Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 70

Húnavaka - 01.05.1965, Page 70
fi8 HÚNAVAKA ertu þarna? Hvenær dó amma þín?“ ,,Fyrir fimm árum,“ svaraði ég sorgbitin. „Já, fimrn árum. Það er allt í lagi, stelpan hugsar um heimilið. ]ói sonur minn býr ógiftur. Bölvuð ómynd, hann er ekkert líkur mér. Hann átti stelpuna með kaupakonu, sem hérna var. Eg held að hún sé tuttugu ára núna. Svo er hér kerling, hörkudugleg, sem vinnur hvað sem er. Ég var asni, að giftast ekki aftur drengir. Þetta þarf nú ekki að skrifa.“ „Afi, mennirnir þurfa að fá kaffi,“ áræddi ég að segja. í fátinu sem á mér var vissi ég varla hvað gera skyldi. „Já, og brennivín eins og Jreir vilja. Hér hafa aldrei konrið slíkir ágætismenn,“ sagði afi. Ég gekk fram fyrir, allt í einu æpir afi á eftir mér: „Kallaðu á hana ömrnu þína, þeir ætla að taka mynd.“ Þeir voru staðnir upp og voru að stilla myndavélarnar, en þeim féllust alveg hendur. „En afi, hún er. . . .“ „Æi já. Ég er orðinn gamall og þreyttur piltar mínir. Takið Jrið myndina strax og drekk- ið svo brennivín og rjómakaffi. Þið þetta æskufólk kunnið ekki að fara með brennivín. Við í gamla daga þjóruðum vikuna út, alltaf færir í allt. Svo var nú það drengir mínir.“ — — Dagarnir liðu í eilífri spurn. Kemur blaðið? Hvað stendur í JíVÍ? Svo kom pósturinn og blöðin. Ég reif Jrau öll upp. Afi mátti ekki sjá Jrau fyrst. Þarna var þá af- mælisgreinin — viðtalið: „Þessi virðingarverði öldungur, ljiifur og góður, býr í skjóli sonar síns og sonardóttur. Léttur í lund. Hefur aldrei kynnzt nema góðu fólki. Tregar ástkæra eiginkonu sína. Trú- ir á æskuna. Er bjartsýnn og glaður á ævikvöldi sínu. Sálargáfur hans eru með afbrigðum, af svo gömlum manni að vera. Dásamlegar viðtökur hjá hinni fríðu sonardóttur gamla mannsins." Ég lít eins og af hendingu í stóra spegilinn og sé mitt ófríða and- lit blasa við. Það er ekki að ástæðulausu, að ég hýrist hérna heima og snýst í kringum afa, sem fyrir löngu er orðinn elliær. Þeir eru furðufuglar þessir blaðamenn. Myndin af afa blasir við mér í blaðinu, minnir mig á gamlan fjaðralúðan hana, þar sem hann stendur við stólinn sinn í tuttugu ára jakkanum og stingur þumalfingrinum í vestishandveginn, eins og þeir gerðu fyrir sextíu árum.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.