim, skammt frá Krýsuvík, er Vigdísar- vellir liét. Sá bær er nú í eyði. Þau hjón áttu sér eina dóttur. Hún liét Guðrún. Guðrún var forkunnar fögur. Svo fögur að hennar líki fannst enginn á öllu íslandi. Ekki er þess getið að þau hjón hafi átt lleira barna. Og bjuggu þau með dóttur sinni einni á Vigdísarvöllum. Þegar þessi saga gerðist eru hjónin hnig- in mjög á efri aldur, en dóttir þeirra gjaf- vaxta. Fregnir um fegurð Guðrúnar og gjörvuleik fóru víða. Menn komu víðs veg- ar að til þess að biðja hennar. En allt var það árangurslaust. Hversu fríðir og föngu- legir og fémiklir sem biðlarnir voru, neit- aði Guðrún þeim öllum. Og getur sagan ekki um ástæðu fyrir því. Gekk svo um langan tíma. Eitt kviild síðla sumars er barið allharka- lega á bæjardyrnar á Vigdísarvöllum. Verð- ur þeim hjónum og Guðrún bilt við, og hikaði bóndi við að fara til dyra. Er þá aftur barið og enn þunglegar en áður. Verður bónda nú ekki um sel og fer hvergi. Þess er þá skammt að bíða, að barin eru þrjú bylmingshögg á bæjardyrnar. Og þor- ir bóndi nú eigi annað en út að ganga. Nokkuð var farið að rökkva. Koldimmt var í göngum. Uggur var í bónda. Þreifaði hann sig fram eftir göngunum, fálmaði eft- ir slagbrandinum, tók hann gætilega frá dyrunum og gægðist út. Sá hann þá hvar 56 stór maður, ferlegur útlits og ófríður, stóð frammi fyrir honum. Fannst bónda mað- urinn mikilúðlegur og illa vaxinn. Þóttist hann aldrei hafa séð svo ljótan mann fyrr á ævi sinni. Sýndist honum hann meira lík- ur risa en mennskum manni. Hugði nú bóndi að hér væri ekki allt með felldu, en reyndi sem allra minnst að láta á ótta sín- um bera. Heilsaði hann manni þessum, spurði um heiti hans og innti hann eftir erindi hans, og livaðan hann væri. Kvaðst maðurinn heita Ögmundur og vera kom- inn til Jiess að biðja dóttur hans. Ekki sagð- ist hann geta sagt hvaðan hann væri. Svo óttasleginn sem bóndi var fyrir, varð hann hálfu hræddari, er hann heyrði erindi komumanns og hinn hrikalega málróm hans. Bóndi varð fár við í fyrstu en sá fljótt að nú var annaðhvort að duga eða drepast. Bað hann komumann liinkra ögn við með- an hann brygði sér í baðstofu og færði þetta í tal við konu sína og dóttur. Þarf ekki að orðlengja það, að bónda þótti nú þunglega horfa, og að konu hans REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.