Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Það er kominn hálfleikur og ég ætla bara að halda almenni-legt partí um næstu helgi. Það þykir ekki gott í minni fjöl-skyldu að storka örlögunum með því að halda upp á afmæl- ið fyrir afmælisdaginn,“ segir Borgar Þór Einarsson lögmaður. Hann er einn af eigendum CATO lögmanna og helstu sérsvið hans eru bankaréttur, verðbréfamarkaðsréttur, félagaréttur, málflutn- ingur og samningaréttur, eins og segir á vefsíðu lögmannsstof- unnar. Borgar stofnaði vefritið Deigluna fyrir 17 árum. „Deiglan er því stór hluti af mínu lífi, hún er orðin stjórnmálafélag og var stofnuð sem slíkt í fyrra. Þetta er félagsskapur sem aðhyllist ákveðnar grundvallarskoðanir sem eru einstaklingsfrelsi, mannréttindi og viðskiptafrelsi og vinnur að því að koma þeim hugsjónum í fram- kvæmd. Deiglan er orðin meira en vefrit og hefur þróast í það sem kalla má hugveitu. Mér finnst ég alltaf vera í pólitík en ég byrjaði ungur að taka þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Það er hluti af því að taka þátt í samfélaginu að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í hugsjónastarfi, jafnvel þótt maður hafi atvinnu af öðru. Nú er ég að komast á þann aldur að geta hvatt „unga fólkið“ til að gera slíkt í ríkari mæli!“ Borgar er kvæntur Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur, viðskipta- stjóra hjá Meniga. Hann á fjögur börn, Breka Þór, 17 ára, Marselíu Bríeti, 16 ára, Önnu Soffíu, 5 ára og Patrek Þór, 3 ára, auk stjúp- dótturinnar Sigrúnar Lífar sem er tvítug. Borgar Þór Einarsson er fertugur í dag Fjölskyldan Frá vinstri: Marselía Bríet, Borgar Þór, Patrekur Þór, Breki Þór, Sigrún Líf, Anna Soffía og Kristín Hrefna. Partý í hálfleik Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Margrét Guðvinsdóttir á Sauð- árkróki, eða Magga í Blómabúðinni, er 80 ára í dag. Hún fæddist í Stóru- Seylu í Skagafirði 4. maí 1935 og starfrækti Blóma- og gjafabúðina á Sauðárkróki um margra ára skeið. Hún fagnaði tímamótunum um helgina í faðmi fjölskyldu og vina. Árnað heilla 80 ára Dalvík Sigurlaug Anna Guðmunds- dóttir fæddist 4. maí 2014 kl. 05.05. Hún vó 3.178 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Guðmundur Már Guðmundsson og Bjarney Anna Bjarnadottir. Nýir borgarar Akureyri Franz Hrólfur Friðriksson fæddist 4. maí 2014 kl. 01.12. Hann vó 3.550 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Friðrik Ragnar Friðriksson og Laufey Hrólfsdóttir. B enedikt fæddist í Reykjavík 4.5. 1955 og ólst upp í Laug- arásnum í Reykjavík. Hann fór í sveit í Kílakot við Víkingavatn í Keldu- hverfi. Benedikt gekk í Langholtsskóla og Vogaskóla, var í MR og lauk stúdentsprófi þaðan 1975, lauk BS-prófi í stærðfræði með hag- fræði sem aukagrein frá Univers- ity of Wisconsin 1977, lauk MS- prófi í tölfræði 1979 frá Florida State University og frá sama skóla Ph.D. í tölfræði með stærðfræði sem aukagrein árið 1981. Þá gegndi hann rannsóknastöðu við Université de Montréal 1982. Á æsku- og unglingsárum bar Benedikt út Morgunblaðið og var sendill hjá Morgunblaðinu og Fjarhitun. Þá starfaði hann í brú- arvinnu víða um land á náms- árunum. Benedikt var kennari við Verslunarskóla Íslands 1982-86, stundakennari þar til 1991 og stundakennari við Háskóla Íslands 1982-88. Benedikt stofnaði ráðgjaf- arfyrirtækið Talnakönnun 1984 og Útgáfufélagið Heim árið 2000 og er framkvæmdastjóri beggja þess- ara fyrirtækja. Hann var auk þess deildarstjóri tjónadeildar Sjóvár- Almennra trygginga 1989-90. Stjórnarmaður Benedikt hefur setið í ýmsum stjórnum, m.a. stjórn Skipaútgerð- ar ríkisins, Framkvæmdasjóðs Ís- lands, Tryggingastofnunar rík- isins, Nýherja, Myllunnar, Skeljungs, Útgerðarfélags Ak- ureyringa, Eimskipafélags Íslands, Burðaráss, Sjóvár, Sjúkratrygg- inga Íslands, N1, VÍS, Íslensku óperunnar, Íslenska stærðfræða- félagsins, Félags ísl. trygg- ingastærðfræðinga og Hollvina- félags Menntaskólans í Reykjavík. Benedikt Jóhannesson, stærðfr. og framkvæmdastjóri – 60 ára Fjölskyldan Benedikt og Vigdís, ásamt móður Vigdísar, börnum, tengdabörnum, nýskírðum Vigdísi yngri og Önnu Lilju, og prestinum, séra Karli Valgarði Matthíassyni, sem er fjölskylduvinur þeirra hjóna. Myndin var tekin 2012. Töluglöggur og skarp- greindur húmoristi Á toppnum Benedikt í sumarklæðn- aði, ásamt Vigdísi, á Mont Blanc. MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.