Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
Framkvæmdir standa nú yfir við Laugaveg í
Reykjavík, á gatnamótunum við Kringlumýrar-
braut. Hefur gatnamótunum því verið lokað frá
því á föstudaginn og er stefnt að því að opna
aftur á þriðjudagsmorguninn klukkan 7.
Ástæða lokunarinnar er að Orkuveitan vinnur
að því að leggja nýja vatnslögn þvert undir
Laugaveg. Upphaflega átti framkvæmdunum að
ljúka árdegis í dag en verkinu seinkaði þar sem
mikil mold og stórgrýti reyndist vera í und-
irfyllingu götunnar og kallar það á meiri jarð-
vegsskipti. Tefur það framkvæmdirnar því um
sólarhring.
Meðfram Kringlumýrarbraut er einnig unnið
að lagningu hjólastígs sem ná á niður að Sæ-
braut. Að sögn starfsmanns á umhverfis- og
samgöngusviði Reykjavíkurborgar er verkið
bútað niður og unnið í áföngum. Meðan á fram-
kvæmdum hefur staðið hefur umferð um veginn
verið beint inn á hjáleiðir og notar Strætó hjá-
leið um Borgartún og Nóatún. Hafa verið settar
upp upplýsingar við þær biðstöðvar sem tíma-
bundið falla úr þjónustu. Gangandi og hjólandi
vegfarendur geta þó áfram komist stíginn sem
liggur meðfram Laugavegi en eru þeir beðnir
um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið þar
til vinnu lýkur á þriðjudagsmorgninum.
Nýrri vatnslögn komið fyrir undir Laugavegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir í veðurblíðunni um helgina
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkisendurskoðun segir að ekki
verði ráðið af fyrirliggjandi gögnum
að meint hagsmunatengsl formanns
verðlagsnefndar búvara og ráðgjaf-
arnefndar um inn- og útflutning
landbúnaðarvara hafi haft áhrif á
störf nefndanna eða niðurstöður
þeirra. Jafnframt kemur fram það
mat stofnunarinnar að mikilvægt sé
að óhlutdrægni þeirra sem sitja í
nefndum á vegum ríkisins verði ekki
dregin í efa með réttu.
Atvinnuvegaráðuneytið óskaði
eftir því að Ríkisendurskoðun kann-
aði stjórnsýslu nefndanna. Tilefnið
var opinber umræða um hæfi for-
manns beggja nefndanna, Ólafs
Friðrikssonar, skrifstofustjóra í at-
vinnuvegaráðuneytinu. Meðal ann-
ars kom fram í Kastljósi Sjónvarps-
ins að hann hafði setið í stjórnum
fyrirtækja sem tengjast Kaupfélagi
Skagfirðinga sem er annar eigandi
Mjólkursamsölunnar og á hagsmuna
að gæta við störf nefndanna.
Skipað verði í verðlagsnefnd
Fram kemur í niðurstöðum könn-
unar Ríkisendurskoðunar að verð-
lagsnefnd búvöru hafi alltaf komist
að sameiginlegri niðurstöðu í for-
mannstíð Ólafs og því aldrei reynt á
lagaákvæði um að oddaatkvæði hans
ráði úrslitum falli atkvæði jöfn.
Sömu sögu er að segja um ráðgjafar-
nefndina. Hún hefur alltaf komist að
sameiginlegri niðurstöðu fyrir utan
eitt skipti og aldrei hefur reynt á
oddaatkvæði formanns.
Ekki eru gerðar athugasemdir við
stjórnsýslu nefndanna. Þær hafi
unnið í samræmi við ákvæði búvöru-
laga. Tekið er fram að efasemdir um
hæfi formanns nefndanna hafi ekki
komið frá þeim aðilum sem tilnefna
fulltrúa í nefndirnar og „af gögnum
málsins verður ekki ráðið að meint
hagsmunatengsl hans hafi haft áhrif
á störf nefndanna eða niðurstöðu
þeirra“.
Í ábendingum til ráðuneytisins
lagði Ríkisendurskoðun áherslu á að
verklagsreglur nefndanna yrðu
skráðar og fundargerðir ráðgjafar-
nefndarinnar birtar opinberlega.
Ráðuneytið tekur undir það. Eins að
tryggt yrði að hæfi þeirra fulltrúa
sem það skipar í nefndir sé hafið yfir
allan vafa.
Ríkisendurskoðun bendir á að
ekki hefur verið skipað í verðlags-
nefnd búvara fyrir yfirstandandi ár.
Það er vegna þess að fulltrúar aðila
vinnumarkaðarins vilja ekki tilnefna
fulltrúa fyrr en fyrir liggur niður-
staða skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ
um verðþróun mjólkurafurða.
Ekki áhrif á niðurstöðu
Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemdir við stjórnsýslu búvörunefnda
atvinnuvegaráðuneytisins vegna meintra hagsmunatengsla formanns þeirra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mjólk Verðlagsnefnd ákvarðar
heildsöluverð á mjólk og kindakjöti.
Enn er stöðugt vatnsrennsli í Vaðla-
heiðargöngum Fnjóskadalsmegin,
og er enn í skoðun hvernig best sé að
bregðast við því. Enn er ekki á
hreinu hversu mikið framkvæmdir
við göngin munu tefjast vegna máls-
ins, en nýleg áætlun Vaðlaheiðar-
ganga hf. gerir ráð fyrir verklokum
vorið 2017.
Einar Hrafn Hjálmarsson, staðar-
stjóri Ósafls, aðalverktaka Vaðla-
heiðarganga, segir að vatnsrennslið
hafi minnkað nokkuð frá því að lek-
inn kom upp, en að það sé enn stöð-
ugt. Hann segir að rennslið sé ein-
hvers staðar á milli 400 og 500 lítrar
á sekúndu.
Einar Hrafn segir að málið sé enn
í skoðun, en gat ekki sagt hvort nið-
urstaða fengist í þessari viku eða
hvort það yrði síðar. „Menn eru bara
að meta stöðuna þessa dagana.“
Einar Hrafn sagði að bormenn
hefðu ekki verið færðir til þess að
bora Eyjafjarðarmegin í göngunum,
heldur sinntu þeir ýmsum störfum
þar sem þeir væru. sgs@mbl.is
Vatns-
rennslið
stöðugt
Göng Vatnsrennsli frá Vaðlaheiði.
Milli 400 og 500
lítrar á sekúndu
Tveir erlendir ferðamenn sem fluttir
voru á Landspítala eftir bílveltu við
Suðurlandsveg austan við Hvolsvöll
á laugardaginn hafa verið útskrifað-
ir af gjörgæslu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Hvolsvelli var bílnum ek-
ið í vesturátt þegar óhappið átti sér
stað. Bifreiðin fór yfir á rangan veg-
arhelming og svo sjást bremsuför
yfir á réttan vegahelming þar sem
bíllinn fór út af og valt. Rannsókn
lögreglu stendur enn yfir. Vitni varð
að bílslysinu en viðkomandi ók bif-
reið sinni á eftir bíl ferðamannanna.
Útskrifaðir
af gjörgæslu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Brynja B. Halldórsdóttir
Stefán Gunnar Sveinsson
Niðurstaða könnunar sem MMR gerði í síð-
asta mánuði er sú að nær 4/5 landsmanna,
eða 78%, eru andvígir því að neyðarbraut á
Reykjavíkurflugvelli sé lokað. Sé aðeins
horft á íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja 74%
ekki að brautinni verði lokað. Sé aðeins horft
á Reykjavík þá eru 68% íbúa andvíg lokun
brautarinnar. 66,4% aðspurðra voru afar
andvíg og 11,4% frekar andvíg. Þá voru að-
eins 7,8% frekar fylgjandi lokun og 14,2%
mjög fylgjandi.
Konur voru líklegri til að vera andvígar
lokun flugbrautarinnar en karlar. 70,1%
kvenna er mjög andvígt lokun brautarinnar
en 63,5% karla. Þá var andstaða landsbyggð-
arfólks sýnilega meiri en höfuðborgarbúa en
56,1% höfuðborgarbúa var andvígt lokun
brautarinnar í samanburði við 81,6% íbúa
landsbyggðarinnar. Einnig minnkaði and-
staða við lokun eftir því sem heimilistekjur
aðspurðra jukust.
Langmest andstaða við lokun er meðal
kjósenda Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks en 89% kjósenda þess fyrrnefnda eru
andvíg og 82,3% þess síðarnefnda.
Þá eru kjósendur Samfylkingarinnar lík-
legastir til að vera mjög fylgjandi lokun, eða
37%. Næst á eftir koma kjósendur Pírata
með 28%. Þá vekur athygli að aðeins 27,1%
kjósenda Samfylkingarinnar er mjög andvígt
lokun brautarinnar.
Könnunin var unnin af MMR dagana 16.-
21. apríl 2015 og spurt var „Ert þú fylgjandi
eða andvíg(ur) því að flugbraut 06/24 á
Reykjavíkurflugvelli, oft nefnd neyðarbraut,
verði lokað?“
Umhugsunarverð niðurstaða
Hjartað í Vatnsmýri, sem barist hefur
gegn lokun brautarinnar, segir í tilkynningu
að þetta séu mikil tíðindi. Vilji landsmanna
sé skýr og sérstaklega sé merkilegt að sjá
68% Reykvíkinga andvíg lokun braut-
arinnar.
Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í
Vatnsmýri, segir niðurstöðuna sýna einhug
landsmanna og höfuðborgarbúa í flugvallar-
málinu. „Hér er spurt um nákvæmlega það
sem er að gerast núna á vellinum, tilraunir
borgarinnar til að loka neyðarbrautinni.
Enginn þarf nú að efast um afstöðu lands-
manna til neyðarbrautarinnar. Niðurstaðan
hlýtur að vekja stjórnmálamenn til umhugs-
unar,“ segir Friðrik.
Hann bætir við að vilji meirihluti borg-
arstjórnar Reykjavíkur fylgja eftir yfirlýs-
ingum sínum um að lýðræðið skipti þá máli
verði þeir að taka þessa könnun til greina.
„Það er komið ár síðan við afhentum Alþingi
undirskriftalista, og hálft annað ár síðan við
afhentum listann, þar sem 70.000 manns
skrifuðu undir til Reykjavíkurborgar, og á
þeim tíma voru mjög svipaðar niðurstöður úr
skoðanakönnunum sem bentu til að Reykvík-
ingar styddu við flugvöllinn heilshugar.“
Friðrik segir niðurstöðuna í raun staðfesta
það sem hafi legið í loftinu, að Reykvíkingar
vilji ekki að flugvellinum verði lokað.
78% andvíg lokun neyðarbrautar
Kjósendur Samfylk-
ingarinnar líklegastir
til að styðja lokun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugvöllurinn Nýverið var haldið upp á hálfr-
ar aldrar afmæli þyrlu Landhelgisgæslunnar.