Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 ✝ Páll Skúlasonfæddist á Akur- eyri 4. júní 1945. Hann lést 22. apríl 2015. Foreldrar hans voru Þorbjörg Páls- dóttir og Skúli Magn- ússon kennari. Syst- kini hans eru: Magnús, f. 1939, maki Geirlaug Björnsdóttir, f. 1939 (skildu); Margrét, f. 1943, maki Halldór Ármannsson, f. 1942; Þórgunnur, f. 1951, maki Hörður Halldórsson, f. 1950; Skúli, f. 1958, maki Sólrún Harð- ardóttir, f. 1964. Páll kvæntist hinn 14.8. 1965 Auði Þorbjörgu Birgisdóttur frá Ísafirði, f. 1945. Foreldrar hennar voru Arndís Árndóttir, f. 1921, og Birgir Finnsson, f. 1917. Börn þeirra eru: 1) Birgir, f. 1966, kvæntur Regínu Ásvaldsdóttur, f. 1960. Dætur Birgis með Þórhildi Tómasdóttur eru a) Auður Kolbrá, f. 1989, og b) Brynhildur, f. 1990, d. 1990. Dætur Regínu og Louvain og lauk þaðan dokt- orsprófi 1973. Páll hóf störf við Háskóla Íslands 1971, fyrst sem lektor og síðar prófessor, og byggði upp kennslu í heimspeki ásamt Þorsteini Gylfasyni og Mikael Karlssyni. Hann tók að sér fjölmörg félags- og trúnaðarstörf tengd störfum sínum. Hann var einn af stofnendum norrænu heim- spekistofnunarinnar og meðlimur í Institut International de philosop- hie. Páll stóð ásamt fleirum að stofnun Siðfræðistofnunar HÍ 1989 og sat í stjórn hennar fram til 1997. Hann var rektor Háskóla Ís- lands frá 1997 til 2005. Frá 2005 til 2009 sat Páll í háskólaráði Háskól- ans í Lúxemborg og 2008 til 2012 í háskólaráði Háskólans á Akureyri. Frá 2005 starfaði hann við um- fangsmiklar gæðaúttektir á há- skólum á vegum Samtaka evr- ópskra háskóla (EUA) og frá 2007 var hann formaður alþjóðlegrar nefndar um ytra mat á Háskól- anum í Lúxemborg. Páll tók ríkan þátt í samfélagsumræðu og gaf út fjölda bóka um heimspekileg mál- efni. Útför Páls fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 4. maí 2015, kl. 15. stjúpdætur Birgis eru a) Erna María, f. 1981, og b) Ýr, f. 1984, Þrastar- dætur. 2) Kolbrún Þorbjörg, f. 1971, gift Róberti Har- aldssyni, f. 1959; börn þeirra eru: a) Ragnhildur, f. 1994, b) Kolbrún Brynja, f. 1997, og c) Páll Kári, f. 2001. Dætur Kolbrúnar með Mími Ingvarssyni eru a) Sunna Ösp, f. 1986, og b) Sóley Auður, f. 1991. 3) Andri Páll, f. 1974; fyrri kona hans var Þóra Bryndís Þórisdóttir, f. 1971, sonur þeirra er Sindri Páll, f. 1994. Seinni kona Andra er Brynja Þóra Guðnadóttir, f. 1976; börn þeirra eru a) Dýrleif Sjöfn, f. 2002, og b) Úlfur Páll, f. 2004. Páll ólst upp á Akureyri og dvaldi jafnframt mikið í Skriðu í Hörgárdal, þar sem föðurafi hans bjó. Hann varð stúdent frá MA 1965, fór utan til náms til Belgíu við Université Catholique de Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns, Páls Skúlasonar. Ég áttaði mig fljót- lega á því eftir að við Birgir kynnt- umst fyrir tæpum aldarfjórðungi að í honum hafði ég ekki einungis eignast sálufélaga og lífsförunaut, heldur fylgdi stór og samheldin fjölskylda með í kaupbæti. Páll og Auður ræktuðu mjög vel tengslin við börn sín og barnabörn og í Reynihlíðinni, þar sem þau bjuggu í rúm tuttugu ár, áttu allir sitt annað athvarf. Vináttan við Pál styrktist og jókst eftir því sem árin liðu og þó að ég hafi ekki beinlínis verið á heimavelli í heimspekinni skorti okkur aldrei umræðuefni, enda hafði Páll mikinn áhuga á þjóð- málum almennt. Minningar um samverustundir með þeim Auði eru ótal margar; frá Reynihlíðinni, Hörgárdal, Efstadal og nú síðast á Kirkjusandi. Þær sem standa þó upp úr eru frá þeim tíma sem við áttum saman í Frakklandi. Haust eitt í París þar sem við Birgir nut- um samveru og leiðsagnar þeirra ásamt Ýri og Auði Kolbrá en þar voru Auður og Páll svo sannarlega á heimavelli, töluðu reiprennandi frönsku og gjörþekktu borgina. Svo allar heimsóknirnar til þeirra í Metz þar sem þau áttu sitt annað heimili í átta ár eftir að rektorstíð Páls lauk. Ég sé þau hjónin fyrir mér brosmild og veifandi á braut- arpallinum að taka á móti okkur þar sem við komum með lestinni frá París. Á Rue Henry Maret beið svo nautasteik en á þessum stundum var gerð undanþága frá hefðbundinni verkaskiptingu á heimilinu og Páll tók völdin í eld- húsinu eftir að þeir feðgar höfðu skroppið í vínkjallarann að velja góða rauðvínsflösku. Yfir borðum voru svo sagðar sögur úr héraði og málin krufin. En þó að þessar minningar séu dýrmætar þá verð ég að viður- kenna að síðustu tvö ár, munu lík- lega sitja hvað lengst í mér. Og mér dettur í hug máltækið lengi má manninn reyna. Að fylgjast með Páli há hverja orrustuna á fætur annarri, eins og hann kallaði glímuna við illvígan blóðsjúkdóm- inn, var skóli út af fyrir sig. Það var hreint aðdáunarvert að upplifa æðruleysið gagnvart viðfangsefn- inu. Í stað vonleysis og biturleika var jákvæðni og þakklæti, ekki síst fyrir dýrmætar samveru- stundir með fjölskyldu og vinum. Og svo voru það skilaboðin til samfélagsins sem honum lá á hjarta og varð að koma frá sér, en Páll skrifaði sex bækur á undan- förnum rúmum tveimur árum um heimspeki, háskóla og samfélags- mál. Síðustu bókinni lauk hann við örfáum dögum áður en hann lést og var þá einnig byrjaður að leggja drög að nýrri bók, heim- speki fyrir barnabörnin. Ég vil þakka kærum tengdaföður fyrir samfylgdina allt frá árinu 1992 en fyrir þessi kynni er ég svo miklu ríkari og betri manneskja. Bless- uð sé minning Páls Skúlasonar, þessa mikla öðlings. Regína Ásvaldsdóttir. Páll Skúlason, tengdafaðir minn, var göfuglyndur, hlýr og vitur maður. Það er okkur mörg- um þungbært að hann sé horfinn af sjónarsviðinu. Páll vildi lifa í sátt og samlyndi við alla og beitti gjarnan kímni til að liðka fyrir í mannlegum samskiptum og ná til áheyrenda sinna. Ekki verður tölu komið á fyrirlestrana sem ég hlustaði á hann flytja er við unn- um saman á Siðfræðistofnun snemma á tíunda áratugnum. Páll var þá reyndur fyrirlesari en ég að stíga fyrstu skrefin á þeim vanda- sama vettvangi og undraðist ég oft hve auðvelt hann átti með að tala blaðalaust við ólíkar starfsstéttir. Hann kryddaði mál sitt sögum, oft með spaugilegu ívafi, og velti upp nýjum flötum á gömlum málefn- um. Skipti þá engu hvort viðfangs- efnið var siðferði lækna eða leigu- bílstjóra, kennara eða kúabænda. Páll fann ævinlega leið til að „ná salnum“, t.d. með því að varpa fram erfiðu siðferðilegu álitaefni og hugleiða það síðan upphátt með hópnum. Þegar best tókst til líkt- ist Páll hljómsveitarstjóra sem samhæfði hugi og hjörtu áheyr- enda sinna. Þá geislaði hann af gleði. Páll hlustaði líka oft á fyr- irlestra mína og var óspar á lofið. Hann var þannig gerður, að hann sá ævinlega hið besta í öðrum. Vafamál er hvort nokkur mað- ur hafi aukið hróður heimspekinn- ar á Íslandi jafnmikið og Páll Skúlason. Í augum margra var hann ímynd heimspekinnar og rödd heilbrigðrar skynsemi, ekki síst eftir bankahrunið. Samt sem áður var lífshlaup hans víðsfjarri þeirri staðalímynd sem gagnrýn- endum er tamt að draga upp af spekingum. Í þeirra augum eru slíkir menn einangraðir lífs- og heimsafneitunarmenn sem gera ekki annað en að hugsa og koma engu í verk. Páll var fram- kvæmdamaður í einkalífinu og á opinberum vettvangi, vinmargur og vinsæll, hesta- og útivistarmað- ur, fagurkeri og lífsnautnamaður, safnari og tækjaunnandi, stjórn- spekingur og stórfjölskyldumað- ur. Páll hefði orðið kraftminni heimspekingur hefði hann ekki lif- að lífinu þannig til fulls. En Páll er líka góð fyrirmynd heimspekiiðk- enda vegna þess að hann lét sér annt um almannahag í öllum skrif- um sínum. Hann vildi kenna fólki að hugsa aftur um sameiginleg hagsmunamál sín undir sjónar- horni heildarinnar og vera á varð- bergi gagnvart þeim öflum sem hafa hag af því að veikja þær stofnanir ríkisins er standa vörð um hagsmuni almennings. Páll var örlátur maður og útsjónar- samur. Eitt sinni lentum við í því að fá ritstíflu á sama tíma. Það var á árunum þegar ég vann undir hans stjórn á Siðfræðistofnun. Á skrifstofunni háttaði þannig til að skrifborð okkar sneru saman svo að ekki leyndi sér að illa gekk hjá báðum. Þá stakk Páll upp á því að við skiptum um sæti og semdum eina efnisgrein í ritgerð hvor ann- ars. Þetta þjóðráð losaði um stífl- una hjá báðum og þótt ég muni ekki lengur hvar þessar efnis- greinar eru niðurkomnar hefur mér alltaf þótt vænt um að vita af tilvist þeirra. Ég á Páli fleira að þakka en ég fæ rakið hér og kveð kennara minn, samstarfsmann, tengdaföður og vin með djúpum söknuði. Róbert H. Haraldsson. Þegar ég kvaddi afa til að fara í skiptinám til Leuven í Belgíu, þar sem hann hafði stundað sitt nám, bað hann mig um að hugleiða eitt- hvert ákveðið efni í hverri viku. Hann tók sem dæmi ástina, ham- ingjuna, vináttuna og dauðann. Við afi höfum líka alltaf eytt ómældum tíma í að ræða þessa hluti. Ég þreyttist aldrei á að heyra söguna um hvernig hann og amma kynntust enda voru sög- urnar hans afa á fullkominn máta einlægar og fyndnar. Húmorinn þurfti aldrei að láta í minni pokann þótt boðskapurinn væri sannur. Þessi kveðjustund okkar afa var ekki bara fyrir mig heldur líka hann. Á sama tíma var hann að fara til Svíþjóðar í mergskipti sem gátu auðvitað reynst hættuleg. Ég vorkenndi mér gífurlega fyrir að vera í burtu frá fjölskyldu og vin- um þennan veturinn því ég var hrædd um afa en á sama tíma ákvað ég að það besta sem ég gæti gert væri að hlýða afa. Staðfast- lega hugleiddi ég merkingu vin- áttunnar og þýðingu dauðans. Á sama tíma og ég grét af hræðslu við þá vitneskju að það væri ein- hver meiri möguleiki en vanalega að ég gæti misst afa minn varð ég hamingjusöm af öllum þessum pælingum. Pælingum sem ég hripaði niður í tölvupóst og sendi afa til að sýna að ég væri nú að standa mig. Allt mitt líf hafa amma og afi verið fyrirmyndir mínar í lífinu; kannski vegna þess að hjá þeim hef ég alltaf átt heimili og get leit- að til þeirra með öll mín stóru vandamál í lífinu sem blikna svo í samanburði við þá sorg sem ég þarf að kljást við núna. Til afa var hægt að koma með allar sínar áhyggjur, leggja á borðið og fá ráð án snefils af fordæmingu. Hann vissi að maður skapar hamingjuna sjálfur og hann gerði það svo vel. Við, fjölskylda afa, erum ólýs- anlega heppin á margan hátt. Eft- ir hann liggja margar bækur, fyr- irlestrar og pælingar um flest lífsins mál. Við þurfum að leita skammt til að finna fyrir visku hans og hlýju. Á meðan ég er afar meðvituð um þessa lukku mína er gapandi sár í hjartanu. Þjóðin missti merkan hugsuð en ég missti besta afa sem hægt er að hugsa sér. Elsku hjartans afi, þú sóttist eftir að bæta heiminn og það gerð- irðu svo sannarlega. Andi þinn lif- ir í hjörtum okkar allra og lofa ég að berjast fyrir réttlæti og betri heim með minningu þína að leið- arljósi. Þín, Auður Kolbrá Birgisdóttir. Elsku afi. Þegar ég heimsótti þig á þriðjudaginn lástu í sjúkra- rúmi á gjörgæslu. Ég hélt í hönd- ina þína og horfði í augun þín, sem horfðu til baka í mín á þann sama hátt og þau höfðu alltaf gert; góð- leg, vitur og glettin. Þú sagðir mér að þú kynnir að gera greinarmun á styrjöld og orrustu og að þetta væri orrusta. Ég trúði þér af öllu hjarta. Raunar fannst mér hálf- óþarft að þú segðir þetta yfirhöf- uð, svo viss var ég um að þú næðir fljótt þínu striki og fengir að fara aftur heim á Kirkjusand. Ég vildi ekki trúa að neitt annað gæti gerst, ég vildi ekki trúa að ver- öldin væri svo ósanngjörn. Svo vorum við líka með samning sem við höfðum gert fyrir þremur ár- um. Þá vorum við í Hörgárdal að gróðursetja tré og ákváðum að við skyldum hittast eftir 20 ár til þess að sjá hve hátt trén hefðu vaxið. En afi, mér skjátlaðist, veröldin er ósanngjörn. Daginn eftir kvadd- irðu þennan jarðneska heim. Þennan heim sem þú helgaðir líf þitt að skilja og betra. Það var sól- ríkur dagur, himinninn var heið- skír og við fjölskyldan vorum öll hjá þér. Það er ómetanlegt að hafa kynnst þér, þú hefur kennt mér svo margt um heiminn. Nærvera þín var svo gefandi og ljúf. Minn- ingarnar sem ég á um þig eru mér dýrmætari en allir veraldlegir hlutir. Ég hef hugsað mikið um eina ferðina okkar norður í Hörgárdal- inn, þegar við fórum þangað sam- an tvö. Einn daginn var ég í heim- sókn á Skriðu þegar þú hringdir og sagðir mér að við þyrftum að fara strax í bæinn vegna þess að svolítið slæmt hefði komið fyrir. Þú vildir fyrst ekki segja mér tíð- indin gegnum síma en ég krafðist þess að þú gerðir það. Þá sagðir þú að langamma Arndís hefði dá- ið. Ég fór ein inn í herbergi og tók að hágráta. Það leið ekki langur tími þangað til að þú komst æð- andi inn í herbergið og tókst utan um mig þéttingsfast. Og það fyrsta sem ég sagði við þig var: „Afi, ég vil ekki fara heim.“ Ég var barn sem skildi ekki dauðann, barn sem vildi leika sér í sveitinni. Þá útskýrðir þú fyrir mér hvers vegna við þyrftum að fara heim. Þú útskýrðir fyrir mér að fjöl- skyldan þyrfti að standa saman á erfiðum tímum og að amma þyrfti núna á okkur að halda. Þessi orð eru mér leiðarljós núna. Ég lofa að ég passa upp á alla fyrir þig. Ég sé þér oft bregða fyrir í börnunum þínum og fyrir það er ég þakklát. Ég er líka þakklát fyrir allar bæk- urnar sem þú skrifaðir, það er dýrmætt að hafa aðgang að pæl- ingunum þínum. Þú lifir svo sann- arlega áfram, í víðum skilningi. Þú lifir áfram í skrifum þínum og verkum, í minningu þeirra sem urðu svo heppnir að kynnast þér og í hjörtum okkar allra sem elsk- uðum þig og dáðum. Kolbrún Brynja Róbertsdóttir. Með Páli Skúlasyni er mikill öð- lingur fallinn frá á besta aldri. Ég þekkti Pál í yfir fjörutíu ár: hann varð kennari minn við Háskólann 1973. Hann gerðist snemma vinur minn og annarra stúdenta sinna á þessum árum. Síðar var hann samkennari minn, og vinur áfram eftir að ég flutti mig um set. Við héldum alltaf sambandi þótt ég byggi erlendis og höfðum talsvert saman að sælda (mest á Skype) síðustu tvö æviár Páls. Við skipt- umst á fréttum og vitaskuld sagði hann mér frá veikindum sínum, en mest töluðum við um heimspeki. Hún átti hug hans allan. Ég hef nú kynnst allmörgum heimspekingum um dagana, en ég held ég hafi engum kynnst sem lifði í heimspeki eins og Páll gerði. Heimspekin var trú hans en ekki þar með trúarbrögð: það voru ekki einstakar heimspekilegar kenni- setningar sem hann trúði á, heldur þvert á móti heimspeki sem leit- andi skynsamleg hugsun, sem þrotlaus viðleitni til að hugsa og skilja aðeins betur. Þetta gegn- sýrði Pál bæði sem manneskju í nánum samskiptum og í öllu hans opinbera starfi: honum fannst mannlegt líf standa og falla með þessari viðleitni. Ég veit það um sjálfan mig og held að það eigi sennilega við um aðra vini og koll- ega Páls að okkur fannst stundum nóg um. „Er ekki heimspeki ágæt út af fyrir sig þar sem hún á heima, en þarf maður alls staðar að koma henni að eins og Páll ger- ir?“ held ég við höfum stundum hugsað. Veit það ekki, en hann Páll gerði þetta og hagaði lífi sínu samkvæmt því. Ég er næsta viss um að þess vegna fór hann frekar létt í gegnum erfiðan sjúkdóm: hann „tók heimspekina á hann“ og veittist betur. Í öllu þessu var hann líkastur Sókratesi og stóísk- um vitringum. Heimspeki Páls var eins og ég sagði hér að ofan kreddulaus við- leitni til skilnings. Hún var ekki þar með sagt forsendulaus. Páll gaf sér að það væru fleiri en ein hlið á hverju máli og trúði að með skynsamlegri rökræðu væri hægt að leysa öll mál, upphefja og sætta andstæð sjónarmið, tefla þeim saman með skynsemi að leiðar- ljósi og fá eitthvað betra út úr því. Fyrir kom að mér þótti hann taka þetta sjónarmið út í öfgar, en ég get ekki annað en virt og dáðst að hversu Páll var sjálfum sér sam- kvæmur í því. Þótt auðvelt sé að sjá að afstaða Páls var hér í góðu samræmi við mál heimspekinga sem hann mat mikils, svo sem He- gels og Ricoeurs, held ég samt að hún hafi fyrst og fremst sprottið frá honum sjálfum: hann var svona að upplagi. Það er líklega þetta upplag sem gerði hann að svo góðum viðmælanda um nánast hvað sem er. Manni fannst alltaf að Páll skildi til fullnustu það sem maður var að reyna að segja. Hann var rausnarlegur viðmæl- andi. Af mörgum góðum minning- um sem ég gæti nefnt er ég þakk- látastur fyrir öll samtölin og spjallið sem ég kom frá nærðari, uppveðraðri og bjartsýnni en þeg- ar þau hófust. Slíkt er einungis þeim lagið að veita sem mikið hef- ur að gefa. Ég sendi Auði og öðrum ástvin- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Eyjólfur Kjalar Emilsson. Páll Skúlason heimspekipró- fessor og fyrrverandi rektor Há- skóla Íslands breytti lífi mínu. Undanfarin ár hef ég verið undir miklum áhrifum frá honum og rit- verkum hans. Skrif hans voru minn helsti innblástur til að taka nýja akademíska stefnu í átt að samfélagsmálum. Aukinn áhugi minn á stjórnmálum og skrif um þau voru líka að mörgu leyti sprottin af hans pólitísku speki. Hvatningargangan sem ég stóð fyrir í fyrra, ásamt fleirum, var það að sama skapi. Lýðræði, gagnrýnin hugsun og betri mennt- un voru honum hugleikin þemu og þau eru orðin mér afar kærkomin. Hann vildi breyta samfélaginu til hins betra og vann að því til hinstu stundar. Það veit ég sem var svo heppin að fá að hitta hann stuttu áður en hann féll frá, þar sem hann sagði frá nýlega loknum verkefnum, og þeim sem voru í bí- gerð. Ég er óendanlega þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér, Páll, og mun halda áfram að bera með mér hugmyndirnar þínar. Hvíldu í friði. Dóra Björt Guðjónsdóttir. Við Páll Skúlason hittumst fyrst 17. júní 1969 í þjóðhátíðar- hófi í sendiherrabústað Íslands í Rhode-Saint-Genèse, úthverfi Brussel. Sendiherrahjónin Lóa og Niels P. Sigurðsson buðu ís- lensku námsmönnunum í Belgíu, Rut, síðar eiginkonu minni, Páli og Auði Birgisdóttur, konu hans, í hófið. Um tugur Íslendinga bjó í Belgíu á þessum árum. Fagnaði hópurinn þarna 25 ára afmæli lýð- veldisins. Hófið gleymist engum. Íslensk kona, Hulda, varð bráð- kvödd á stofugólfinu. Auður og Páll komu frá hinni frægu háskólaborg Louvain, þar stundaði hann heimspekinám. Áður en þau héldu þangað aftur litu þau inn þar sem Rut leigði í Brussel hjá Mademoiselle Van Glabbeke, hafnarstjóradóttur frá Ostende, sem kunni sögur frá fyrri og síðari heimsstyrjöldinni. Í andrúmi þess liðna tíma ræddum við Páll lífsgátuna. Við endurnýjuðum kynnin þeg- ar Páll var kjörinn rektor Há- skóla Íslands árið 1997. Hann reyndist farsæll rektor og fram- sýnn. Sýnileg merki þess má sjá víða. Honum var t.d. kappsmál að við háskólann væri staður sem sameinaði háskólasamfélagið. Draumur hans rættist með Há- skólatorgi. Þeir sem þekkja Há- skóla Íslands fyrir og eftir torgið átta sig vel á umskiptunum. Skólabragurinn er annar og skemmtilegri en áður. Páll Skúlason sannfærðist ekki um að ég væri endilega á réttri braut sem menntamálaráðherra þegar samið var við einkaaðila um að stofna og reka háskóla. Ágreiningur um þá stefnu varð þó aldrei til að varpa skugga á sam- starf okkar. Úrslitum réð hve málefnalega og af mikilli skyn- semi hann kynnti sjónarmið sín og óskir í þágu Háskóla Íslands. Páll lagði áherslu á að stjórn- kerfi háskólans yrði skilvirkara og skjótara til viðbragða en fram til þess tíma. Studdi hann heils- hugar breytingar á lögum um há- skóla sem að þessu miðuðu meðal annars með gjörbreytingu á há- skólaráði og þátttöku fulltrúa ut- an skólans í því. Páli var einnig mikið í mun að efla framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Taldi hann það „dýr- mætasta vaxtarbroddinn“ í starfi háskólans og fela í sér „feikilega“ möguleika til að „efla þekkingar- leitina og láta hana skila ávöxtum sínum út í þjóðlífið“ eins og hann orðaði það í fyrstu stefnuræðu sinni sem rektor í september 1997. Í samningum ríkisvaldsins við Háskóla Íslands um fjárveitingar var fallist á réttmæti sjónarmiða Páls og hinn mjói vísir er nú orð- inn mikill að vöxtum. Hann ber sýn hugsjóna- og baráttumanns- ins fagurt vitni og hefur skilað þjóðinni ávöxtunum sem hann vænti. Páll var sannur menningar- maður og fræðari. Ræður hans vöktu athygli langt út fyrir há- skólann. Páll var afkastamikill höfundur. Trúr áhuga sínum á að mennta og fræða færði hann mér jafnan bók, eftir sjálfan sig eða aðra, þegar við hittumst, þar á meðal ritgerðasafn eftir Ralph Waldo Emerson sem hann sagði gott að lesa í flugvél, skýjum ofar – brá fyrir brosi og vinarbliki í auga þegar hann gaf mér þetta ráð. Minningin um samtöl okkar er ljóslifandi og kær. Við Rut vottum Auði, börnum þeirra Páls og fjölskyldu allri innilega samúð. Blessuð sé minning Páls Skúla- sonar. Björn Bjarnason. Páll Skúlason SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.