Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Okkar ástkæra LILJA SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Brautarhóli í Svarfaðardal, á sumardeginum fyrsta, 23. apríl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Lilju er bent á Kristniboðssambandið. Fyrir hönd ástvina, . Sigurður Árni Þórðarson. ✝ Þórhallur Hall-dórsson fædd- ist á Skálm- arnesmúla í Barðastrand- arsýslu 21. október 1918. Hann lést 23. apríl 2015. Þórhallur var sonur hjónanna Steinunnar G. Jóns- dóttur og Halldórs Jónssonar, bónda á Arngerðareyri við Ísafjarð- ardjúp. Systkini Þórhalls eru Guðrún, Hólmfríður, Jón, Ragna, Inga Lára, Baldvin, Theódór, Erlingur og Hjördís. Þórhallur kvæntist 1949 Sig- rúnu Sturludóttur, f. 18. apríl 1929. Foreldrar Sigrúnar voru Kristey Hallbjörnsdóttir og Sturla Jónsson hreppstjóri. Þór- hallur og Sigrún eignuðust fjór- ar dætur: 1) Inga Lára, f. 1949, maki Elvar Bæringsson, f. 1948. Börn a) Sigrún Arna. Börn Elv- Ásgeirsson. b) Ólöf. Börn Bára og Una Margrét. Maki Ólafar er Dave Meadows. 3) Auður, f. 1958, maki Siggeir Siggeirsson, f. 1959. Börn a) Sigríður Rún. Börn Matthías Heiðar og Krist- ófer Elmar. Maki Hlynur Gylfa- son. b) Þórhallur. c) Vilhjálmur. 4) Steinunn, f. 1966, maki Einar Þór Einarsson, f. 1962, d. 2014. Börn a) Steinar Þór. b) Fannar Þór. Barn Einars Þórs og Stellu Hafsteinsdóttur a) Ágústa Ósk. Börn Ásgeir Atli, Karen Arna og Einar Andri. Maki Ágústu er Einar H. Jónsson. Dætur Þór- halls og Ásthildar Pálsdóttur eru: 1) Bryndís, f. 1949, maki Vilbergur Stefánsson f. 1948. Börn hennar og Bergþórs Háv- arðarsonar eru a) Ragnheiður Bergdís. Börn Bryndís Þóra og Jakob Jóel. Maki Ragnheiðar er Þórarinn Jakobsson. b) Páll Björgvin. Unnusta Rebeca Primo. c) Kjartan Hávarður. Unnusta Svanhvít Ingibergs- dóttir. 2) Björg, f. 1949, maki Gunnbjörn Ólafsson, f. 1938. Barn a) Drífa. Barn Árni Páll. Maki Drífu er Guðjón Ö. Þor- steinsson. Börn Bjargar og Gunnars Garðarssonar a) Ás- geir. Börn Kristín Heiða, unn- usti Gunnlaugur J. Emilsson, Viktor og María Björg. Maki Ás- geirs er María Jensdóttir. b) Kristín Sif. Börn Styrmir Rafn, Sara Dís og Eyþór. Maki Krist- ínar er Ólafur P. Rafnsson. Foreldrar Þórhalls voru frá Breiðafirði og Dýrafirði. Þau bjuggu sín fyrstu ár á Skálm- arnesmúla en fluttu vorið 1920 að Arngerðareyri. Þar ólst Þór- hallur upp á miklu menningar- heimili. Hann stundaði nám í farskóla og Reykjanesskóla. Hann kynntist eiginkonu sinni á Suðureyri og settust þau þar að. Þórhallur var m.a. sérleyfishafi, sinnti fólksflutningum á Vest- fjörðum ásamt ökukennslu. Hann varð fyrsti sveitarstjóri á Suðureyri árið 1966 til 1971 en þá fluttist fjölskyldan suður. Hann starfaði lengi hjá Skrúð- görðum Reykjavíkur sem verk- stjóri. Þórhallur var félagi í stúkunni Einingunni, Ökukenn- arafélaginu og Oddfellowstúk- unni Þorkeli Mána. Í Reykjavík bjuggu hjónin lengst af í Hlíð- argerði og Espigerði en síðustu ár í Árskógum 6. Þórhallur verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 4. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. ar Ingi, Hildur Kristey, Þorgeir Logi og Þorvaldur Breki. Maki Sigrún- ar er Steingrímur Þorgeirsson. b) Þóra Björk. Börn Ísabella Sól og Jök- ull Máni. Maki Þóru er Bjarki Þ. Jóns- son. c) Hrafnhildur Ýr. Barn Svanhild- ur Inga. Maki Hrafnhildar er Sigurður P. Ólafsson. 2) Sóley Halla, f. 1953, maki Kristján Pálsson, f. 1944. Börn a) Hallgerður Lind. Börn Sóley Karen og Þórarinn. Maki Hallgerðar er Magnús Þór- arinsson. b) Sigrún. Börn Rúnar Atli, Sigmundur Ingi og Dagur Kristján. Maki Sigrúnar er Guð- mundur Arnar Sigmundsson. Börn Kristjáns og Aðalheiðar Jóhannesdóttur eru a) Arndís. Börn Bjartur Steinn og Kristján Árni. Maki Arndísar er Ingólfur Mér finnst eins og það hafi gerst í gær þegar ég hitti Þórhall tengdapabba í fyrsta sinn. Ég var í eldhúsinu í Hlíðargerði, það var verið að kynna manninn sem var að hitta hana Sóleyju Höllu, blómarósina á heimilinu. Það kom fljótt í ljós að við Þórhallur áttum margt sameiginlegt, hann frá Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp og ég sumardrengur í Djúpinu öll mín ungdómsár. Við rifjuðum reglulega upp sveitabæina við Djúp, fólkið sem þar bjó og hið undurfagra Ísafjarðardjúp. „Ég skil ekkert í því að allir bæirnir í Nauteyrarhreppi skuli vera komnir í eyði,“ sagði hann þá. Að ræða um lífið í Djúpinu í gamla daga entist okkur því til hinstu stundar og voru síðustu sögurnar tveimur dögum fyrir andlátið. Þá rifjaði hann upp fyrir mig hvaða reiðleið pabbi hans fór frá Arn- gerðareyri yfir í Þorskafjörð, en hann fylgdi fólki yfir heiðina. Allt var það mjög skýrt í hans huga, pabbi reið með fólkið upp Langa- dalinn og yfir heiðina stystu leið og sneiddi töglin niður í Þorska- fjörðinn. „Pabbi kom alltaf strax til baka,“ sagði hann. Þórhallur var mikill frum- kvöðull og vildi sjá nýjungar í sinni heimasveit. Hann keypti fyrstu vindmylluna við Djúp til rafmagnsframleiðslu, þá sáu Djúpverjar ljósið. Þórhallur átti fjölda flutningatækja um ævina; vörubíla, jeppa, rútur og fólksbíla og mundi upp á krónu hvað allt kostaði. Hann minntist oft á ár sín í vegavinnunni yfir Þorskafjarð- arheiðina. Þar var hann verk- stjóri með Lýði og brölluðu þeir margt saman. Hans mesta og besta ævintýri í lífinu var þó þegar hann fór með vegavinnuflokk til Súgandafjarð- ar til að sprengja veginn fyrir Spilli. Í Súganda sá hann Rúnu sína í fyrsta sinn og leit ekki af henni eftir það. Þórhallur var einstakur maður og hef ég ekki hitt ósérhlífnari mann um mína daga, ef einhvers staðar vantaði hönd var hann mættur. Það lék allt í höndunum á honum hvort sem það var við við- gerðir bíla eða smíði og hafði hann þó hvorki próf sem smiður né bifvélavirki. Það á vel við hann ljóðlínan úr kvæði Stephans G. „smiður kóngur kennarinn, kerra plógur hestur“. Hann byggði sjálfur við húsið sitt í Hlíðargerð- inu. Hann sneið sjálfur allt efni í „Afahús“, sumarhúsið í Selárdal, og reisti svo á mettíma. Honum þótti sérstaklega vænt um þetta hús og fórum við á hverju sumri vestur. Á leiðinni var ævinlega stoppað á Arngerðareyri við „Kastalann“, húsið sem hann keypti fyrir foreldra sína. Hans fyrstu æviár voru þó í gamla torf- bænum og átti hann sínar ljúfustu æskuminningar af baðstofuloft- inu þar. Hann dró ekki af sér þegar fólkið hans var annars vegar og vann myrkranna á milli með mér og Sóleyju við að innrétta húsið okkar í Njarðvík. Við þurftum enga aðra smiði frekar en á Hell- issandi um árið eða við viðgerð- irnar á húsinu í Ólafsvík, alltaf var hann klár og fór ekki fyrr en verkinu var lokið og allir ánægðir. Ég vil að leiðarlokum þakka vini mínum og tengdapabba fyrir alla hans umhyggju og ræktar- semi í gegnum árin. Hann var ein- stakur öðlingur og góðmenni. Blessuð sé minning Þórhalls Hall- dórssonar frá Arngerðareyri. Kristján Pálsson. Fyrir tæpum 34 árum lá leið mín í fyrsta skipti á heimili Þór- halls og Rúnu til að heimsækja dóttur þeirra Auði. Þegar ég bankaði að dyrum tók á móti mér afar vingjarnlegur maður. Við rifjuðum oft upp þessi fyrstu kynni, því í þessari heimsókn bankaði ég óvart á þvottahús- dyrnar en ekki aðaldyrnar, það fannst okkur báðum mjög fyndið og skemmtilegt. Frá fyrstu stund myndaðist með okkur einstök vin- átta og mikil tryggð, sem hefur verið mér ómetanleg og lærdóms- rík. Árið 1982 fór ég í mína fyrstu vinnuferð með Þórhalli og tengdasonum hans í „Afahús“, sumarbústað fjölskyldunnar í Selárdal í Súgandafirði. Húsið var byggt af Þórhalli í bílskúrnum í Hlíðargerðinu og síðan flutt vestur. Þessi vinnuferð er mér eftirminnileg en þá var ég nýtrú- lofaður Auði og „vígður“ inn í vinnuhóp karlanna í fjölskyldunni með hafragraut að morgni, kjöt- súpu í hádeginu og jólaköku með kaffinu, sem var bökuð af Þórhalli sjálfum. Framkvæmda- og vinnu- gleðin var einstök. Þórhallur leið- beindi og kenndi mér alla tíð heil- mikið um smíðar, gott verklag og útsjónarsemi. Honum fannst ég oft of vandvirkur og kallaði mig þá „gullsmiðinn“ þegar honum fannst ég ekki nógu afkastamikill. Þórhallur var þúsundþjalasmiður og vinnusamari mann var varla hægt að finna. Framkvæmda- gleðin og ákafinn í að láta gott af sér leiða gekk fyrir öllu gagnvart fjölskyldunni sem og í öllum hans störfum. Alltaf var hann mættur fyrstur og fór ávallt síðastur. Þetta einkenndi hann alla tíð, al- veg fram á efri ár. Ósjaldan nefndi hann hvað honum fannst leitt að geta ekki tekið til hendinni við byggingu sumarhúss okkar, þá kominn langt á tíræðisaldur. Í staðinn fylgdist hann vel með öll- um framkvæmdum og innti mig eftir skýrslum um efniskaup, kostnað og framkvæmdir. Það var mjög gott og gaman að deila þessu með honum og fá góð ráð. Hann kallaði húsið okkar „kast- alann“, því stundum þótti honum líklega of vel í lagt, enda kominn af þeirri kynslóð að hafa búið fyrstu árin sín í torfbæ. Hann hafði gaman af því segja frá mannlífinu í Djúpinu, uppvaxtar- árum sínum á Arngerðareyri, vegagerðinni fyrir vestan, árun- um á Suðureyri, verkstjóra- árunum í Reykjavík og öllum bíla- kaupunum, enda bílaáhuga- maður. Þórhallur hafði skemmtilegan húmor, var alltaf léttur og kátur í lund og hnyttinn í tilsvörum. Hann var einnig mjög hvetjandi, stoltur og ánægður með fjöl- skyldu sína. Seinustu mánuði höfðum við það fyrir venju að syngja saman í hvert skipti sem við hittumst, þá oftast uppáhalds- lagið hans „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“. Það veitti okkur báðum mjög mikla gleði, enda var hann mikill söngmaður og kunni ættjarðarlögin utanað. Þórhallur reyndist okkur fjöl- skyldunni einstaklega vel og gott að sjá hvað börnum okkar þykir vænt um afa sinn og hafa ætíð borið mikla virðingu fyrir þessari góðu fyrirmynd og vandaða heið- ursmanni. Farinn ertu til „Sumarlands- ins“ og ég veit að þar ertu sáttur, glaður og þakklátur. Kveð þig, kæri tengdafaðir og öðlingur, með orðunum sem þú kvaddir okkur fjölskylduna alltaf með: Guð geymi þig og þakka þér inni- lega fyrir allt! Þinn tengdasonur, Siggeir Siggeirsson. Það er í júní 1960, bræður á leið í sveitina, með rútu til Þingeyrar. Við rútuna stendur bílstjórinn strangur á svip, það var auðséð hver réði. Engin fíflalæti í þessari ferð eins og síðar kom á daginn, við drógum varla andann alla leið- ina. Mig hefði ekki grunað að þrettán árum síðar myndi þessi sami maður leiða til mín upp að altarinu gullfallega dóttur sína. En þetta voru mín fyrstu kynni af manninum sem ég vil kveðja með nokkrum orðum. Hann fékk oft að heyra þessa sögu, en brosti bara og sagði „þetta getur ekki hafa verið ég“. Þórhallur var verklaginn og góður smiður, hann sagði sjálfur „mig langaði alltaf til að læra smíðar en hafði ekki efni á því, þurfti að að vinna fyrir mér“. En hann smíðaði mikið um dagana og ber þar helst að nefna sumarbú- staðinn í Selárdal. Hann sneið til efnið í bústaðinn í Reykjavík, það var svo sent vestur og bústaður- inn reistur á örfáum dögum. Fyrir dætrum okkar bar hann einstaka umhyggju, ef þær voru að ferðast milli Ísafjarðar og Reykjavíkur varð hann að fá að vita þegar þær voru komnar á leiðarenda, fyrr var hann ekki í rónni. 2011 buðum við Inga Lára honum í heimsókn á æskuslóðirn- ar við Djúp. Ég sótti höfðingjann og á leiðinni vestur stoppuðum við á Þorskafjarðarheiði og fengum okkur kaffi. Þar sagði hann: „Þarna var farið yfir með bátinn þegar við fluttum frá Skálmar- nesmúla, þeir hefðu átt að hafa veginn yfir heiðina þarna ef þeir hefðu viljað hafa hann snjóléttari, en þeir hlustuðu ekki á heima- menn.“ Þegar við komum að af- leggjaranum niður í Langadal, beygði ég inn á gamla veginn sem var merktur lokaður og hann spurði „hvað ertu að fara?“ Ég sagði að hann hefði unnið þarna við vegagerð og við skyldum að- eins skoða gamla veginn. Þá kom sagan: „Hérna lögðum við bílun- um á nóttunni, hérna voru tjald- búðinar síðast en fyrst voru þær hérna neðar, hérna festist jarðýt- an“ o.fl. Þetta var sögustund alla leið í Reykjanes, en við komumst alla leið niður eftir gamla vegin- um. Það var ekki minnisleysi hjá þessum unglingi. Þegar við kom- um í Reykjanes voru Inga Lára, dæturnar og fjölskyldur mættar. Við dvöldum í Reykjanesi og fór- um um sveitina og fræddi hann okkur um heimaslóðirnar og gömlu dagana. Hann hafði virki- lega gaman af þessu ekki síður en við hin. Alli og Rúna komu í heimsókn til okkar í Noregi. Það var gaman að keyra með þau um þrönga vegi, í ferjur, í jarðgöng, alltaf eitthvað nýtt. Hann hafði haft á orði að Noregur hefði stolið fólk- inu sínu, en sagði þegar leið á ferðina „ég skil ykkur vel að hafa flutt hingað, hérna er virkilega fallegt“. Ég hafði sagt honum að hann yrði sem fyrrverandi vöru- bílstjóri að sitja í bílnum með mér þessa þröngu vegi sem hanga ut- an í fjöllunum og ekki hægt að mæta bíl á löngum köflum. Gamla vörubílstjóranum, þá 93 ára, fannst þetta virkilega gaman. Margt er það sem fer um hugann þegar maður kveður tengda- pabba í hinsta sinn eftir nær 45 ára kynni. Ég veit að núna er hann í Djúpinu hjá sínum nánustu sem farnir eru á undan honum. Ég votta Rúnu og öllum dætrun- um mína dýpstu samúð. Meira: mbl.is/minningar Elvar Bæringsson. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Elsku afi. Þegar ég átti heima á Ísafirði gisti ég oft hjá ykkur ömmu þegar ég kom til Reykja- víkur og ég man hvað mér fannst tilkomumikið að heimsækja þig í fallega Grundargerðisgarðinn, þegar hann var í þinni umsjá sem verkstjóri hjá Skrúðgörðum Reykjavíkurborgar. Þegar ég var 22 ára byrjaði ég að búa í bílskúr við Ægisíðuna og þar sem við Bjarki áttum ekki þvottavél kom ég aðra hvora viku, í nokkur ár, í Espigerðið til þess að þvo þvott- inn okkar. Þú kenndir mér ým- islegt á þessum tíma, eins og t.d. að búa til appelsínumarmelaði, jólaköku og kindakæfu, sem hef- ur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, og svo sátum við í eldhúsinu og spjölluðum um lífið og tilveruna. Ég endaði líka oft á því að taka eitthvert góðgæti með mér heim því þú þurfti alltaf að sjá til þess að allir færu frá þér saddir og sælir. Þú varst nefnilega bæði höfðingi fjölskyldunnar og höfð- ingi heim að sækja og varst einn af þeim sem segja „hjálpi þér sá sem vanur er“ þegar maður hnerraði, sem mér hefur alltaf þótt svo vænt um að heyra. Við höfum reynt að heimsækja ykkur ömmu í Árskógana aðra hvora helgi síðan Ísabella Sól fæddist árið 2007, og Jökull Máni árið 2010, og alltaf sagðir þú okkur að þér þætti mikið til okkar koma og þér þætti vænt um að fá okkur í heimsókn. Þú varst blíður og góð- ur og bjóst yfir ómældri þolin- mæði, og í seinni tíð þegar þú varst orðinn þreyttur og vissir ekki alveg hver ég var þá þurfti ég bara að kynna mig og segjast vera nafna þín og heita Þóra, þá bættir þú við að þú vissir það nú alveg að hún Þóra ætti bæði Sól og Mána. Elsku afi, þú munt alltaf skipa stóran sess í hjarta mínu og ég mun sakna þín gríðarlega mikið. Þú varst sá sem sagðir mér að sama hvað gengi á í lífi mínu þá þyrfti ég bara að muna að ég væri bæði einstök og sérstök, og að ég ætti ekki að láta telja mér trú um neitt annað. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson) Þín dótturdóttir, Þóra Björk. Elskulegur afi minn er fallinn frá en eftir stendur frábær tími og frábærar minningar sem munu lifa að eilífu. Persónuleiki hans var einstakur og í raun ótrú- leg forréttindi að fá að alast upp í kringum hann. Þegar ég heyri um dyggðirnar verður afi ávallt fyrsti maður sem kemur upp í hugann. Hann var í senn höfðingi og herramaður. Það er gaman að geta sagt, hvort sem var á unglingsárum mínum eða á síðustu árum hans, að afi hafi verið mér mikil fyrir- mynd. Lærdómurinn sem ég dreg af lifnaðarháttum hans, fram- komu og gjörðum er gríðarlegur. Hugulsemin að sækja og keyra mig í tómstundir á yngri árum var mikil. Það var ekki bara gamall afi að sækja mig, heldur vinur minn með frábæran húmor. Hann var þolinmóður og yfirvegaður og alltaf boðinn og búinn. Ég fékk líka að kynnast ljónhörðum verk- stjóra sem lagði lífsreglurnar þegar á þurfti að halda á mínum á yngri árum. Það er samt ofar öllu húmorinn og náungakærleikur- inn sem stendur upp úr. Hnytt- inn, orðheppinn og óhræddur að grínast með sjálfan sig, sem og aðra. Ofan á það bar afi með sér áru, þar sem allir sem kynntust honum fengu að upplifa ást og umhyggju frá yndislegum manni. Þegar ég skrifa þessa minn- ingu og hugsa til afa þá er mér þakklæti efst í huga. Ég upplifði alltaf eitthvað sérstakt í nærveru hans. Takk fyrir að hafa áhrif á mig sem einstakling með jákvæðu fordæmi. Takk fyrir frábært lífs- viðhorf, mín lífsgildi hafa mótast af þeim. Ég veit ekki hvort ég muni drekka heitt vatn með mjólk út í eða stefni á að verða 102 ára en ég mun leitast við að nálgast hlutina með þínu viðhorfi og skapa mér áru í líkingu við þína. Ég veit þú hefur verið í góðum höndum og verður áfram með þínu fólki. Ég er gríðarlega stolt- ur að fá að heita Þórhallur í höf- uðið þér. Takk fyrir allt. Takk fyr- ir mig. Þinn nafni, Þórhallur Siggeirsson. Elsku afi, það eru svo margar minningar sem koma í hugann og það sem einkennir þær allar er hversu góður og yndislegur mað- ur þú varst. Takk fyrir að hafa dyrnar alltaf opnar fyrir mig og fyrir að taka alltaf á móti mér með opnum örm- um og kossi. Takk fyrir allar kvöldmáltíðirnar og kaffisopana. Takk fyrir að vilja alltaf bjóða mér eitthvað þegar ég var í heim- sókn og fyrir að taka ekki nei fyr- ir svar. Oftast endaði það á að ég þáði jólakökubita og mjólkurglas, enda ekki hægt að neita að fá bita af bestu jólaköku í heimi. Takk fyrir að sýna mér alltaf áhuga og spyrja mig spjörunum úr þegar ég kom í heimsókn og seinna meir þegar ég kom með Sigga og Svan- hildi í heimsókn. Takk fyrir að hafa áhyggjur af mér þegar ég var að keyra ein heim til Ísafjarð- ar, ef ég gleymdi að hringja á leið- arenda hringdir þú því þú gast ekki farið að sofa fyrr en þú vissir að það væri allt í lagi með mig. Takk fyrir að segja mér sögur af þér og úr Djúpinu, ég var ekki há í loftinu þegar ég áttaði mig á að hjartað þitt átti heima í Ísafjarð- ardjúpi. Það er ómetanlegt fyrir mig að hafa komið til Íslands og heimsótt þig vikuna fyrir andlátið, það var svo gott að fá koss frá þér á ennið og geta sagt hvað mér þótti vænt um þig. Þú varst orðinn þreyttur en samt sem áður var stutt í húm- orinn þinn. Ég spurði hvort það væri vel hugsað um þig og þú svaraðir: „Ég væri fífl ef ég segði nokkuð annað en að það væri vel hugsað um mig, hér er yndislegt fólk sem hugsar vel um mig.“ Ég veit ekki hvað oft þú baðst Guð að geyma mig og þakkaðir mér fyrir allt þegar ég sat hjá þér en það er svo lýsandi dæmi um hvern mann þú hafðir að geyma, þakklátur fyrir allt og alltaf að passa upp á þitt fólk. Ég grínaðist oft við þig Þórhallur Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.