Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Ozzy Osbourne, söngvari þunga- rokkssveitarinnar Black Sabbath, segir sveitina ætla að leggja í tón- leikaferð á næsta ári sem verður sú síðasta hjá hljómsveitinni og gefa auk þess út sína síðustu breiðskífu. Þetta kom fram á fjölmiðlafundi á Mon- sters of Rock-tónlistarhátíðinni í Brasilíu í síðustu viku sem dagblaðið Guardian greinir frá. „Áætlunin er á þann veg að við för- um í síðustu tónleikaferð Black Sab- bath og gefum út síðustu plötuna. Ég er ekki að fara að hætta … eiginkona mín eyðir öllum mínum peningum þannig að ég get ekki hætt,“ sagði söngvarinn og spaugarinn marg- frægi. Í mars sl. var tilkynnt að Black Sabbath myndi halda sína síðustu tónleika á Ozzfest í Japan 22. nóv- ember nk. Nokkrum vikum síðar var svo tilkynnt að sveitin myndi ekki leika á hátíðinni og að Osbourne myndi koma fram sem sólólistamaður á henni. Nú virðast málin hafa skýrst en þó aldrei að vita hvað gerist þegar Osbourne er annars vegar. Rokkarar Black Sabbath á sokkabandsárum sveitarinnar um 1970. Lokaferð og -plata Black Sabbath? Bandaríski leikarinn Robert Dow- ney Jr. kallaði fréttamann bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, Krishnan Guru-Murthy, hræætu og slúðurbera í viðtali við bandaríska útvarpsmanninn Howard Stern í lið- inni viku. Tilefnið var viðtal sem Guru-Murthy tók við leikarann vegna kvikmyndarinnar Avengers: Age of Ultron á dögunum. Þótti Downey Jr. fréttamaðurinn ganga alltof langt í spurningum sínum sem sneru m.a. að fíkniefnaneyslu hans á árum áður og fangelsisvist og gekk út úr myndveri. „Ég vildi að ég hefði gengið fyrr út,“ sagði Downey Jr. við Stern. Spurningin sem fyllti mælinn snerist um viðtal við leik- arann í New York Times árið 2008 en í því sagði hann ómögulegt að vera frjálslyndur eftir að hafa setið í fangelsi. „Erum við að kynna kvik- mynd?“ svaraði leikarinn þá og var heitt í hamsi. Fréttamaðurinn spurði hann þá út í samband hans við föður sinn og gekk Downey Jr. þá út. AFP Ósáttur Leikarinn Robert Downey Jr. Fréttamaður „hrææta og slúðurberi“ mikið til samgöngubóta, lagningar akfærra vagnvega og svo til vöru- vöndunar á öllum sviðum og betri nýtingar hvers kyns landbúnaðar- afurða. Hann var til að mynda einn helsti hugmyndasmiðurinn á bak við stofnun Sláturfélags Suðurlands og vildi að íslenskir bændur ynnu saman á sama hátt og danskir starfsbræður þeirra. Hann hafði upplifað bylting- una í dönskum landbúnaði á of- anverðri 19. öld og var í raun mikill samvinnumaður þótt ég efist um að honum hefði getist vel að öllu í fram- kvæmd samvinnustefnunnar hér á landi.“ Íslendingasaga Boga Menntamálin voru Boga einnig hugleikin og segir Jón að Bogi hafi þar enn litið til reynslu Dana. „Bogi barðist mest fyrir alþýðu- fræðslu á öllum sviðum. Þar leit hann mjög til reynslu Dana og sjálfur leit hann á ritun sögu Íslands sem þátt í að bæta menntun þjóðarinnar og gera hana færa um að höndla aukið sjálfstæði. Hann var mjög hrifinn af norrænu lýðháskólunum og vildi koma slíkum skólum á fót hér, hafði jafnvel uppi áætlanir um að stofna eigin lýðháskóla á Suðurlandi þótt ekki yrði af því.“ Bogi var mikilvirkur og virtur fræðimaður, höfundur sagnfræðirita og kennslubóka í sögu Íslands. Bæk- ur hans voru víða til á heimilum og notaðar við kennslu í skólum. Fyrsta bindi Íslendingasögu Boga kom út 1903 og svo tók það aldarfjórðung að koma næstu tveimur bindum út. Þau urðu aldrei nema þrjú og honum tókst ekki að ljúka við sögu þjóðveld- isaldar, hvað þá meira. „Á þessum tíma skrifaði hann einn- ig styttri bækur um sögu Íslands, fróðleiksrit fyrir almenning og kennslubók sem lengi var notuð í ís- lenskum skólum. Ein þessara bóka var þýdd á ensku og gefin út í Kan- ada og mun vera fyrsta ritið um sögu Íslands sem gefið var út á ensku. Bogi var ofurnákvæmur og það hefur vafalaust valdið miklu um að hann komst aldrei lengra með Íslandssög- una en raun ber vitni. Sjálfur taldi hann þó að miklu hafi valdið að hann mæddist sífellt í mörgu öðru, ekki síst stjórnmálavafstri sem tók mikinn tíma frá honum.“ Ekki verður hjá því komist að fjalla um nálgun Boga í sagnfræði sinni en margir myndu segja hann róman- tískan í garð þjóðveldisaldarinnar. „Í augum nútímamanna var hann vissulega rómantískur í heimilda- notkun og -vali og söguskoðun hans var óneitanlega ærið rómantísk. Þar verðum við þó að hafa í huga að hann fylgdi í öllu þeim vinnureglum sem tíðkuðust hjá fræðimönnum á þess- um tíma. Þeir tóku t.d. flestir Íslend- inga sögur og önnur fornrit sem full- gildar heimildir. Bogi var líka mjög vel lesinn, fylgdist afar vel með því sem gerðist í fræðunum og átti feiki- gott bókasafn sem var selt til háskól- ans í Leeds eftir hans dag og er enn stofninn í bókasafni norrænudeildar skólans.“ Stofnun hins íslenska fræða- félags í Kaupmannahöfn Jón segir að Bogi hafi verið afar ósáttur við það er Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags var lögð niður og flutt til Íslands árið 1911. „Hann taldi nauðsynlegt að Íslend- ingar ættu sæmilega burðugt útgáfu- félag í Kaupmannahöfn þar sem flestar mikilsverðustu heimildir að sögu Íslands væru varðveittar og margir íslenskir fræðimenn jafnan að störfum. Þess vegna beitti hann sér fyrir stofnun Hins íslenska fræða- félags í Kaupmannahöfn árið 1912 og var sjálfur forseti þess og helsta drif- fjöður til dauðadags. Þetta félag er enn starfandi og hefur gefið út fjölda stórmerkra rita. Á dögum Boga bar einna hæst útgáfu fyrstu bindanna af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem er ómetanleg heimild. Bogi bjó fyrstu fjögur bindin til prentunar og það hlýtur að hafa tekið mikinn tíma. Þar að auki annaðist hann útgáfu margra smærri rita sem félagið gaf út, ritstýrði Ársriti þess og annaðist allan rekstur.“ Margt af verkum Boga hefur verið Íslendingum hulið og í ævisögu þessa hugsjónamanns er að finna margvís- legan fróðleik um tíma og atburði er leiddu til sjálfstæðis lands og þjóðar. Þrátt fyrir að Bogi hafi ekki verið baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslands er alveg víst að hann var áhrifamaður um fullveldi landsins og aukins sjálf- ræðis frá Dönum. Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Kristinn »Eftir það starfaðihann mest á bak við tjöldin í stjórnmálunum, var reyndar óþreytandi við að skrifa greinar í blöð og tímarit, stóð í bréfasambandi við fjölda manna hér heima og beitti sér mikið með- al Íslendinga í Höfn. Billy Elliot (Stóra sviðið) Þri 5/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Lau 6/6 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 10/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 21/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 28/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.