Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
Sumardrykkur 300,-
Se
nd
um
íp
ós
tk
rö
fu
·
s.
52
88
20
0
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ýmislegur ávinningur gæti fylgt
kynbótum á fjallaþin til ræktunar á
jólatrjám innanlands. Ekki aðeins
myndi sparast talsverður gjaldeyrir
með minni innflutningi og störf
skapast í skógrækt. Heldur er líka
um heilbrigðismál fyrir skógrækt að
ræða því nokkur áhætta fylgir því að
flytja inn hátt í 40 þúsund jólatré á
ári með möguleikum á margvís-
legum sjúkdómum og hugsanlega
öðrum skaðvöldum sem skaða gróð-
ur, að sögn Brynjars Skúlasonar,
sérfræðings hjá Skógrækt ríkisins
og doktorsnema við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
Nýtt skref verður stigið í þessu
kynbótaverkefni í mánuðinum er
farið verður að græða sprota af völd-
um einstaklingum fjallaþins á þin-
stofna á Vöglum í Fnjóskadal.
Brynjari til trausts og halds verður
danskur garðyrkjumaður með mikla
reynslu í að ágræða normannsþin,
en normannsþinur hefur um árabil
verið vinsælasta jólatréð á íslensk-
um heimilum. Svo hann þrífist vel
þarf hann almennt hærra hitastig en
er í boði hér á landi, en mögulega
getur fjallaþinur komið í stað hans.
Bestu kvæmin koma frá
Colorado og Nýju Mexíkó
„Í raun hófst þetta verkefni aust-
ur á Hallormsstað fyrir 15 árum,“
segir Brynjar. „Í samstarfi við Dani
og Norðmenn var safnað fræjum af
kvæmum eða staðarafbrigðum
fjallaþins á nánast öllu útbreiðslu-
svæði hans í Norður-Ameríku.
Bestu kvæmin komu úr 2-3.000 m
hæð í Colorado og Nýju Mexíkó.
Ekki er víst að þessi kvæmi henti á
láglendi sunnan- og vestanlands
enda mögulega of vetrarmilt þar fyr-
ir fjallaþin almennt.
Fimm ára gömul tré voru gróður-
sett í tilraunaskyni í Danmörku,
Noregi og hér á Íslandi. Vel hefur
verið fylgst með framvindunni, hvað
lifir og hvað deyr, hvernig kvæmin
vaxa og þrífast og hvaða kvæmi sýna
bestu eiginleika jólatrjáa, eins og lit,
form, barrheldni og almenna
hreysti.
Ágræðsla eins og í eplarækt
Núna er ég að vinna bæði úr
dönsku tilrauninni og þeirri ís-
lensku. Þegar er búið að finna bestu
kvæmin eða staðarafbrigðin og velja
bestu einstaklingana sem kynbóta-
tré. Trén eru orðin stór og því er
ekki hægt að taka þau og safna sam-
an á einn stað.
Þess í stað voru greinarnar klippt-
ar og sprotum safnað meðan trén
voru í dvala og þeir geymdir í kæli.
Nú er komið að ágræðslu eins og
gert er til dæmis í eplarækt. Hægt
er að nota grunnstofna af hvaða þin-
tegund sem er, en við notum ein-
göngu grunnstofna fjallaþins sem
við eigum. Við bíðum bara eftir vor-
inu.“
Fimm ár í fyrsta fræið
Fjallaþinur byrjar að bera fræ við
20 ára aldur og greinarnar voru
klipptar af trjám 20 ára gamalla ein-
staklinga. Strax í sumar kemur í ljós
hvort ágræðslan hefur tekist, en
vonast er til að ágræddu trén fari að
blómgast og bera fræ inni í gróður-
húsi innan fimm ára. Fimm ár gætu
verið í fyrsta fræið og miðað við
vaxtarhraða trjánna gætu verið um
15 ár í fyrstu kynbættu jólatrén á
markað. Þangað til verða ræktuð
jólatré af bestu kvæmum fjallaþins.
Áætlað hefur verið að 50 þúsund
lifandi tré prýði stofur landsmanna á
jólum og af þeim séu um 20% rækt-
uð innanlands. Brynjar segir því
blasa við hversu mikið hagsmunamál
það sé í efnahags- og atvinnulegu til-
liti að auka innlenda framleiðslu.
Erum of kærulaus
„Ef við ætlum að taka skrefið
áfram þarf að leggja í þessa vinnu
við kynbætur,“ segir Brynjar og
ítrekar að um mikið heilbrigðismál
fyrir skógrækt sé að ræða. „Við er-
um of kærulaus í þessum efnum, til
dæmis er hætt að hirða jólatré í
Reykjavík og það er undir hælinn
lagt hvað verður um trén. Kannski
liggja þau í garðinum hjá fólki til
vorsins, án þess að við vitum hvað
þau bera með sér og hvort þau geta
smitað gróður í görðum.“
Ávinningur af innlendri ræktun
Kynbætur á jólatrjám meðal vorverkanna á Vöglum Fjallaþinur gæti komið í stað normannsþins
í stofum landsmanna á jólum Mikið hagsmunamál en jafnframt heilbrigðismál fyrir skógræktina
Framtíðin Brynjar Skúlason við myndarlegan fjallaþin. Jólatré af þessari
tegund gætu í auknum mæli tekið við af normannsþin eftir nokkur ár.
Auk starfa sinna í skógræktinni er Brynjar með búskap að Hólsgerði,
innsta bæ í Eyjafirði, ásamt konu sinni, Sigríði Bjarnadóttur, og börn-
unum Frey, Fjölni, Kristínu og Kolbrá. Sauðburður er byrjaður hjá þeim,
enda voru þau sannfærð um að vorið kæmi snemma í ár með sól og blíðu.
Í fjárhúsunum eru rúmlega 100 ær, en þau eru einnig með á þriðja tug
hesta.
„Það verður kalt áfram næstu daga, en það ættu ekki að verða vanda-
mál hjá okkur enda nóg pláss í húsunum. Reyndar hefur veturinn verið
góður hérna og þessi litli snjór sem kom í norðanveðrinu síðustu daga
verður fljótur að fara. Svo kemur besta sumar nokkru sinni,“ segir Brynj-
ar.
Nóg pláss í fjárhúsunum
BESTA SUMAR NOKKRU SINNI FRAMUNDAN
Búið með hesta og kindur Séð heim að Hólsgerði, innsta bæ í Eyjafirði.
„Ég held að þetta sé endurómur af
því að í langan tíma hafa menn gert
kvótakerfið að einhverjum óvini og
halda að með þessu frumvarpi sé
verið að setja makrílinn í samskon-
ar kerfi,“ segir Sigurður Ingi Jó-
hannsson sjávarútvegsráðherra um
undirskriftasöfnunina sem nú
stendur yfir þar sem skorað er á
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís-
lands, að vísa breytingum á lögum
um fiskveiðar í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Yfir 25 þúsund manns
höfðu í gærkvöldi skrifað undir
áskorunina.
Má ekki vera styttri tími
Í frumvarpi Sigurðar Inga er lagt
til að veiðiheimildum verði úthlutað
til sex ára í senn en fram að þessu
hefur þeim verið úthlutað ótíma-
bundið. Sigurður Ingi segir sex ár
ekki langan tíma og langt frá því að
um varanlega úthlutun sé að ræða.
„Það má ekki vera styttri tími
þegar talað er um stöðugleika. Mað-
ur veltir því fyrir sér á hvaða grunni
þessi undirskriftasöfnun er, að því
leyti að með þessu frumvarpi er ver-
ið að taka tillit til þessara sérstöku
aðstæðna sem uppi eru með makríl-
inn. Hann er nýr stofn sem ekki hef-
ur verið settur
inn og þess vegna
er verið að fara
aðra leið.“
Svipað og í
Danmörku
Sigurður Ingi
bendir á að í
Danmörku sé
makríl úthlutað
til átta ára í senn
eftir að fyrst var úthlutað til sex
ára. „Þar hef ég ekki orðið var við
umræðu um að með því að gefa út
veiðileyfi til þetta margra ára og
hækka gjald sé verið að gefa nein-
um manni neinn kvóta. Auðvitað er
þetta allt þjóðareign alveg eins og
hér. Við erum að reyna að fara milli-
leið sem tryggir fyrirsjáanleika með
skýrum hætti,“ segir Sigurður Ingi.
Í áskoruninni segir að skorað sé á
forsetann að vísa hverjum þeim lög-
um í þjóðaratkvæðagreiðslu þar
sem fiskveiðiauðlindunum er ráð-
stafað til lengri tíma en eins árs á
meðan ekkert ákvæði um þjóðar-
eign á auðlindum hefur verið sett í
stjórnarskrá og þjóðinni ekki tryggt
fullt gjald fyrir afnot.
if@mbl.is
Ekki ótíma-
bundin úthlutun
25.000 manns skrifa undir áskorun
Sigurður Ingi
Jóhannsson