Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvetlingar www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge eign- uðust stúlkubarn á laugardaginn en fyrir eiga þau prinsinn Georg, sem fæddist í hittifyrra. Fóru þau með stúlkuna í gær til Kensington- hallar, þar sem hún hitti ættingja sína í fyrsta sinn. Lýstu Vilhjálmur og Katrín yfir þakklæti sínu fyrir þær kveðjur sem þeim höfðu borist, hvaðanæva úr heiminum. Á meðal þeirra sem komu til þess að heilsa upp á stúlkuna voru Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, og eiginkona hans, Camilla, hertoga- ynja af Cornwall. Bretar bíða þess nú í ofvæni að frétta hvað prinsessan nýfædda eigi að heita. Segja veðbankar þar í landi að Charlotte sé talið líklegast, en Alice er í öðru sæti. Þá telja veð- bankarnir einnig líklegt að stúlkan gæti heitið Viktoría, Olivía og El- ísabet, en færri Bretar virðast hafa trú á því að stúlkan muni heita Díana í höfuðið á ömmu sinni. AFP Prinsessa fædd í Bretlandi Bretar bíða í ofvæni eftir nafninu á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leitarmenn í Nepal björguðu Funchu Tamang, 101 árs gömlum Nepalbúa, úr rústum húss síns í fyrradag, viku eftir jarðskjálftann sem reið yfir landið um næstsíðustu helgi. Yfirvöld í Nepal segja að minnsta kosti 7.200 manns hafa farist í jarðskjálftanum svo vitað sé, og vara við því að sú tala geti hækkað mjög, þegar leitarfólk kemst loks að afskekktustu þorpunum í Himalaja-fjöllum. Sagði Ram Sharan Mahat, fjármálaráðherra landsins, að vitað væri um þorp þar sem öll hús hefðu hrunið, sem enn hefði ekki tekist að komast til. Tamang reyndist eingöngu vera með minnihátt- ar áverka á ökkla og hendi og var hann fluttur á sjúkrahús með þyrlu. Í gær tókst lögreglumönn- um í Nepal að bjarga þremur konum úr rústum í Sindhupalchowk-héraði, en það varð einna verst fyrir barðinu á skjálftanum. Það þykir vera kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga fólkinu um helgina, en yfirvöld höfðu fyrr um laugardaginn sagt að líklega myndu ekki finnast fleiri í rústunum á lífi. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í ferðum á Everest, hæsta fjalli heims, tilkynntu í gær að þau hefðu frestað vorferðum sínum á fjallið, en 18 manns lét- ust í snjóflóði sem féll í kjölfar jarðskjálftans. Dawa Steven leiðsögumaður sagði við AFP- fréttastofuna að vegna eftirskjálfta væri einfald- lega ekki hægt að halda áfram með klifur. Þá hefði snjóflóðið eyðilagt þær fjallgönguleiðir sem fyrir væru. Það væri því ekki hægt að klífa fjallið fyrr en búið væri að hreinsa þær. Ferðamannaráð Nepals hafði áður ráðið fjall- göngumönnum frá því að hætta við ferðir sínar, og hafa yfirvöld í Nepal ekki enn tekið ákvörðun um að loka fjallinu. Um 800 manns voru á Everest þegar snjóflóðið skall á. Fannst á lífi 101 árs gamall  Björgunarstörf halda áfram í Nepal  Búið að fresta öllum ferðum á Everest AFP Nepal Osprey-flugvélar lenda með hjálpargögn. Strandgæsla Líbíu stöðvaði í gær fimm báta á Miðjarðarhafi með 500 flóttamönnum innanborðs og skipuðu þeim að snúa til baka. Talsmaður líbíska sjóhersins vildi ekki segja hvað yrði um fólkið, en landið rekur sérstaka flótta- mannastöð í borginni Misrata. Svo virðist sem hin mikla flóð- bylgja flóttafólks frá Norður- Afríku og Sýrlandi yfir Miðjarð- arhafið sé hvergi nærri í rénun, en Bettica, skip ítalska flotans, tók um 400 flóttamenn um borð í gær af tveimur mismunandi bátum. Daginn áður hafði ítalska strand- gæslan bjargað um 3.700 flótta- mönnum úr sjávarháska. Ferðin yfir Miðjarðarhafið þykir mjög hættuleg og fundust í gær lík tíu flóttamanna. Bætast þeir í hóp um 1.750 annarra sem hafa drukknað á leið sinni til Evrópu í ár. 500 flóttamenn stöðvaðir í hafi LÍBÍA Stephanie Rawl- ings-Blake, borgarstjóri Baltimore, af- létti í gær út- göngubanninu sem verið hefur í gildi frá því á þriðjudaginn, degi fyrr en áætlað var. Þjóðvarðlið Maryland-ríkis hefur jafnframt dregið lið sitt frá borginni. „Markmið mitt var alltaf að hafa bannið ekki í gildi degi lengur en nauðsynlegt var,“ sagði Rawlings- Blake á Twitter-síðu sinni í gær. Bannið var sett á í kjölfar óeirða í borginni eftir að Freddie Gray, 25 ára gamall blökkumaður, var borinn til grafar, en hann lést í haldi lögreglunnar 17. apríl síð- astliðinn. Saksóknarar Maryland-fylkis sögðu fyrir helgi að Gray hefði aldrei átt að vera handtekinn og hafa kært sex lögregluþjóna fyrir aðild sína að drápi hans. Útgöngubanninu aflétt í Baltimore Stephanie Rawlings-Blake BANDARÍKIN Túnisbúar breiddu úr risavöxnum fána í suðurhluta landsins við Ong Jmel á laugardaginn, og var ætl- unin að fáninn kæmist í heims- metabók Guinness sem stærsti fáni sem nokkurn tímann hefði verið bú- inn til. Jafnframt var fánanum ætl- að að undirstrika þjóðernishyggju í Túnis gegn íslamisma. Fáninn er á við 19 knatt- spyrnuvelli að stærð og komu hundruð manna saman til þess að aðstoða við að breiða úr honum, á meðan heiðursvörður lék undir þjóðsöng Túnis. Skipuleggjendur sögðu að það hefði þurft um 80 kílómetra af efni til þess að búa fánann til, en hann er 104.544 fermetrar að stærð og vegur 12,6 tonn. Raya Ben Guiza, talsmaður verk- efnisins, sagði að hugmyndin hefði komið til árið 2012 eftir að nemandi við Manouba-listaháskólann reif niður fána landsins og reisti svart- an fána íslamista í staðinn. Hann réðst síðan á Khaoulu Rachidi, sam- nemanda sinn, þegar hún reyndi að reisa fánann aftur að húni, en hún varð að þjóðhetju fyrir vikið. Stærsti fáni heims í Túnis AFP Risavaxinn Breitt úr stærsta fána heims á laugardaginn. Fáninn vegur 12,6 tonn og er á stærð við 19 knattspyrnuvelli, en hann þekur 104.544 fermetra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.