Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 13
framtíð sé í því að kaupa kvótakílóið
á hátt í þrjú þúsund krónur. Kvóta-
kerfið á Ísandi sé fyrir útvalda því
fólk hafi ekki fjármuni til að kaupa
einhver 100 tonn og fara síðan að
gera út.
Ótrúlega mikil skriffinnska
Hann segir að til þessa hafi starf-
semin gengið í Noregi og ekki sé
ástæða til að kvarta. Þeim félögun-
um hafi gengið ágætlega að fóta sig
í norska fiskiveiðistjórnarkerfinu og
séu komnir með nokkur hundruð
tonna kvóta.
„Það tók tíma, en okkur gekk í
sjálfu sér ágætlega að komast inn í
norska kerfið og kaupa kvóta,“ seg-
ir Haraldur. „Í Noregi er skrif-
finnskan ótrúlega mikil og papp-
írsþvælan endalaus. Reglugerðir
eru síbreytilegar og stundum erfitt
að plana sig til framtíðar, en samt
sem áður er kerfið hjá þeim mann-
eskjulegra heldur en hjá okkur.
„Þykjumst kunna
að veiða og vinna fisk“
Við erum með öfluga báta og
beitingarvél um borð þannig að við
getum sótt lengra. Við vorum að
sækjast eftir fiskimiðunum þarna
fyrir utan og settum okkur því nið-
ur í Gamvik. Allt annað er hægt að
byggja upp og við þykjumst kunna
að veiða og vinna fisk. Um það
snýst þetta hjá okkur,“ segir Har-
aldur Árni Haraldsson.
Hann nefnir ekki að uppbygging
þeirra félaganna hefur vakið athygli
langt út fyrir sveitarfélagið. Um þá
hefur verið fjallað í fjölmiðlum í
Norður-Noregi og Svíþjóð og þeir
hafa fengið viðurkenningar. Hann
segir aðeins að þeir vilji láta verkin
tala.
Gamvik
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
„Það er ekkert verra að búa á þessum hjara veraldar heldur en á ein-
hverjum slíkum hér á Íslandi,“ segir Haraldur, spurður hvernig sé að búa
í Gamvik. Vissulega sé myrkrið mikið yfir vetrartímann, en sumrin séu
að sama skapi einstök. „Það eru öfgar í báðar áttir, mikið myrkur á vet-
urna og sólin hátt uppi um næturnar á sumrin. Þarna verður bjart allan
sólarhringinn löngu áður en það gerist á Íslandi,“ segir Haraldur.
Hann segir að ekki sé mikil uppbygging sem tengist ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu Gamvik og fátt í boði nema einstök náttúran við ysta
haf. Talsvert af fólki leggi þó leið sína þangað yfir hásumarið og dvelji þá
gjarnan í húsbílum. Sædís keypti hótelið á staðnum og hefur innréttað
þar vistarverur fyrir starfsfólk fyrirtækisins.
Sjósókn hefur frá fornu fari verið undirstaða byggðar á þessum slóð-
um milli fjallanna og fjarðanna inn úr Barentshafinu, en fólki fækkaði
verulega á síðustu öld. Gamvik hefur þó aðeins tekið við sér á síðustu
árum og athygli hefur vakið að velta í sveitarfélaginu hefur margfaldast
með tilkomu Sædísar.
Sveitarfélagið liggur norðar en önnur sveitarfélög á meginlandi Evr-
ópu og eðlilega er vakin athygli á því á síðum á netinu sem fjalla um
Gamvik. Á toppi Noregs má lesa á einum stað og á öðrum kemur fram að
gistiheimilið í bænum nefnist „End of the World Guest House“, en það
er reyndar ekki í notkun sem slíkt.
Bærinn á toppi Noregs
MIKLAR ÖFGAR MILLI VETURS OG SUMARS
Við Barentshaf Vitinn á Slettnesi fyrir norðan Gamvik, er nyrsti viti á meginlandi
Evrópu. Hann var byggður 1903-5 og er 39 metra hár.
Ljósmynd/Alf Helge Jensen
Rekstur „Fish & chips“-vagnsins
hófst í Vesturbugt við Reykjavíkur-
höfn um helgina. Þar með rættist
draumur eigendanna, sem á sínum
tíma bjuggu í Bretlandi, seldu ís-
lenskan fisk til fish & chips-
veitingastaða og voru þar fastagestir
sjálfir, segir í fréttatilkynningu.
Hráefnið er sjófrystur þorskur,
sem togarinn Arnar frá Skagaströnd
færir að landi. Annað tilheyrandi
matargerðinni er flutt inn frá Bret-
landi. Vagninn verður í Vesturbugt
(á milli gamla slippsins og sjóminja-
safnsins) á daginn frá kl. 11 til 21 en
á Lækjartorgi frá kl. 22 fram á nótt.
Stofnendur og eigendur „Fish and
chips“-vagnsins eru þrír félagar sem
störfuðu allir á sama tíma við að
markaðssetja og selja íslenskan fisk
í Hull, ásamt fjölskyldum sínum:
Benedikt Sveinsson, Höskuldur Ás-
geirsson og Pétur Björnsson. Bene-
dikt var forstjóri og Höskuldur
framkvæmdastjóri Iceland Seafood
en Pétur rak eigið fisksölufyrirtæki,
Ísberg. Hilmar B. Jónsson mat-
reiðslumeistari var eigendum vagns-
ins innan handar við undirbúning og
fyrstu skref sjálfrar starfseminnar.
Bresk hefð Fyrsti viðskiptavinurinn, María S. Þorbjörnsdóttir, ásamt Sif
Haraldsdóttur, einum eigenda vagnsins. Hilmar B. Jónsson matreiðslu-
meistari í bakgrunni í veitingavagninum í Vesturbugtinni.
Selja fisk og franskar
að hætti Breta
Sérhannaður vagn í Vesturbugtinni
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.