Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 80

Húnavaka - 01.05.1965, Page 80
Fréttir og fró&leikur Fréttir úr Höfðakaupstað. I Höfðakaupstað eru nú 140 skólaskyld börn og unglingar og er þar einnig starfandi miðskóla- deild (landspróf). Á síðastliðnum vetri fékk skólinn húsgögn í her- bergi skólastjóra og kennara. Hafnar eru framkvæmdir við girðingu um lóð skólans, þá var einnig gerð girðing kringnm lóð Hólaneskirkju fyrir forgöngu formanns sóknarnefndar As- mundar Magnússonar. Er girð- ingin hin vandaðasta, að mestu úr steinsteypu, lóð kirkjunnar var um leið löguð. Hafin var bygging á íbúðar- húsi handa héraðslækni, og er hún komin undir þak. Miklar umbætur fóru Irarn á liúsi pósts og síma. Þá var unnið við þau sjö íbúðarhús, sem eru í smíð- um. Fiskiveiðar voru með lélegra móti eins og annars staðar fyrir Norðvesturlandi. Síldarafli brást algerlega á heimamiðum, haust- vertíð var eigi aflasæl vegna lé- legs afla og ógæfta. Á Húnaflóa voru nú leyfðar veiðar með snuruvoð, eltir friðun Húnaflóa á annan tug ára. Stunduðu þess- ar veiðar á sumrinu 4 hinir minni bátar frá Höfðakaupstað og öfluðu vel. Mestan afla fékk ,,Vísir“ formaður Sigurður Árnason. Aflaði þetta þorpsbú- um er heima sátu atvinnu. I febrúar fóru hinir stærri bát- ar suður til fiskiveiða, voru það fjórir bátar, auk þess bátur frá Húsavík að mestu mannaður Skagstrendingum, sem reri á ver- tíð fyrir sunnan. Fjöldi manna fór til verstöðva á Suðurlandi og stundaði at- vinnu einkum í Grindavík. Heima reru hinir minni bátar. Fjórir bátar fóru á síldveiðar. Mestan afla fékk Húni IF, skip- stjóri á honiun er Hákon Magn- ússon. Margt manna fór einnig í síldarvinnu til Austfjarða. Innveginn fiskur hjá frystihúsi Kaupfélags Skagstrendinga árið 1964 var 783 tonn. Heyskapur í Höfðakaupstað

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.