Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það siglir hraðbyri í að allt stoppi
hér. Stífnin er svo mikil. Ég horfi til
þess að það verði neyðarástand í
landinu ef menn ætla ekki að
semja,“ segir Björn Snæbjörnsson,
formaður Starfsgreinasambands Ís-
lands, um stöðuna þegar líður á
mánuðinn. Viðræður hafa strandað
hjá fleiri samtökum en þeim sem
þegar hafa boðað verkföll eða eru í
verkfallsaðgerðum nú þegar og er
hafinn undirbúningur aðgerða hjá
nokkrum þeirra. Ef ekki semst gæti
meirihluti félaga í ASÍ verið kom-
inn í verkfall undir lok mánaðarins
auk BHM-félaga og hjúkrunarfræð-
inga.
Tæplega sjö hundruð félagar í
BHM eru í verkfalli og hefur meiri-
hluti þeirra verið frá vinnu frá 7.
apríl. Verkföllin eru þó mismun-
andi, sumir eru í verkföllum hluta
vikunnar eða hluta dagsins á meðan
aðrir eru í fullu verkfalli. Verkföllin
eru á völdum stöðum hjá ríkinu,
meðal annars hjá sýslumanninum á
höfuðborgarsvæðinu og Matvæla-
stofnun. Alvarlegustu áhrifin eru á
spítalana og heilbrigðiskerfið.
Fresta þarf aðgerðum sem ekki
teljast bráðaaðgerðir og það hefur
hægst á allri starfsemi spítalans.
Því hrannast upp biðlistar. Svigrúm
er þó til að gera aðgerðir sem ekki
krefjast rannsókna. Sýkingar á
skurðdeildum hafa aukið á erfiðleik-
ana. Þá hefur þurft að fresta fjölda
meðferða, til dæmis krabbameins-
sjúklinga, en sömu sjónarmið eru
lögð til grundvallar og við skurð-
aðgerðir: Hafnar eru þær meðferðir
sem taldar eru nauðsynlegar vegna
heilsu og lífs sjúklingsins.
Hjúkrunarfræðingar eru að hefja
atkvæðagreiðslu um boðun verk-
falls frá og með 27. maí. Þá mun
ástandið á Landspítalanum stór-
versna, samkvæmt upplýsingum
þaðan, þótt ákveðinn fjöldi hjúkr-
unarfræðinga starfi samkvæmt
undanþágulistum. Sjúkrahúsið
verður ekki rekið án hjúkrunar-
fræðinga, eins og einn yfirmaður
tók til orða í samtali við Morgun-
blaðið. Yfirmenn hafa áður lýst því
yfir að vegna verkfalla geti þeir
ekki tryggt öryggi allra sjúklinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. maí Óvenjugóð mæting var í kröfugöngu og á útifund verkalýðsfélaganna í Reykjavík á baráttudegi verkalýðsins.
Stefnir í neyðar-
ástand í lok mánaðar
Biðlistar hrannast upp á spítölunum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
Undanþágunefndir þeirra félaga
innan BHM sem eru í verkfalli eru
farnar að hittast sameiginlega eftir
samningafundi til að bera saman
bækurnar. Ása Sigríður Þóris-
dóttir, verkefnastjóri hjá BHM,
segir að gangurinn í samningum
hafi óneitanlega áhrif á nefndirnar.
Fólk verði hugsi þegar ríkið kemur
ekki með neitt að samningaborðinu.
Rætt hefur verið innan BHM að
herða á verkfallinu með því að út-
víkka það og með því að herða á
veitingu undanþága umfram það
sem beinlínis er skylt samkvæmt
lögum. Ekkert hefur þó verið
ákveðið um það.
„Við erum að velta því fyrir okk-
ur hvaða möguleikar eru í stöð-
unni,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir,
formaður Ljósmæðrafélags Ís-
lands. Hún segir hugsanlegt að
herða á undanþágum og til umræðu
sé að boða verkfall í heilsugæslunni
sem myndi þá ná til mæðraverndar.
Veittar hafa verið undanþágur til
fæðinga með keisaraskurði en þó
hafa konur ekki alltaf fengið
undanþágu á þeim tíma sem upp-
haflega var áformað. „Við skoðum
það hvort gera þurfi keisara á verk-
fallsdegi eða hvort fresta megi að-
gerðinni. Það fer eftir heilsu kon-
unnar. Allt endar þetta með barni á
sama hátt og þessari deilu mun
ljúka með samningi, það er nokkuð
öruggt,“ segir Áslaug. helgi@mbl.is
BHM-félög íhuga að herða
á verkfallsaðgerðum
Morgunblaðið/Ómar
Landspítali Keisaraskurðaðgerðum er frestað en barnið kemur að lokum.
Rætt um verk-
fall í mæðraskoðun
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á
landsbyggðinni,“ segir Björn Snæ-
björnsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins, um tveggja daga
verkfall verkalýðsfélaga á
landsbyggðinni í þessari viku.
Áframhaldandi skæruverkföll eru
boðuð og ótímabundið allsherj-
arverkfall frá og með 26. maí.
Sextán verkalýðsfélög innan
Starfsgreinasambandsins standa
að verkfallsaðgerðum til að þrýsta
á vinnuveitendur um samninga.
Það eru félög almenns verkafólks á
landsbyggðinni sem standa að að-
gerðunum, nánast hringinn í kring-
um landið. Stóru félögin á höfuð-
borgarsvæðinu og Reykjanesbæ
eru aðilar að Flóabandalaginu sem
ekki hefur boðað aðgerðir.
Fyrst var hálfsdagsverkfall sl.
fimmtudag. Allsherjar vinnustöðv-
un verður á miðvikudag og fimmtu-
dag, 6. og 7. maí. Önnur slík aðgerð
verður að hálfum mánuði liðnum.
Síðan skellur á ótímabundið verk-
fall aðfaranótt 26. maí, hafi samn-
ingar ekki náðst fyrir þann tíma.
Áhrif á ferðaþjónustu
Um tíu þúsund starfsmenn rúm-
lega tvö þúsund fyrirtækja fara í
verkfall. Björn Snæbjörnsson segir
að það séu meðal annars starfs-
menn í ferðaþjónustu, fiskvinnslu,
kjötvinnslu, ræstingum, bygging-
ariðnaði og öðrum iðnaði og stjórn-
endur tækja og bíla. Þess vegna
hætta fólksflutningar, meðal ann-
ars Strætó.
Ferðaþjónustan verður illa fyrir
barðinu á verkfallinu. Þannig verða
flestir stærri veitingastaðir lok-
aðir. Töluvert er um ferðafólk á
landsbyggðinni um þessar mundir
en Björn telur að því muni fækka
því það spyrjist út að verkföll séu
yfirvofandi. Verslanir verða opnar
en ljóst er að eitthvað getur gengið
á birgðir vegna verkfalls í mat-
vælafyrirtækjum og hjá flutninga-
fyrirtækjum. Þá geti hugsanlega
orðið röskun á öldrunarheimilum
og leikskólum vegna verkfalls
ræstingafólks hjá einkafyr-
irtækjum.
Verða að sýna fleiri spil
Næst verður fundað hjá Ríkis-
sáttasemjara á morgun. „Menn
verða að fara að semja. Atvinnu-
rekendur verða að sýna á fleiri
spil,“ segir Björn og bætir við:
„Kröfur okkar eru léttvægar, í
krónum talið, miðað við það sem
aðrir hópar hafa fengið. Menn
verða nú að setjast niður og hefja
samninga af einhverri alvöru.“
10 þúsund
starfsmenn
2.000 fyrirtækja
Víðtæk áhrif af tveggja daga verk-
falli sem Starfsgreinasambandið boðar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stopp Strætó gengur ekki í verk-
falli Starfsgreinasambandsins.
Verkföll SGS
» Dagana 6. og 7. maí verður
allsherjar vinnustöðvun hjá fé-
lögum Starfsgreinasambands
Íslands á landsbyggðinni.
» Sömuleiðis dagana 19. og
20. maí.
» Ótímabundin vinnustöðvun
hefst síðan á miðnætti aðfara-
nótt þriðjudagsins 26. maí,
hafi samningar ekki náðst fyrir
þann tíma.
» 10 þúsund félagar eru í
þessum verkalýðsfélögum og
starfa þeir hjá rúmlega 2.000
fyrirtækjum.
VR og Lands-
samband ís-
lenskra versl-
unarmanna
efna til at-
kvæðagreiðslu
um boðun
verkfalls um
miðjan mán-
uðinn, að sögn
Ólafíu B.
Rafnsdóttur, formanns félag-
anna. Aðgerðaáætlun VR verður
kynnt með fréttatilkynningu á
þriðjudagsmorgun.
Samningafundir VR og SA hjá
ríkissáttasemjara hafa verið ár-
angurslausir og því er boðað til
aðgerða. Viðræður Flóabanda-
lagsins eru í sömu stöðu en ekki
hefur verið tilkynnt um aðgerðir
félaga í þeirra röðum. Samflot
iðnaðarmanna er enn í við-
ræðum.
Atkvæði
um verkfall
VERSLUNARMENN
Ólafía B.
Rafnsdóttir
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
Alicante
frá kr.24.500
Flugsæti aðra leið með sköttum.