Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Landsmenn höfðust ólíkt að eftir því hvar þeir voru staddir á landinu um helgina. Á austanverðu landinu var víða snjór yfir, en á suðvesturhorninu mátti skynja vorið í björtu veðri. Lofthiti var þó ekki mikill og næstu daga má búast norðlægum áttum með björtu veðri sunnanlands og vestan. Mest- ur hiti í gær var á Hellu, 8,7 stig, en Skaftafell og Selvogur voru á svipuðu róli. Á mælingastöðvum á láglendi var kaldast á Þingvöllum -7,3 gráður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Metþátttaka Yfir 600 þátttakendur voru í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði um helgina og hafa aldrei verið fleiri. Skyggni var lítið og færið erfitt, en fólk var ánægt og framkvæmdin gekk vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fuglaganga Fræðsluganga var farin um grasagarðinn í Laugardal í gær í samstarfi við Fuglavernd og fræddi Hannes Þór Hafsteinsson, garð- yrkjufræðingur og fuglaáhugamaður, fólk um þá fugla sem fyrir augu bar og auk þess var skoðað hvaða tegundir plantna laða að fugla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Undir Kirkjufelli Það var glatt á hjalla í Grundarfirði á laugardaginn, en þar var á ferð hópur fólks frá Skotlandi, sem fylgdi vinafólki sínu sem lét gifta sig á fallegum stað skammt frá byggðarlaginu. Þegar brúðhjónin höfðu verið pússuð saman stigu hljóðfæraleikarar úr fylgdarliði þeirra fram og létu vel í sér heyra. Ómaði söngur þeirra og hljóðfærasláttur um svæðið og stórbrotin náttúra, með Kirkjufellið í baksýn, gerði stundina eftirminnilega. Snjómokstur og fuglaganga Vetur og sumar takast enn á og norðlægar áttir áfram í kortunum Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Sumar eða vetur Takmarkanir hafa verið á notkun nagladekkja frá því um miðjan síðasta mánuð og dæmi eru um menn hafi tvívegis skipt um dekk. Nóg var að gera á Dekkjaverkstæði Sigurjóns í gær. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ekki sumarlegt Í Neskaupstað var allt hvítt og nóg að gera í snjómokstrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.