Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1965, Qupperneq 43

Húnavaka - 01.05.1965, Qupperneq 43
SÉRA PÉTUR Þ. INGJALDSSON: Jfagleiksma&ur á Skaga Víkur eru næst yzti bær á Skaga í Húnaþingi. Þar var fáferðugt lengi vel unz bílvegur er nú kominn í kringum Skagann. En í Víkum, eins og öðrum jörðum á Skaga, er gott unclir bú, snjólétt og fiskisæld og víða hlunnindi af varpi og selveiði. Og þar var jafnan gnótt af rekaviði, er barst að landi og höfðu menn því smíðaefni nóg og voru þar því, reisuleg bæjar- og útihús. Það hefur oft þótt áberandi að í slíkum héruðum, t. d. Stranda- sýslu og Skaftafellsþingum, hafa fæðzt margir hagleiksmenn á tré og járn. Hefur hagleikurinn gengið að erfðum af iðju kynslóðanna, meðal héraðsbúa. Þetta hefur og ásannazt í Víkum. Um miðja síðustu öld bjó í Víkum Guðmundur Bjarnason (d. 1892). Hann var hinn mesti smiður og þótti einkar afkastamikill. Hans son var Árni, er lærði trésmíðar hjá þeim, er fremstur var talinn meistari í þeirri iðn í Reykjavík, en það var Jakob Sveins- son. Hann var lærður í Kaupmannahöfn, manna vandlátastur og í miklum meturn. Segir sagan, að hann hafi talið Árna frá Víkum í hópi sinna efnilegustu manna, enda vann hann um skeið hjá meist- aranum eftir að hann útskrifaðist. En eigi átti það fyrir Árna Guðmundssyni að liggja, að ílengjast í Reykjavík, heldur hlaut hann að fara heim og taka við jörð föður síns. Með konu sinni, Önnu Tómasdóttur, eignaðist hann 9 börn, þar af 7 syni, sem flestir eru miklir hagleiksmenn og afkastamiklir smiðir. Einn sona hans, Karl að nafni, mikill völundur á tré og járn, var um skeið við smíðar á Akureyri, en áður en hann hæfi nám í iðn, hlaut hann að fara heim og taka við búi föður síns, er andaðist 1932. Hefur Karl Árnason búið síðan að Víkurn og gert þar mikið smíðahús, þar sem smíða má tré og járn. Hann hefur komið sér þar upp vélsög, er flettir rekaviðnum og skilar honum í þeim þykktum, sem óskað er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.