Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Í geislabrotum Þessi laglega lipurtá brá sér í tónlistarhúsið Hörpu á dögunum og tiplaði einbeitt og varfærin niður stigann í gegnum ljósbrot frá glerhjúpnum sem umlykur bygginguna. Árni Sæberg Innleiðing rafrænna skilríkja, þar sem rík- isvaldinu var beitt til að koma tugum þús- unda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið Auðkenni, orkar veru- lega tvímælis og hefur verið gagnrýnd að undanförnu. Skilríkin, sem fólk getur notað í snjallsímunum sínum, voru ókeypis í fyrstu en Auðkenni hefur síðan gefið út að farið verði að rukka fyrir þau. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gefið út að þeir muni ekki rukka einstaklinga. Það blasir þó við að á endanum munu neytendur bera kostnaðinn vegna útgáfu og notkunar skilríkjanna. Athyglin hefur einkum beinzt að því að neytendum hafi, í krafti lof- orðs um skuldaleiðréttingu, verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hefur einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Ferlið er þó ekki síður gagnrýni vert vegna þess hvernig fyrirtækjum var þröngvað í viðskipti við Auðkenni, hversu illa ferlið var undirbúið og hversu neikvæð áhrif það hefur á frjálsa samkeppni. Samkeppnishindranir Auðkenni, sem er í eigu við- skiptabankanna og Símans, hefur lengi verið í samvinnu við stjórn- völd um þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta. Fyr- irtækið hefur þó engan einkarétt á að veita slíka þjónustu eða þróa lausnir henni tengdar. Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir til- búnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirrit- unar á vef ríkisskatt- stjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auð- kenni án útboðs. Af hálfu Auðkennis hafa bæði verið í boði rafræn skilríki í snjall- síma og á plastkortum. Við fram- kvæmd skuldaleiðréttingarinnar kom í ljós að plastkortin virkuðu ekki sem skyldi hjá þeim tugum þúsunda netnotenda sem nota net- vafra frá Apple; ekki var hægt að nota þau til að samþykkja skulda- leiðréttinguna af því að rafræna undirskriftin virkar ekki. Þetta staðfestu tæknimenn ríkisskatt- stjóra. Auðkenni bauð jafnframt upp á sjálfsafgreiðslu fyrir skilríki á síma á vefnum. Sú þjónusta virk- ar ekki hjá þeim sem nota stýri- kerfi frá Apple. Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnis- hindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyr- ir notendur þeirra að nálgast op- inbera þjónustu rafrænt en not- endur tækja keppinautanna. Símafyrirtækjunum var af hálfu ríkisskattstjóra og fjármálaráðu- neytisins gert að búa kerfi sín und- ir innleiðingu rafrænu skilríkjanna með afar skömmum fyrirvara. Höf- um í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eig- endum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausn- ina í samstarfi við fyrirtækið. Fjar- skiptafyrirtækin þurftu að leggja í gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavinanna til þess að þeir gætu nýtt sér skulda- leiðréttinguna. Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara. Að minnsta kosti af tveimur ástæðum er þetta samkeppnis- hindrun. Annars vegar er síma- fyrirtæki í raun stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavinina ann- að ef það býður ekki „ríkislausnina“ á rafrænni auðkenningu og undir- skrift. Um leið er viðskiptavinum farsímafyrirtækja torveldað að skipta um símafyrirtæki. Til þessa hefur verið lagt upp úr því að núm- eraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta end- urvirkja rafrænu skilríkin á síman- um sínum. Þetta hindrar sam- keppni á farsímamarkaði. Hver á að borga og hvernig á að rukka? Auðkenni hefur nýlega gefið út gjaldskrá fyrir þjónustu sína. Þar er boðað að fjarskiptafyrirtækin verði rukkuð um 136 krónur á mán- uði (með vsk.) fyrir hvern við- skiptavin sem er með rafræn skil- ríki. Það hefur raunar legið fyrir frá upphafi að fyrirtækið hygðist rukka fjarskiptafyrirtækin. Í ákaf- anum við að safna viðskiptavinum undir leiðréttingarpressunni virðist Auðkenni hafa látið það sér í léttu rúmi liggja þótt Nova treysti sér til dæmis ekki til að undirgangast samningsskilmála um gjaldtöku af félaginu og þar með eftir atvikum af viðskiptavinum þess. Nova benti á að stór hluti viðskiptavina síma- félagsins væri með svokölluð frels- iskort og fengi enga reikninga. Hvernig á símafélag að rukka slíka viðskiptavini fyrir rafræn skilríki? Er hægt að ætlast til að það beri kostnaðinn af þeim sjálft? Það virðist að flestu leyti eðli- legra að viðskiptasambandið sé á milli áskrifanda rafrænu skilríkj- anna og Auðkennis sjálfs. Við- skiptavinurinn fengi þá reikning frá Auðkenni og fyrirtækið leigði pláss á SIM-kortum fjarskiptafyrirtækj- anna. Viðskiptavinurinn er vafa- laust reiðubúinn að greiða fyrir þessa þjónustu ef hann sér hagræði og þægindi í henni. Það er að minnsta kosti fráleitt að bankarnir, sem með rafrænum skilríkjum hafa sparað sér kostnað vegna auðkenn- islykla handa viðskiptavinum sín- um, velti honum beina leið yfir á fjarskiptafyrirtækin. Í gjaldskrá Auðkennis er sömu- leiðis boðað að þjónustuveitendur, þ.e. fyrirtæki og stofnanir sem nýta lausn fyrirtækisins til að láta við- skiptavini sína auðkenna sig, verði rukkaðir um 500.000 krónur á mán- uði fyrir þjónustuna. Það er miklu hærri upphæð en keppinautar Auð- kennis bjóða sumir hverjir fyrir svipaða þjónustu, en gjaldskráin er hugsanlega sett fram í trausti þess að fyrirtækið hafi þegar náð yfir- burðastöðu í krafti hinnar öflugu smölunar viðskiptavina til þess með dyggri aðstoð ríkisvaldsins. Fjórar spurningar Hægt væri að rekja í talsvert lengra máli ágalla á þeirri leið við innleiðingu rafrænna skilríkja sem ríkisvaldið beitti sér hart fyrir, í þágu fyrirtækis í eigu bankanna og Símans. Það er samt ekki of seint að vinda ofan af vitleysunni. Að lok- um er ekki fráleitt að setja fram fjórar spurningar til Auðkennis og eigenda þess: 1. Hvað mun kosta fyrirtæki og stofnanir að nýta sér möguleika á auðkenningu viðskiptavina? Eru sex milljónir á ári hið raunverulega verð? 2. Hvernig hyggst Auðkenni semja við fjarskiptafyrirtæki vegna áskrifenda í fyrirframgreiddri þjón- ustu? 3. Stendur til að áskrifandinn eigi skilríkin og geti haft þau með sér á milli símafyrirtækja með ein- faldri tilkynningu, t.d. á vef Auð- kennis? 4. Munu bankarnir opna fyrir fleiri auðkennislausnir en frá sínu fyrirtæki í heimabönkum sínum? Eftir Ólaf Stephensen » Það blasir þó við að á endanum munu neytendur bera kostn- aðinn vegna útgáfu og notkunar skilríkjanna. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Meingölluð innleiðing rafrænna skilríkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.