Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 9

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 9
HÚNAVAKA / Dvaldi hann 19 vetur í Hæ, reisti þar klaustur og skildi 3 munka eftir, er hann flutti af landi brott og gerðist ábóti í Abington á Englandi. Virðist klausturlíf í Bæ hafa lagzt fljótlega niður eftir brottför hans. Um beinan aðdraganda að stofnun Þingeyraklausturs er fyrst að ræða upp úr aldamótum 1100. Þá taka Norðlendingar að setja fram kröfur sínar um sérstakan biskupsstól, og árið 1106 vígist Jón helgi Ögmundsson þangað til biskups. Jón biskup var hinn mesti trú- maður og þóttu kraftaverk gerast fyrir bæn hans. Eitt slíkt gerðist á vorþingi á Þingeyrum. Þá hafði harður vetur með ísalögum og hallæri gengið, svo að enginn gróður var kominn í maí-lok eða júní- byrjun. Hét fón þá til árs með samþykki bænda. Skyldi reistur bær og kirkja að Þingeyrum og staðurinn efldur með tillögum 'bænda. Fór biskup úr skikkju sinni og markaði sjálfur grundvöll undir kirkjuna. Svo er að sjá sem hallæri það, er um getur hafi stafað af hafís, en eitthvað annað liefur og þyrmt yfir, og gætu það hafa verið afleið- ingar af Heklugosi, er varð árið 1104. En við bænir Jóns biskups breyttist skyndilega til hins betra, svo að sauðgrös þutu upp og í sömu viku hafði fénaður allur nægilegt fóður. Með þessu heiti Jóns helga, og húnvetnskra bænda, eru drögin lögð að hinni miklu trúar- og menntamiðstöð, er Þingeyrar síðar urðu. Orsökin er hér fyrst og fremst trúarleg. Allir leggjast á eitt að létta af mikilli óáran og til guðs er leitað um hjálp. Sýnir þetta hve sterkum tökum kristin trú hefur náð í byrjun 12. aldar. Því hefur verið haldið fram, að Þing- eyrar hafi risið og orðið höfuðból af öðrum hvötum. Húnvetningar hali litið til Skagfirðinga öfundaraugum vegna biskupsstólsins þar og því viljað efla stað í sínu héraði. En hvers vegna varð þá ekki Breiðabólstaður í Vesturhópi fyrir valinu. Á dögum Hafliða Más- sonar er hann tvímælalaust höfuðstaður héraðsins. En annað mælir og með því, að trúarafstaðan hafi mátt sín meira, þegar Þingeyrar byggjast og verða helgisetur og það er þróun kristnilífs í Húna- þingi. Frá Giljá í Þingi kemur fyrsti íslenzki kristniboðinn, Þor- valdur víðförli, og hann hefur trúboð í fæðingarhéraði sínu. Hún- vetningar hafa því einna fyrstir orðið kristinnar fræðslu aðnjót- andi. Áður er getið um Bjarnvarð biskup og Mána hinn kristna. Allir þessir menn hafa vissulega stuðlað að því að þessi sveit fengi ákjósanleg skilyrði, svo að þar gat risið upp ein helzta kristnimið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.