Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 25
og sagði að þú værir ættarhöfð-
inginn og það var sko alveg satt.
Ó, hjartans afi, öll þín heitt við söknum
því enginn var eins góður á okkar braut.
Á angurs nótt og vonar morgni er
vöknum
þá vakir andi þinn í gleði og þraut
og „gleim mér ei“ að þínu lága leiði
við leggjum hljótt og brosum gegnum
tár,
sem maísól, er brosir blítt í heiði
þú blessar okkar stundir daga og ár.
(H.P.)
Elsku afi, ég á eftir að sakna
þín, takk fyrir allt og Guð geymi
þig.
Þín
Hrafnhildur Ýr Elvarsdóttir.
Góðmennska, þolinmæði og
ósérhlífni er það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann þegar við hugs-
um um afa. Hann hafði einstakt
jafnaðargeð og aldrei sáum við
hann reiðast. Alltaf skein gleði úr
augum hans þegar hann sá okkur
og maður fann að honum þótti
gaman að umgangast okkur
barnabörnin og síðar barna-
barnabörnin. Hann þreyttist til
dæmis ekki á að keyra litlu lang-
afabörnin fram og til baka í stof-
unni í kerrunni sinni og fara með
gamlar vísur og kvæði fyrir þau
sem hann hafði lært sem barn.
Hann hafði einnig gaman af því að
segja sögur og fræða okkur um
hvernig lífið var á árum áður á
Arngerðareyri. Hann sagði okkur
frá því hvernig hann keypti fyrsta
bílinn, vörubíl, sem var einnig
fyrsti bíllinn í hans sveit. Hann
gat frætt okkur um vegagerð á
heiðunum, um rútuna sem hann
keypti og keyrði um landið með
kvenfélagskonur frá Suðureyri og
margt fleira.
Afi var afar áhugasamur og
umhugað um okkar hagi og
spurði okkur spjörunum úr í
hverri heimsókn til að fullvissa
sig um að allt væri í lagi hjá okk-
ur. Ósérhlífnari maður er vand-
fundinn og var hann alltaf boðinn
og búinn að hjálpa okkur og öðr-
um ef eitthvað vantaði. Minnis-
stætt er þegar við vorum litlar og
ætluðum að smíða kofa með vin-
konum okkar, smíðin gekk ekki
mjög vel eða þar til afi kom í
heimsókn og sá afraksturinn,
hann kom aftur nokkrum dögum
seinna og smíðaði allan kofann
fyrir okkur. Við eigum einnig
margar góðar minningar úr Afa-
húsi í Selárdal, þar sá afi til þess
að við hefðum kofa og rólur og
annað til að leika okkur með.
Að mörgu leyti var afi á undan
sinni samtíð varðandi jafnrétti og
hlutverkaskipti á heimilinu en
hann var liðlegur í eldhúsinu og
inni á heimilinu, kæfan sem afi
gerði sjálfur var sú besta sem við
gátum fengið. Afi var iðinn við að
sauma og gera aðra handavinnu
og fengum við barnabörnin að
njóta góðs af því. Hann var í orðs-
ins fyllstu merkingu þúsundþjala-
smiður. Afi var ákaflega innilegur
og einstaklega góður. Þegar kom
að kveðjustundum eftir heim-
sóknir til ömmu og afa tók alltaf
við löng blessunarstund þar sem
afi hélt þéttingsfast í hendur okk-
ar og kyssti okkur og bað guð að
blessa okkur og varðveita í bak og
fyrir.
Elsku afi okkar, takk fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við höf-
um átt með þér í gegnum árum.
Við munum geyma þessar minn-
ingar í hjörtum okkar. Það er gott
að vita til þess að þú hlakkaðir til
að fara til himnaríkis að hitta
mömmu þína og vitum við að þar
hefur verið tekið vel á móti þér.
Hallgerður og Sigrún.
Elsku afi Þórhallur. Höfðingi
er fallinn frá, afi minn, vinur
minn, fyrirmynd mín í lífinu. Þú
varst alltaf fyrstur til að láta í ljós
hversu stoltur þú varst af mér.
Óspar á hrós og væntumþykju.
Ég get ekki lýst með orðum
hversu mikið ég á eftir að sakna
þess að geta spjallað við þig um
lífið og tilveruna. Þótt langt sé um
liðið síðan ég sá þig síðast og
langt hafi liðið á milli þess sem við
hittumst varst þú einn af þeim
sem ég hlakkaði alltaf til að hitta.
Að koma í heimsókn til ykkar
ömmu var eins og að koma heim.
Ég man eftir vinnusömum og
duglegum manni, þú varst ein-
stakur dugnaðarforkur. Einna
vænst þykir mér um að hafa setið
og spjallað við þig um Djúpið og
gamla tímann eftir að ég var orðin
fullorðin. Sögur þínar af fólki og
lífinu í Djúpinu eru ómetanlegar,
þú upplifðir margt á þinni löngu
ævi.
Þú varst stoltur af þínu fólki og
alltaf jafngáttaður á því hvað þú
ættir fallegt fólk. Ég svaraði þér
alltaf þannig að það væri nú ekki
skrítið að þínir afkomendur væru
svona fallegir því við værum af
fallegu fólki komin. Viðhorf þitt
og hjartalag hefur alltaf gefið mér
styrk um að ég væri nú kannski
ekki að gera svo mikið vitlaust í
lífi mínu. Þú gast alltaf látið mig
sjá að alveg sama hvað kæmi upp
í lífinu væri ekkert svo slæmt. Svo
bentirðu mér á hvað ég væri nú
búin að afreka mikið. Ætti fjögur
heilbrigð og falleg börn og svo
líka búin að mennta mig. Það sem
þú varst stoltur yfir því að ég
hefði farið í nám eftir að hafa
byrjað að eiga börn og óspar á að
láta það í ljós. Þú varst oft gátt-
aður á því hvað ég væri búin að af-
reka mikið og það þykir mér vænt
um því mér sjálfri fannst það
aldrei neitt merkilegt. Eftir að
hafa hitt þig og fengið svona áfyll-
ingu á hrós og væntumþykju leið
mér alltaf vel. Ég held hreinlega
að engum hafi tekist að láta mig
vera jafnstolta yfir því sem ég
gerði.
Mér þykir einstaklega vænt
um að hafa spjallað við þig í síma
tveimur dögum áður en þú fékkst
hvíldina og fórst heim í Djúpið.
Ég sagði: „Sæll og blessaður
höfðingi“ og því svaraðir þú um
hæl með þínum einstaka húmor:
„Já það má nú segja það, ef ein-
hver er höfðingi þá er það ég“ og
svo hlóstu. Þú hafðir skemmtileg-
an húmor, varst hæðinn og oft á
tíðum með lúmskan húmor sem
mér líkaði vel. Við gátum hlegið
saman ég og þú. Ég geymi þig í
hjarta mínu alla tíð, elsku afi, þú
verður alltaf mín fyrirmynd. Nú
ert þú minn engill og ég veit þú
munt hafa auga með okkur svo
lengi við lifum. Ég á eftir að sakna
þín svo mikið elsku afi. Ég vona
bara að mér takist að veita börn-
unum mínum og síðar barnabörn-
um það sem þú gafst mér: Trú á
sjálfa mig og hvað ég gæti.
Ég kveð þig með trega, elsku
afi minn.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Ég elska þig afi og veit að þú
gætir mín og minna.
Þín dótturdóttir,
Sigrún Arna.
Í dag kveð ég afa minn Þórhall
í hinsta sinn. Þessi skemmtilegi
og lífsglaði maður hefur sungið
sinn síðasta söng. Yndislegar
minningar ylja manni á þessum
tímamótum en það hafa verið
sönn forréttindi að fá að eiga þig
sem afa.
Afi, þú varst alltaf svo góður,
léttur í lund, handlaginn,
skemmtilegur og síðast en ekki
síst svo óendanlega þakklátur
fyrir fólkið þitt. Stolt þitt á sveit-
inni þinni dvínaði aldrei og
skemmtilegt þótti þér að rifja upp
gömlu tímana þaðan.
Í eitt af síðustu skiptunum sem
við hittumst hvíslaði mamma að
þér að ég væri komin að heim-
sækja þig, þú sagðir ekki margt
en sagðir þó að það væri gleðilegt
að ég væri komin, þannig varstu,
alltaf glaður og ánægður með
þína.
Ég hlakka til að segja sonum
mínum sögur af langafa sínum,
þær eru svo ótal margar og
skemmtilegar.
Ég kveð þig í dag með djúpri
virðingu, þakklæti og jafnframt
miklum söknuði.
Þín dótturdóttir,
Sigríður Rún.
Látinn er mágur minn Þórhall-
ur Halldórsson í hárri elli. Hann
kemur fyrst til Suðureyrar 1948
sem vegaverkstjóri og vann mörg
sumur við vegagerð þar. Hann
kemur með tvo vörubíla með sér
og einn jeppa sem ekki þótti nú
lítill bílafloti í þá daga. Þar kynnt-
ist hann Sigrúnu systur minni og
giftust þau og bjuggu í farsælu
hjónabandi til æviloka hans. Ekki
var mikið að gera með vörubíla á
Suðureyri á vetrum á þessum ár-
um en snjómokstur í þorpinu var
að hefjast á þessu tímabili eða
litlu síðar.
Þórhallur gerðist snemma
verkstjóri við fiskvinnslu föður
míns á vetrum og þótti hann bæði
duglegur og verklaginn og var
pabba náinn aðstoðarmaður. Ár-
ið 1954 kaupi ég annan vörubíl
hans og átti í nokkur ár en end-
urnýjaði síðar í nýjan. Á sumrum
ók ég talsvert mikið leigubíl sem
hann átti, einnig rútum á sérleyf-
isleyfum sem hann hafði, Ísa-
fjörður, Suðureyri, Flateyri,
Þingeyri og Súðavík. Leiðir okk-
ar lágu því oft saman og bar eng-
an skugga þar á. Þórhallur varð
síðar fyrsti sveitarstjóri Suður-
eyrarhrepps árið 1966 og gekk
þá í öll verk hvort sem var á jarð-
ýtu eða við sorptöku en í hans tíð
var byrjað að taka sorp í tunnum
frá íbúum á Suðureyri. Margar
aðrar nýjungar voru teknar upp
og fórst honum sveitarstjóra-
starfið vel úr hendi.
Ótal margs annars væri hægt
að minnast frá samferð okkar og
veit ég að aðrir munu gera því
betri skil og mun því ekki lengja
þessi fátæklegu orð mín frekar.
Ég vil þakka þessum vini mín-
um samfylgdina og óska honum
velfarnaðar á nýjum slóðum.
Elsku Rúna mín, við Adda biðj-
um góðan Guð að styrkja þig og
alla aðstandendur í sorginni.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Hvíl í friði.
Eðvarð Sturluson.
Látinn er í hárri elli einn af
okkar traustu félögum í St. Ein-
ingunni nr. 14 í Bindindissamtök-
unum IOGT. Þórhallur var hæg-
látur maður sem gaman var að
tala við og fróður um fjölþættar
sagnir eldri tíma. Hann bjó
lengst á Suðureyri við Súganda-
fjörð og starfaði fyrir Vegagerð-
ina við uppbyggingu erfiðra vega
á Vestfjörðum. Þórhallur var um
tíma sveitarstjóri þar og sinnti
ýmiss konar félagsstörfum á sinn
vandaða hátt. Hann fylgdi vel
eftir starfi sinnar góðu eigin-
konu, frænku minnar Sigrúnar
Sturludóttur félagsmálahöfð-
ingja.
Þórhallur hafði góða lund og
var skemmtilegur félagi. Stúku-
félagar sakna góðs vinar og
trausts félaga sem sótti vel fundi
svo lengi sem heilsan leyfði. Með
þessum fáu orðum vil ég fyrir
hönd stúkunnar þakka allt hans
starf og sendi eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd St. Einingarinnar,
Gunnar Þorláksson,
æðstitemplar.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
✝ Ólafía Magn-úsdóttir fædd-
ist á Ballará á
Skarðsströnd 13.
september 1949.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
19. apríl 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Jónsson, f. 30.9.
1897, d. 16.10. 1981,
og Elínborg Guð-
mundsdóttir, f. 12.9. 1910, d.
21.11. 1998. Systkini Ólafíu:
Skúli, f. 1934, d. 1983, Guðríður
Stefanía, f. 1937, Guðmundur, f.
1939, d. 2014, Elín, f. 1941,
drengur (óskírður), dó tveggja
ára, Elísabet, f. 1947, d. 2012,
Guðrún, f. 1953.
fyrra sambandi Hrafnhildur
Lára, f. 1992, Steinunn Lóa, f.
1996. 3) Elínborg Harpa, f. 1979,
maki Thomas Danielsson, f.
1965, börn hans Emelie, f. 1990,
og Björn, f. 1992. 4) Ólafía Krist-
ín, f. 1984, maki Einar Tryggva-
son, f. 1983, dætur þeirra Soffía
Edith, f. 2003, og Renata Eyvör,
f. 2012. 5) Sigurlaugur Jón, f.
1990.
Ólafía flutti til Reykjavíkur 17
ára gömul. Hún hóf störf í Hamp-
iðjunni, svo vann hún á sauma-
stofunni Bláfeldi og síðar við
fatabreytingar á saumastofunni
Sportveri. Mestan hluta ævi sinn-
ar sinnti hún húsmóðurstörfum.
Útför Ólafíu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. maí
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Ólafía giftist 17.
júni 1969 Sæmundi
Kristjáni Sig-
urlaugssyni, f.
1948. Foreldrar
hans Þórdís Sæ-
mundsdóttir, f.
1914, og Sigur-
laugur Jón Sigurðs-
son, f. 1917, d. 1986.
Börn þeirra eru: 1)
Þórdís, f. 1969,
maki Gestur Guð-
brandsson, f. 1968, dætur þeirra
eru Magnea Gestrún, f. 1992, og
Ólafía Kolbrún, f. 1995. 2) Haf-
þór Ómar, f. 1972, maki Hrönn
Harðardóttir, f. 1975, börn
þeirra eru Veigar Ágúst, f. 2000,
Kristín Lilja, f. 2003, og Sölvi
Rafn, f. 2009. Börn Hafþórs úr
Komið er að kveðjustund. Ég
veit að við hittumst aftur á mínum
hinsta degi og þá með öllum þeim
sem þegar eru farnir héðan og
okkur hefur þótt vænt um og elsk-
að.
Oft er það svo í þessu lífi að
maður lærir af svo mörgu, bæði
það sem fyrir manni er haft sem
og reynslu annarra. Þú kenndir
mér svo ótal ótal margt sem hefur
gagnast mér vel og ég hef notið
góðs af, í raun er ég svo innilega
þakklát fyrir það. Ég hef notið
þeirrar blessunar að sjá hvað ég á
og get sagt með sanni að það eru
verðmæti sem ekki verða metin til
fjár.
Ýmislegt var sem ég gat ekki
skilið sem barn en í dag skil ég
þetta miklu betur og vil meina að
það skýri svo margt sem mörgum
er hulið og það auðveldar mér að
sætta mig við og skilja. En fyrir
þína hönd er ég fegin að þínu veik-
indastríði sé lokið þó að ég hafi
óskað mér að þú kæmist heim og
myndir eiga góð og farsæl ár
framundan í faðmi fjölskyldunnar,
en við mennirnir ráðum engu
heldur hefur almættið úrslitavald-
ið í þessu lífi.
En elsku Lóa mín, ég óska þér
velfarnaðar á nýjum heimaslóðum
í faðmi ömmu, afa, Skúla, Gumma,
Betu og litla bróður ykkar Manna.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Erla Björk Sverrisdóttir.
Ólafía Magnúsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR
kjólameistari,
Hólmgarði 42,
Reykjavík,
andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 22. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.
.
Ægir Ingvarsson, Ásta Dóra Valgeirsdóttir,
Örn Ingvarsson, Hilldur Halldórsdóttir,
Björk Ingvarsdóttir, Trausti Hallsteinsson,
Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir mín,
JENFRID H. WHEELER,
Shannondell Pa USA,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 27. apríl.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Kristíana Kristjánsdóttir.
.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGURBORGAR JAKOBSDÓTTUR,
lengst af til heimilis á Álftröð 7 í
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
.
Arnar Halldórsson, Margrét Valtýsdóttir,
Valdís Arnarsdóttir, Guðmundur Hrafnkelsson,
Halldór Arnarsson, Borghildur Sigurðardóttir,
Sigurborg Arnarsdóttir, Helgi Ólafsson
og langömmubörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hluttekningu vegna fráfalls
JÓHÖNNU S. ÁRNADÓTTUR,
Æsufelli 6,
Reykjavík.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
.
Guðmundur Jóhannesson
Steingrímur Á. Guðmundss. Kristbjörg Guðbjörnsdóttir
Elvar Heimir Guðmundsson Margita Guðmundsson
Ómar Örn Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegt þakklæti til þeirra sem vottuðu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
ÞÓRÓLFS V. ÓLAFSSONAR,
Lindargötu 66,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
lungnadeildar, Fossvogi, og hjartadeildar, Hringbraut.
Guð blessi ykkur.
.
Sigríður S. Egilsdóttir
og fjölskyldur.
Okkar ástkæri
JÓN BERGSSON
verkfræðingur,
Sólvangsvegi 1, áður Smárahvammi 4,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 25.
apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6.
maí og hefst athöfnin kl 13.
.
Þórdís Steinunn Sveinsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Rúnar Árnason,
Sigurður Jónsson, Helga Arna Guðjónsdóttir,
Tryggvi Jónsson, Guðrún Elva Sverrisdóttir,
Bryndís Magnúsdóttir, Úlfar Hinriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.