Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 4. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  103. tölublað  103. árgangur  Í LEYNDRI LEIT AÐ HINSEGIN ÍRÖNUM CHARLOTTE, ALICE EÐA VIKTORÍA? BOGI TH. MELSTEÐ VAR STÓRMERKUR HUGSJÓNAMAÐUR PRINSESSA FÆDD Í BRETLANDI 17 ÆVISAGA EFTIR JÓN Þ. ÞÓR 26JÓN INGVAR KJARAN Í ÍRAN 10 Sölusamningar í uppnámi  Ekki hægt að afgreiða pantanir á loðnuafurðum til Rússlands vegna verkfalla á Matvælastofnun  Upphæðir teljast í milljörðum  Dregur úr gjaldeyrisöflun „Þetta er svipað hjá okkur og öðr- um. Til skemmri tíma litið gerum við einhverjar ráðstafanir en til lengri tíma verður þetta vandamál,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðs- stjóri HB Granda. Hann segir að reynt sé að upplýsa kaupendur um stöðuna. Haukur Þór Hauksson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, segir þetta slæmt fyrir viðskiptasambönd fyrir- tækja. Kaupendur treysti á að fá vöruna afhenta á umsömdum tíma og þurfi hugsanlega að leita annað. Ef verkfallið dregst á langinn eru upphæðirnar fljótt komnar í millj- arða. „Þetta snýr ekki aðeins að sjáv- arútveginum. Ef ekki er hægt að flytja út vörur kemur það fljótt fram í gjaldeyrisöflun og snertir því alla þjóðina,“ segir Haukur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki get- að afgreitt pantanir til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins frá 20. apríl þegar verkföll félaga innan BHM hófust á Matvælastofnun. Verst er að geta ekki staðið við við- skiptasamninga við rússnesk fyrir- tæki um afgreiðslu á loðnuafurðum frá nýlokinni vertíð. Hræðsla við verkfall » Dæmi eru um að erlendir kaupendur hiki við að stað- festa pantanir vegna hættu á verkfalli í fiskvinnslu 27. maí. » Viðskiptavinir fylgjast vel með og vita hvað er í gangi hér. MStefnir í neyðarástand »4 Fyrsti leikur Leiknis úr Breiðholti í efstu deild í knattspyrnu var draumi líkastur. Liðið skoraði þrjú mörk á móti Val á Hlíðarenda og unnu ný- liðarnir sanngjarnan sigur fyrir framan stuðn- ingsmenn sína sem fjölmenntu á völlinn. Áhorf- endurnir þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki liðsins því Kolbeinn Kárason, fyrrverandi Valsmaður, skallaði boltann í netið eftir horn- spyrnu þegar á áttundu mínútu. Fjör var á fleiri leikjum í gær. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hófu titilvörn sína á Akranesi með 1:0 sigri. » Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiknir byrjaði með látum á Hlíðarenda Íslandsmótið í knattspyrnu hófst með fjórum leikjum 78% landsmanna og 68% Reykvík- inga eru andvíg því að flugbraut 06/ 24 á Reykjavíkurflugvelli, sem köll- uð hefur verið neyðarbrautin, verði lokað. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri. Friðrik Pálsson, formaður Hjart- ans í Vatnsmýri, segir niðurstöðuna sláandi. „Miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi, og þann einbeitta vilja borgaryfirvalda að loka þessari braut, sem er yfirlýst fyrsta skrefið að því að loka vellinum í heild, þá eru þetta nokkuð alvarleg skilaboð til meirihluta borgarstjórnar.“ Alvarlegar ábendingar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, þjálf- unarflugstjóri hjá Mýflugi og fulltrúi Mýflugs í áhættumatsnefnd Isavia sem lögð var niður um áramótin, hafnar því að aðferðafræði Isavia og Eflu verkfræðistofu í nýrri mats- skýrslu um nothæfisstuðul vallarins sé í samræmi við vinnulag Alþjóða- flugmálastofnunarinnar, ICAO, um það hvernig eigi að reikna út áhættu- mat, þar sem í útreikningana vanti lykilþætti. Vindhviður og hemlunar- skilyrði séu þar veigamest, en að auki megi nefna þætti eins og skyggni og skýjahæð auk fleiri þátta. „Þetta er sérstaklega tiltekið í reglum ICAO, og með því að und- anskilja þessa þætti í útreikningum sínum, eru Isavia og Efla beinlínis að fullyrða að þessi veðurskilyrði eigi ekki við á Reykjavíkurflugvelli, en það er í beinni andstöðu við reynslu allra sem eru notendur vallarins.“ Þorkell segir að án þessara þátta fá- ist ekki rétt mynd af nothæfisstuðl- inum. »2 Skilaboð til meiri- hlutans  68% Reykvíkinga vilja neyðarbrautina Könnun Afgerandi niðurstöður. Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Sumarið er orðið fullbókað á mörg- um hótelum á Suðurlandi og bók- anir fyrir haustið ganga vel. Mikil uppbygging og fjölgun gistirýma á svæðinu á undanförnum árum virð- ist ekki duga til þess að metta eft- irspurn eftir gistingu fyrir ferða- menn. Laufey Helgadóttir, eigandi Hót- els Smyrlabjarga, 30 kílómetra frá Jökulsárlóni, segir sumarið full- bókað, hún sé í óðaönn að bóka fyr- ir næsta sumar og í einhverjum til- vikum sé hún farin að bóka fyrir sumarið 2017. Hún segir fjölgun gistirýma hafa hjálpað til að anna eftirspurn en áður fyrr hafi gisting verið ófáanleg í nokkrar vikur á ári. Þá merkir hún greinilega fjölg- un gesta yfir vetrartímann, einkum í tengslum við norðurljósaferðir. Elías Guðmundsson rekur Hótel Eddu og Icelandair Hótel Vík. Hann segir herbergin vel nýtt í sumar og júlí og ágúst séu bókaðir að fullu. „Við erum með fullan mannafla fram í október, sem hefur ekki gerst áður. Sumarið hjá okkur byrjaði í apríl, má segja.“ Bæði hafa þau áhyggjur af áhrif- um verkfalla á starfsemi hótelanna. Elías segir nauðsynlegt að minnka umsvifin á hótelunum í Vík, en Laufey kveðst ekki ætla að vísa fólki frá Smyrlabjörgum, fjöl- skyldan muni hreinlega þurfa að vinna meira. »6 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík í Mýrdal Ferðamannastraumur hefur aukist með hverju árinu. Byrjuð að bóka fyrir sumarið 2017  Mikil fjölgun gistirýma á Suðurlandi  Fullbókað hjá mörgum í allt sumar Tveir Íslendingar, þeir Haraldur Árni Haraldsson og Albert Már Eggertsson, hafa síðustu ár byggt upp útgerð og fiskvinnslu í nyrsta bæ Noregs, Gamvik. Fyrirtækið Sædís gerir nú út þrjá báta og fleiri eru í viðskiptum. Árangur Íslend- inganna hefur vakið athygli í Finn- mörk og víðar og fyrirtækið hlotið viðurkenningar. Þar starfa 35-40 manns til sjós og lands og síðustu tvö ár var unnið úr 2.500 tonnum hjá fyrirtækinu hvort ár. Félagarnir skipta dvölinni í Gam- vik á milli sín og eru hluta ársins með fjölskyldum sínum á Íslandi, en hluta þess í Noregi. »12-13 Umsvif Íslendinga nyrst í Noregi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.