Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 43

Húnavaka - 01.05.1965, Page 43
SÉRA PÉTUR Þ. INGJALDSSON: Jfagleiksma&ur á Skaga Víkur eru næst yzti bær á Skaga í Húnaþingi. Þar var fáferðugt lengi vel unz bílvegur er nú kominn í kringum Skagann. En í Víkum, eins og öðrum jörðum á Skaga, er gott unclir bú, snjólétt og fiskisæld og víða hlunnindi af varpi og selveiði. Og þar var jafnan gnótt af rekaviði, er barst að landi og höfðu menn því smíðaefni nóg og voru þar því, reisuleg bæjar- og útihús. Það hefur oft þótt áberandi að í slíkum héruðum, t. d. Stranda- sýslu og Skaftafellsþingum, hafa fæðzt margir hagleiksmenn á tré og járn. Hefur hagleikurinn gengið að erfðum af iðju kynslóðanna, meðal héraðsbúa. Þetta hefur og ásannazt í Víkum. Um miðja síðustu öld bjó í Víkum Guðmundur Bjarnason (d. 1892). Hann var hinn mesti smiður og þótti einkar afkastamikill. Hans son var Árni, er lærði trésmíðar hjá þeim, er fremstur var talinn meistari í þeirri iðn í Reykjavík, en það var Jakob Sveins- son. Hann var lærður í Kaupmannahöfn, manna vandlátastur og í miklum meturn. Segir sagan, að hann hafi talið Árna frá Víkum í hópi sinna efnilegustu manna, enda vann hann um skeið hjá meist- aranum eftir að hann útskrifaðist. En eigi átti það fyrir Árna Guðmundssyni að liggja, að ílengjast í Reykjavík, heldur hlaut hann að fara heim og taka við jörð föður síns. Með konu sinni, Önnu Tómasdóttur, eignaðist hann 9 börn, þar af 7 syni, sem flestir eru miklir hagleiksmenn og afkastamiklir smiðir. Einn sona hans, Karl að nafni, mikill völundur á tré og járn, var um skeið við smíðar á Akureyri, en áður en hann hæfi nám í iðn, hlaut hann að fara heim og taka við búi föður síns, er andaðist 1932. Hefur Karl Árnason búið síðan að Víkurn og gert þar mikið smíðahús, þar sem smíða má tré og járn. Hann hefur komið sér þar upp vélsög, er flettir rekaviðnum og skilar honum í þeim þykktum, sem óskað er.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.