Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Talningar og rannsóknir á margæs sem er nú að flykkjast til landsins á leið sinni frá Írlandi til Kanada vik- unni hefjast í vikunni. „Þetta er sam- starfsverkefni á milli Háskóla Ís- lands, Háskólans í Exeter, Náttúru- fræðistofnunar og írsks margæsa- merkingarteymis,“ segir dr. Freydís Vigfúsdóttir dýravistfræðingur. „Margæsir eru svo til nýkomnar til landsins og fleiri eru að bætast við hópinn. Það eru þó einhverjar enn á Bretlandseyjum sem leggja af stað á næstu dögum líklegast. Þetta er hin kviðljósa undirtegund margæsar- innar sem vetrar sig á Írlandi og flýg- ur svo þvert yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Því næst heldur hún beinustu leið yfir Græn- land til Norður-Kanada. Verkefnið gengur út á að fylgja fuglunum á vetrar-, far- og varpstöðvarnar, bæði á leið fram og til baka.“ Þyngjast um kíló á Íslandi Alls dveljast gæsirnar hér í fjórar til fimm vikur. Þær fylla á tankinn áð- ur en lengra er haldið. Að sögn Frey- dísar getur ein gæs þyngst um allt að heilu kílói á farstoppi sínu hér á landi. Á Íslandi má helst finna gæsirnar á svæðinu frá Eyrarbakka upp á Snæ- fellsnes. Stór hluti stofnsins er svo á höfuðborgarsvæðinu, í Hafnarfirði, Álftanesi og á Seltjarnarnesi. Mæl- ingarnar eru að mestu framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu. „Styrkurinn við þessar mælingar er að við náum að fylgjast með sömu einstakling- unum á mismunandi svæðum á öllum tíma farsins. Þetta er því góð leið til þess að mæla atferli og ástand sömu einstaklinga ár eftir ár. Þetta verk- efni snýr svo að því að fylgjast með þeim á öllum viðkomustöðum.“ Fylgist með stressi „Minn hluti snýr einkum að því að fylgjast með stressi og truflun í hópn- um með því að m.a. mæla stress- hormónin og hvernig fuglarnir bregð- ast við áreiti. Þeir dveljast hér m.a. í nágrenni við mannfólkið og er þetta því góður vettvangur til þess að sjá hvernig fuglarnir bregðast við áreiti og gæti einnig hjálpað okkur með vernd fuglanna í framtíðinni,“ segir Freydís. Fylgst með fuglunum á leið til Kanada Morgunblaðið/Ómar Golf Margæsirnar halda meðal annars til á golfvellinum á Seltjarnarnesi á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. Þar fita þær sig fyrir framhaldið.  Margæsin merkt og talin á Álftanesi  Mæla stress og viðbrögð við áreiti Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikill hugur í mönnum, allt- af spenningur að byrja,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Strand- veiðitímabilið hefst í dag á öllum svæðum og þá hefst kapphlaupið því frjáls veiði er úr sameiginlegum kvótum hvers svæðis. Fiskistofa hefur ekki birt fjölda þeirra sem fengið hafa leyfi til strandveiða nú í upphafi vertíðar. Örn áætlar að fjöldinn sem byrji sé svipaður og á síðasta ári, um 400 hafi fengið leyfi. Eru það færri leyfi en sóttu var um á árunum þar á undan. Verkfall Starfsgreinasambands- ins á miðvikudag og fimmtudag get- ur sett strik í reikninginn hjá smá- bátasjómönnum. Ekki þýðir að róa nema hægt sé að landa aflanum og koma honum í verð. Örn hvetur þá smábátasjómenn sem ætla að róa á þriðjudag og verkfallsdagana að kynna sér vel hvernig móttöku á fiski verður háttað á þeirra svæði og skipuleggja veiðar eftir því. Vilja bæta í pottinn Á síðasta ári lauk maíveiðum á vestursvæði fyrir miðjan mánuðinn en þaðan eru flestir bátarnir gerðir út og á suðursvæði litlu seinna. Örn gerir sér vonir um að bætt verði í strandveiðipottinn, að minnsta kosti 2.000 tonnum. Svigrúm ætti að vera til þess. „Ekki veitir af á Breiðafirði og Vestfjarðasvæðinu svo þeir geti róið eitthvað karlarnir,“ segir Örn og reiknar með að mesta aukningin komi á svæði A og B þar sem kvót- inn klárist fyrst að jafnaði. Á svæð- unum fyrir norðan og austan sé lítið stopp. „Við höfum fengið góðan stuðning hjá byggðarlögunum við þessar til- lögur enda hafa strandveiðarnar skapað líf við höfnina á mörgum stöðum á sumrin,“ segir Örn. Verða að skipuleggja veiðar eftir verkfalli  Hugur í trillukörlum á fyrsta degi strandveiða Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjómaður Guðmundur Rúnar Ævarsson býr sig undir vertíðina. „Það er talsverður undirbúningur og kostnaður við að komast á flot. Eftir sumarið er það bara ánægjan sem situr eftir, ef hún verður þá komin,“ segir Guðmundur Rúnar Ævarsson sjómaður sem var að gera bát sinn kláran fyrir strandveiðitímabilið. Guðmundur gerir út frá Grundarfirði, að minnsta kosti í upphafi vertíðar, en segir ekki ólíklegt að hann færi sig yfir Breiðafjörð síðar, ef betur veiðist þar. Hann starfar sem sjómaður allt árið og er nú búsettur á Bíldudal. Guðmundur átti eftir að skoða veðurspána fyrir dag- inn í dag en sagðist reikna með að róa. Allavega að prófa og sjá til. Hann er á litlum, hæggengum bát og fer ekki langt. „Ég fer út á fjörðinn, ekki nema fimm til tíu mílur úr höfn.“ Allmargir smábátar eru gerðir út á strandveiðar frá Grundafirði, hátt á þriðja tuginn áætlar Guðmundur. „Þótt þetta sé ekki mikill afli í heildina munar um hann í bæjarfélaginu. Það sækja margir í þennan pott. Ef veður er sæmilegt og gott fiskirí tekur það ekki nema 5 til 6 daga að klára kvótann. Ef illa gengur, eins og tvö síðustu ár, teygist eitthvað úr þessu,“ segir Guðmundur Rúnar. Afkoman hefur ekki alltaf verið góð, eins og Guðmundur getur um í upphafi. Bara ánægjan sem situr eftir að sumri loknu Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna hafi verið lögfestur hér á landi fyrir rúmum tveimur ár- um er víða pottur brotinn þegar kemur að því að framfylgja honum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eftirlit með innleið- ingu Barnasáttmálans, en öllum ríkjum sem hafa fullgilt hann ber að mæta fyrir nefndina á fimm ára fresti. Í kjölfar fyrirtöku nefndar- innar með einstökum ríkjum fá þau athugasemdir frá nefndinni sem ætlast er til að þau fylgi við innleið- ingu sáttmálans. Öll ríki nema tvö hafa fullgilt samninginn Síðasta fyrirtaka íslenska ríkisins fyrir nefndinni var árið 2011. Nefnd- in gerði þá fjölda athugasemda við framkvæmd Barnasáttmálans hér en nú, fjórum árum síðar, vantar mikið upp á að Ísland hafi bætt úr því sem fundið var að af hálfu barna- réttarnefndarinnar og því ljóst að lög eru brotin á börnum hér á landi. Barnasáttmálinn er alþjóðlegur samningur sem viðurkennir mann- réttindi barna. Hann leggur þá skyldu á aðildarríki að þau tryggi að hvert barn, án nokkurrar mismun- unar, njóti sérstakrar verndar og umönnunar, að það geti að fullu þroskað hæfileika sína og getu, vaxi úr grasi við ást, skilning og ham- ingju og sé upplýst um og taki þátt í að móta málefni sem það varða. Öll ríki heims utan tvö hafa full- gilt Barnasáttmálann. Einungis Suður-Súdan og Bandaríkin hafa ekki fullgilt sáttmálann þótt bæði ríkin hafi skrifað undir hann. Jafnræði ekki tryggt þegar upplýsingar liggja ekki fyrir Hjördís Eva Þórðardóttir, rétt- indafræðslufulltrúi UNICEF á Ís- landi, er ein þeirra sem hafa vissar áhyggjur af stöðu mála enda stytt- ist óðum í næstu yfirferð barna- réttarnefndar SÞ á því hvernig Barnasáttmálanum er framfylgt hér á landi. Í lokaathugasemdum sínum hef- ur nefndin ítrekað bent á að hér safni stjórnvöld ekki saman gögn- um með markvissum hætti um lífs- skilyrði barna hér á landi. En ein af grundvallarforsendum Barnasátt- málans er jafnræði og bann við mis- munun. Að sögn Hjördísar er í raun ekki hægt að gæta þess að börn sitji hér við sama borð, hverjar sem aðrar aðstæður þeirra eru, ef ekki er haldið utan um slíkar upplýsingar á einum stað. Mismunandi aðstæður eftir sveitarfélögum „Til að mynda er afar ólíkt milli sveitarfélaga hvernig haldið er utan um málefni barna og ungmenna. Það er takmarkað samræmi í þeirri þjónustu sem sveitarfélög bjóða upp á,“ segir Hjördís og nefnir sem dæmi að stuðningur sem sveitar- félög veita börnum með hvers kyns skerðingar geti verið mjög misjafn. Barn með t.d. geðröskun eða downs-heilkenni gæti átt rétt á stuðningi í ákveðinn fjölda klukku- stunda í viku í einu sveitarfélagi en svo mun færri í því næsta. Það er ekki sama í hvaða sveitarfélagi barnið býr hvað varðar þjónustu og aðstoð. »Lesa má viðtalið í heild á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Pottur brotinn Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi UNICEF á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðu barnaréttarmála hér á landi. Stjórnvöld brjóta lög á börnum  Barnasáttmáli SÞ í brennidepli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.