Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Deilur Íslands við nágrannaþjóð-ir og Evrópusambandið um flökkustofna ættu að vera stöðug áminning um hvaða afleiðingar það hefði að Ísland gerðist aðili að Evr- ópusambandinu.    Íslendingar hafaá undan- förnum árum þurft að berjast fyrir rétti sínum til að veiða makríl og kolmunna. Eins og greint var frá í fréttaskýringu í Morgunblaðinu um helgina eru átök um kolmunn- ann hafin aftur eftir tíu ára langan frið vegna samninga sem náðust ár- ið 2005.    Nú krefjast Evrópusambandiðog Færeyingar þess að hlutur okkar minnki úr tæpum 18% í innan við 5% og með því yrðum við af milljörðum króna í útflutnings- tekjum á ári.    Enginn þarf að efast um að hlut-ur okkar í þessum veiðum og öðrum yrði sá sem Evrópusam- bandið vill ef við seldum okkur þangað inn og féllumst þannig á yfirstjórn sambandsins yfir sjávar- auðlindinni.    Engu að síður eru þeir enn tilsem berjast fyrir því að Ísland gangi í sambandið, og það jafnvel eftir að ljóst er að upp úr aðlög- unarviðræðunum slitnaði vegna þess að Evrópusambandið fylgdi fiskveiðistefnunni fast fram.    Stefna ríkisstjórnarinnar og bréfutanríkisráðherra til að árétta hana gagnvart Evrópusambandinu hefur engu breytt um þetta. Aðild- arsinnar eygja enn von um að dyrn- ar kunni fyrirvaralaust að opnast á ný verði Íslendingar reiðubúnir til að falla frá rétti sínum til að ráða eigin auðlindum. ESB minnir enn á fiskveiðistefnuna STAKSTEINAR „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég heyri svona fréttir,“ segir Helgi Kristófersson, formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt, í samtali við mbl.is. Fjórir ungir karl- menn voru handteknir í Breiðholti á föstudagsnóttunni eftir að hafa unn- ið skemmdarverk á um 20 bílum í hverfinu. Voru speglar og rúður brotnar, þar af á 12 bifreiðum sem stóðu fyrir framan fjölbýlishús í neðra Breiðholti. Drengirnir fjórir eru allir sagðir á aldrinum 16-22 ára og voru þeir geymdir í fangageymslu yfir nóttina eftir að þeir voru hand- teknir. Eins og nágrannavarsla Miklar umræður spunnust um skemmdarverkin á Facebook-síðu íbúasamtakanna um helgina. Helgi segir að síðan virki eins og ná- grannavarsla þegar upp komi atvik sem þetta. „Fólk talar þarna saman. Þá heyr- ist af því að einhverjir séu farnir af stað sem verður til þess að fólk lítur í kringum sig. Lögregla fylgist líka með umræðunum þarna þegar hún hefur tíma,“ segir Helgi. ash@mbl.is Ljósmynd/Valur Tjón Skemmdarverk voru unnin á um 20 bifreiðum á föstudagskvöld. Ollu tjóni á bílum í Breiðholti  Skemmdarverk á um 20 bílum Slökkvilið telur að fuglar hafi vald- ið sinueldum bæði á 10-12 hektara svæði við Stokkseyri sl. föstudag og við Fáskrúðarbakka á sunnan- verðu Snæfellsnesi degi síðar. Bæði Þórður Þórðarson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi, og Bjarni Kr. Þorsteinsson, slökkvi- liðsstjóri í Borgarbyggð, sögðu í samtali við mbl.is, þegar þeir voru spurðir um eldsupptök, að líklegt þætti að fugl hefði flogið á há- spennulínu og það kviknað í hon- um. Jóhann Óli Hilmarsson, fugla- fræðingur segir þetta þó langsótta skýringu. Hann hafi skoðað vett- vang á Stokkseyri og séð línu tals- vert sunnar en eldurinn kom upp. „Það var norðanátt, þannig að þessi skýring um að fugl hafi valdið brunanum er mjög langsótt. Senni- lega hefur einhver kveikt í, hugs- anlega einhver viljað bæta beitina hjá sér.“ Jóhann kveðst ekki muna eftir atviki þar sem fugl hafi flogið á há- spennulínu og það valdið sinueldi. Hann segir það ekki útilokað en ansi stóran fugl þurfi til að orsaka neista, til dæmis álft sem sé nógu stór til að snerta tvo víra á sama tíma. „Það kemur reglulega fyrir að fuglar fljúga á háspennulínur en yfirleitt slasast þeir eða drepast án þess að valda neista.“ Aðspurður segir hann sinubrunana hafa átt sér stað langt frá friðlandi fugla. Þó sé hugsanlegt að einhverjar gæsir hafi misst hreiðrin sín. brynja@mbl.is Slökkvilið telur fugla hafa getað valdið sinubrunum  Afar langsótt, segir fuglafræðingur Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Sinueldar Tveir sinueldar áttu sér stað með aðeins eins dags millibili. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 4. maí, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg A lfreð Flóki A lfreð Flóki Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Veður víða um heim 3.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 heiðskírt Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 15 skúrir Brussel 17 skýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 7 skýjað London 17 léttskýjað París 18 léttskýjað Amsterdam 16 skýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 12 alskýjað Moskva 8 skýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 heiðskírt Róm 22 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 13 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 23 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:50 22:00 ÍSAFJÖRÐUR 4:38 22:22 SIGLUFJÖRÐUR 4:20 22:06 DJÚPIVOGUR 4:15 21:34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.