Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur Nicolás Maduro, forseti Venesúela, tilkynnti á föstudag að lágmarkslaun skyldu hækka um 30%. Maduro greindi frá þessu á baráttudegi verkalýðsins að viðstöddum herskara rauðklæddra stuðningsmanna sósíal- istaflokksins, og sagði hann hækk- unina m.a. nauðsynlega vegna ákvæða stjórnarskrárinnar. Í 91. gr. stjórnarskrár landsins er kveðið á um að ríkið tryggi starfs- mönnum jafnt í opinbera geiranum sem einkageiranum laun er duga fyr- ir lágmarksframfærslu. Spáir 7% samdrætti Hagkerfi Venesúela hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og verulegur skortur á ýmsum lífsnauð- synjum í landinu, sem býr að miklum olíulindum en hefur verið undir stjórn sósíalista svo árum skiptir. Að sögn MarketWatch búast hagfræðingar við því að verðbólga muni ná þriggja stafa tölu á þessu ári. Undanfarið ár hefur gjaldmiðillinn, bólivar, misst 75% af virði sínu. AGS spáir því að hagkerfi landsins dragist saman um 7% á þessu ári. Maduro hét því einnig á föstudag að skipaðir yrðu eftirlitshópar sem myndu fylgjast með starfsemi mat- vælaframleiðenda og annarra einka- rekinna framleiðslufyrirtækja sem forsetinn hefur sakað um að spilla fyrir hagkerfinu til að koma vinstri- stjórninni frá völdum. Gagnrýnendur stjórnvalda hafa bent á að sökina sé frekar að finna í víðtækum afskiptum yfirvalda sem meðal annars hafa falið í sér að setja lögbundið hámarksverð á fjölda neysluvara, en það er svo lágt að það nær ekki að standa undir framleiðslukostnaði. ai@mbl.is AFP Loforð Nicolás Maduro á 1. maí hátíðahöldum í Karakas. Venesúela glímir við verðbólgu og vöruskort þrátt fyrir að vera auðugt af náttúruauðlindum. Lágmarkslaun hækka um 30% í Venesúela  Búist við að verðbólgan fari upp í þriggja stafa tölu á árinu Metfjöldi hluthafa mætti á aðalfund Berkshire Hathaway sem haldinn var í Omaha, Nebraska, um helgina. Fin- ancial Times segir andrúmsloftið hafa verið hátíðlegt en fundurinn markaði fimmtíu ára stjórnartíð Warrens Buffetts hjá félaginu sem í dag er metið á 309 milljarða dala og hefur á að skipa 302.000 starfsmönnum. Er Berkshire fimmta verðmætasta hlutafélagið á heimsvísu, á eftir ICBC, China Construction Bank, Agricultural Bank of China og JPMorgan Chase. Sást vel að Buffett á sér marga eld- heita aðdáendur en gestir aðalfund- arins gátu m.a. keypt hvers kyns minjagripi með ásýnd fjárfestingajöf- ursins, allt frá tómatsósupakkningum til stuttbuxna. Vangaveltur um viðskiptahætti Að sögn MarketWatch voru hlut- hafar engu að síður beinskeyttir í spurningum sínum til framkvæmda- stjórans. Inntu hluthafar Buffett m.a. eftir skýringum á nýlegri úttekt Seattle Times á lánveitingum Clayton Homes, dótturfyrirtækis Berkshire, sem sakað er um svk. „predatory lending“ þar sem lán eru veitt ein- staklingum sem búast má við að geti ekki staðið undir greiðslubyrðinni. Einnig spurðu hluthafar krefjandi spurninga um 3G Capital sem hefur unnið með Berkshire að kaupum á HJ.J. Heinz og Kraft Foods. Hefur 3G verið gagnrýnt fyrir harkalegar niðurskurðaraðgerðir sem kostað hafa ófá störf. FT segir svör Buffetts sýna að hann skammast sín ekki fyrir að vera kapítalisti. Varðandi Clayton Homes benti hann á að fyrirtækið þjónusti einkum lágtekjufólk og þurfi því eðli málsins samkvæmt að ákveða um lán- veitingar til einstaklinga með lítið lánshæfi. Varðandi 3G benti hann á að hluti af því að reka fyrirtæki á skil- virkan hátt sé að hafa ekki fleiri starfsfmenn en þarf. „Við gætum haft 500 manns á aðalskrifstofunni okkar,“ sagði hann en á skrifstofunni starfa í dag 25 manns.“ Gestir spurðu líka um mögulegan arftaka leiðtogans en Buffett gaf ekk- ert í skyn um hver væri líklegur til að taka við. Hann svaraði þó að hann myndi ekki vilja að næsti fram- kvæmdastjóri yrði einhver sem hefði eingöngu reynslu af fjárfestingasvið- inu. ai@mbl.is Hluthafar gefa Buffett engin grið  Húllumhæ á árlegum aðalfundi Berkshire Hathaway AFP Harður Buffett fékkst ekki til að segja mikið um væntanlegan arftaka. Í október greindi Wall Street Journal frá því að hópur fjárfesta frá Hong Kong og Abu Dhabi hefði boðið jafnvirði 1,9 milljarða dala í íþróttamerkið Reebok, sem Adidas eignaðist fyrir átta árum. Nú hefur Herbert Heiner, for- stjóri Adidas, sagt að Reebok verði ekki selt. Kom þetta fram í viðtali sem birt var í vikuritinu Frankfurt- er Allgemeine Sonntagszeitung, sem birt var á sunnudag. Hainer sagði sölu á Reebok varla fræðilegan möguleika því fyrir- tækin tvö hafa samtvinnast svo rækilega. Rekstur Reebok hefur þó gengið illa undanfarin átta ár. Nú virðist fyrirtækinu hafa tekist að snúa dæminu við og þykja rekstrar- horfur Reebok ágætar. MarketWatch bendir á að þó Ree- bok sé aftur farið að skila hagnaði þá stendur eftir að merkið á erfitt uppdráttar á Bandaríkjamarkaði þar sem Reebok féll í fyrsta skipti niður í 3. sæti á lista yfir vinsælustu íþróttamerkin. ai@mbl.is AFP Heild Herbert Hainer, stjórnandi Adidas, segir fyrirtækin samtvinnuð. Adidas vill ekki selja Reebok Sölutölur úr bandaríska bílageir- anum sýna að neytendur eru farnir að kaupa dýrari bíla en áður. Meðal- bíllinn sem seldist í mánuðinum var hundruðum dala dýrari en í sama mánuði í fyrra, segir í Wall Street Journal. Er þess vænst að sala á fólksbílum vestanhafs fari yfir sautján milljóna bíla markið á árinu, í fyrsta skipti síðan snemma á síðasta áratug. Neytendur leita í auknum mæli í bifreiðar í lúxusflokki og kaupa bíla með meira af aukabúnaði. Þá hefur sala á pallbílum og jeppum aukist, og er sú þróun m.a. talin drifin áfram af lækkandi eldsneytisverði. ai@mbl.is Bílasala vestanhafs er að glæðast AFP Útgjöld Neytendur velja dýrari bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.