Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 myndasagna, Free Comic Book Day Eftirvænting Það er engum blöðum um það að fletta að mikil spenna var í loftinu þegar Nexus-verslunin í Nóatúni var opnuð á laugardaginn var. Framhald kvikmyndarinnar Fifty Shad- es of Grey, 50 gráir skuggar, verður meiri spennutryllir en fyrsta myndin ef marka má ummæli Donnu Langley, stjórnarformanns Universal Pictures- kvikmyndaversins, sem framleiðir myndina. Á vef MTV er haft eftir Lang- ley að myndin, Fifty Shades Darker, verði meira spennandi en sú fyrri og kemur þar einnig fram að Sam-Taylor Johnson, leikstjóri fyrri myndarinnar, muni ekki leikstýra framhaldinu. Lang- ley er spurð hvort rétt sé að samskipti Johnsons og höfundar bókanna sem myndirnar byggjast á, E.L. James, hafi verið stirð og svarar hún þeirri spurn- ingu ekki beint heldur segir myndina vera eins og framleiðendur og leikstjór- inn vildu að hún yrði. Fifty Shades Dar- ker verður frumsýnd í febrúar 2017 og ein mynd til viðbótar, Fifty Shades Freed, í febrúar ári síðar. Leikarar fyrstu myndarinnar, Dakota Johnson og Jamie Dornan, munu leika í þeim báðum. Sadómasó Fifty Shades of Grey er gerð eftir samnefndum bókum EL James um sadómasókískt samband námskonu og forríks viðskiptajöfurs. Framhaldið verður meiri tryllir ÍSvíþjóð virðast hafa veriðgefnar út fleiri gæpasöguren annars staðar á Norður-löndum. Það bendir til þess að annaðhvort sé meira um glæpi þar en í nágrannalöndunum eða sænskir höfundar hafi meira hug- myndaflug en norrænir starfs- félagar þeirra. Einn af þessum sænsku höf- undum er Carin Gerhardsen. Í fyrra kom út Piparkökuhúsið, fyrsta bók hennar á íslensku, og nú er það Mamma, pabbi, barn. Í báð- um tilfellum beinir höfundur aug- um að börnum og unglingum, af- skiptaleysi og afleiðingum þess. Tvö mál eru til umfjöllunar að þessu sinni. Annars vegar beinist athyglin að unglingi og hins vegar að þriggja ára gömlu barni. Í báðum tilvikum þurfa börnin að eiga við lífsgát- una á eigin veg- um og lesandinn fylgist með þeirri baráttu. Það er alltaf erfitt að lesa um glæpi gagnvart börnum og ungling- um, hvort sem þeir eru sannir eða skáldaðir. Maður vill að æskan fái að njóta sín án þess að utanaðkom- andi áhrif raski sakleysinu og feg- urðinni, en ekki verður á allt kosið, hvorki í draumheimum né raun- heimum, og sagan sem hér er sögð er að mörgu leyti spegilmynd af því sem á sér svo víða stað. Því miður. Þetta er spennandi saga og lífi unglinganna er vel lýst, heim- ilishögum og möguleikum. Hins vegar er mynd þriggja ára barns- ins frekar ótrúverðug. Það sem það gerir og getur gert er vart á færi svo ungs barns. Samt eru aðstæð- urnar, sem barnið lendir í, eitthvað sem getur gerst og það vekur spurningar um almenna stöðu fólks í samfélaginu. Spennandi „Þetta er spennandi saga og lífi unglinganna er vel lýst, heim- ilishögum og möguleikum,“ segir um bók Carin Gerhardsen. Brotin heimili og afskiptaleysi Glæpasaga Mamma, pabbi, barn bbbmn Eftir Carin Cerhardsen. Nanna B. Þórs- dóttir þýddi. Kilja. 348 bls. JPV útgáfa 2015. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.