Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í ferðaþjónustu og mikla fjölgun gisti- rýma á Suðurlandi á undanförnu ári, virðist ekkert lát á bókunum. Elías Guðmundsson rekur bæði Hótel Eddu í Vík og Icelandair Hótel í Vík, ásamt Vilborgu Smáradóttur. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann hótelin tvö samanlagt geta hýst 160- 170 manns. Herbergin í þeim séu af- ar vel nýtt í sumar og júlí og ágúst séu bókaðir að fullu. ,,Við erum með fullan mannafla fram í október, sem hefur ekki gerst áður. Það má segja að sumarið hjá okkur hafi byrjað í lok apríl,“ segir hann og bætir við að herbergjanýt- ingin sé verulega góð sex mánuði á ári. ,,Hótel Edda í Vík er eina Eddu- hótelið sem er opið allan ársins hring og það er klárlega þörf á því.“ Þrátt fyrir góða nýtingu í sumar sé viðbúið að yfirvofandi verkföll muni setja strik í reikninginn. Að lokum bendir hann á að viðbúið sé að röskun verði á starfsemi hótelanna vegna verkfalla starfsfólks á næstu dögum. Nauðsynlegt verði að minnka um- svifin en óvíst sé fyrr en eftir á hvert heildartapið verði. ,,Ljóst er að hver dagur í verkfalli er skaði og ekkert annað.“ Sveitahótelið Smyrlabjörg, um 30 kílómetra frá Jökulsárlóni, er með gistingu fyrir 90 manns. Laufey Helgadóttir rekur hótelið ásamt eiginmanni sínum Sigurbirni Karls- syni. Að hennar sögn hefur uppbygg- ing og fjölgun gistirýma á svæðinu haft þau áhrif að færri daga á ári sé enga gistingu að fá. Áður fyrr hafi gisting verið ófáanleg nokkrar vikur á ári en núna sé aðeins um nokkra daga að ræða. ,,Ég get fullyrt að frá 20. júní til 20. ágúst er mjög vel bók- að í gistirýmum á svæðinu, þó ég geti ekki fullyrt að það sé fullt á öllum stöðum. Það er þó alls staðar vel bók- að, eftir því sem ég best veit.“ Hún segir mjög vel ganga að bóka gistingu fyrir sumarið á Hótel Smyrlabjörgum, einnig fyrir næsta sumar og í einhverjum tilvikum sé verið að bóka gistingu fyrir 2017. Hótelið er opið allt árið um kring og er einnig mikið bókað yfir vetr- artímann. „Síðustu þrjú ár hefur vetrarnýt- ingin tekið stakkaskiptum. Ég veit að bæði hér í kring og í Suðursveit hefur nýtingin á veturna verið mjög góð. Það varð stökkbreyting á þessum þremur árum.“ Þá kveðst hún finna fyrir breytingum á haustin og vísar m.a. til að ljósmyndarar komi í aukn- um mæli yfir vetrartímann. Laufey kveðst hafa áhyggjur af verkföllum starfsfólks enda séu næstu dagar fyrir löngu fullbókaðir. Hún muni þó ekki vísa fólki frá. Hverfi frá magntúrisma Dagný Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Suður- lands, telur að ferðamenn muni dreif- ast betur um landið þannig að markverðar breytingar verði á álags- stöðum. „Eins tel ég að ferðamenn muni dveljast lengur á landinu í einu og vera tilbúnir að ferðast lengra.“ Hún segir mikilvægt að hverfa frá magntúrisma og að laða að ferða- menn sem skilji eftir frekara fjár- magn í landinu. Vel bókað í hótel á Suðurlandi  Mikil fjölgun gistirýma á svæðinu virðist ekki metta eftirspurnina  Verkföll starfsfólks gætu sett strik í reikninginn  Hótel Smyrlabjörg er byrjað að bóka gistingar fyrir sumarið 2017 Morgunblaðið/Ómar Vík í Mýrdal er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og vel gengur að bóka gistingu fyrir ferðamenn þar. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Iðnaðarmenn vinna um þessar mundir að endurbótum á húsinu að Marbakka sem stend- ur við Fossvoginn í vesturbæ Kópavogs. Þetta er eitt elsta og sögufrægasta hús bæjarins, reist af hjónunum Finnboga Rúti Valdimars- syni og Huldu Jakobsdóttur, sem fluttu þangað 10. maí 1940, sama dag og Bretar hernámu Ís- land. Kópavogur var hluti af Seltjarnarnesi til árs- ins 1955 en varð þá sjálfstætt sveitarfélag. Þá varð Finnbogi Rútur bæjarstjóri og gegndi em- bættinu til 1957 en þá tók Hulda kona hans við og hafði starfið með höndum til ársins 1962. Sagan fer í hringi Það sem gerir endurbygginguna nú sér- staklega í frásögur færandi, er að húseigandinn er núverandi bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafs- son. Og kona hans heitir einmitt Hulda. Sagan fer alltaf í hringi, er stundum sagt og nú má segja að Marbakki verði aftur nokkurs konar bæjarbústaður Kópavogs, kaupstaðarins sem er 60 ára um þessar mundir. Afmælisdagur bæjarins er 11. maí og á næstu dögum verður tímamótanna minnst með fjölbreyttri og áhugaverðri dagskrá. Húsin að Marbakkabraut 38 eru tvö, bæði liðlega 100 fer- metrar að flatarmáli. Annað var reist árið 1946, það eign- uðust Ármann Kr. Ólafsson og Hulda Guðrún Pálsdóttir, kona hans, árið 2004 og hafa leigt út allar götur síðan. Eldra húsið, hinn eiginlega Marbakka, eignuðust þau í maí á síðasta ári og hafa iðnaðarmenn verið þar að störfum að und- anförnu. Upphaflega var ætlun Ármanns og fjölskyldu að flytja inn í endurgert Marbakkahúsið þann 10. maí næstkomandi, réttum og sléttum 75 ár- um á eftir frumbyggjunum. Það tefst meðal annars sakir þess að endurgerðin er tímafrek. Þannig hefur húsið verið stækkað nokkr- um sinnum í áranna rás og þess sér stað í ýmsum stílbrigðum og byggingarefnum. Hefur því þurft að leysa úr ýmsum óvæntum þrautum og sitt- hvað verður með öðrum svip en ráðgert var samkvæmt teikningum. Eitt og annað var orðið feyskið eða úr sér gengið, en annað vissulega heillegt svo sem einangrun, gluggar og ýmsar lagnir. „Með endurgerð Marbakkahússins finnst mér í raun að verið sé að sýna bænum og sögu hans þá virðingu sem ber. Má þá einu gilda hver hefði að þessu staðið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson og heldur áfram: Á sjálfum marbakkanum „Sjálfum líður mér alltaf vel í gömlum húsum og byggðin hér við Fossvoginn er í eftirlæti hjá mér. Við fjölskyldan höfum verið í Kópavogi frá 1996 og bjuggum nokkur fyrstu árin við Huldubraut hér skammt frá og líkaði vel. Fluttum síðan í Lindahverfið en snúum nú aft- ur í vesturbæinn. Og sjálfur hef ég stundum sagt í gamni að hér slái hjarta bæjarins. Hér er upphafspunktur þéttbýlis í bænum, um- hverfið er fallegt og gróið, héðan sést yfir víð- feðmt svæði og beint neðan við húsið er fjaran, marbakkinn sjálfur. Hér er gott að vera.“ Bæjarstjóri á ný á Marbakka Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson við húsið, þangað sem hann hyggst flytja með fjölskyldu sinni.  Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi gerir upp hús Finnboga Rúts og Huldu í Kópavogi  Miklar endurbætur gerðar  Mér líður alltaf vel í gömlum húsum Fjölbreytt dagskrá í Kópavogi, í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins, hefst nk. mið- vikudag, 6. maí. Þá verður haldið jafnréttis- málþing í Salnum og þar opnuð sögusýning um frumkvöðla meðal kvenna kvenna í Kópa- vogi. Í framhaldinu eru viðburðir í skólum, félagsmiðstöðvum unglinga og eldri borgara, versl- anir verða með sértilboð og svo framvegis. Laugardaginn 9. maí verður afmælisterta á boðum í Smáralind og sunnudaginn 10. maí verða stórtónleikar í Kórn- um. Húsið verður opnað kl. 15 en skemmtunin er kl. 16. Þar koma fram félagar úr Ríó tríó ásamt Snorra Helgasyni, Dr. Gunni, Sigtryggur Baldursson, Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson og fleiri. Þá stýrir Þórunn Björnsdóttir kór barna í Kópavogi og Össur Geirsson kemur fram með Skóla- hljómsveit Kópavogs Á hinum eiginlega afmæl- isdegi bæjarins, 11. maí, verður opnuð á Hálsatorgi sýning á verkum barna á öllum leik- skólum í Kópavogi. Hinn 16. maí verður svo Menningarhátíð Kópavogsbæjar og er þá áhuga- verð dagskrá í menningar- húsum, opið hús hjá listamönn- um í Auðbrekku og fleira. Sögusýning og tónleikar FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Í AFMÆLISBÆNUM Samkvæmt nýlegri skýrslu Ferða- málastofu um ferðaþjónustu á Ís- landi voru gistinætur erlendra gesta um 4,4 milljónir árið 2014 og hefur aukning þeirra verið að jafn- aði 10,4% milli ára frá árinu 2000. Tæplega 2,6 milljónum gistinótta var eytt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum árið 2014 eða um 46,6% af heildargistinóttafjölda. Ríflega helmingi (53,3%) gistinótta eða um 2,9 milljónum talsins var eytt í öðrum landshlutum. Herbergjanýting jókst milli ára 2013-2014 alla mánuði ársins á höf- uðborgarsvæðinu og nær alla mán- uði á Suðurnesjum, Vesturlandi/ Vestfjörðum og Suðurlandi. Nýt- ingin var mest í júlí og ágúst í öllum landshlutum árin 2013 og 2014. Þá heimsóttu 60,6% erlendra ferðamanna Suðurland yfir sumarið en 46,4% erlendra ferðamanna yfir veturinn. Um 60% sumargesta heimsækja Suðurland FERÐAÞJÓNUSTA Á ÍSLANDI Í TÖLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.