Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 32

Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú eignast vini í dag með hjálp innsæisins og segir réttu hlutina á rétta augnablikinu. Fjölskyldan býður því það besta sem völ er á. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að hafa mikið fyrir hlutunum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Sýndu honum samt fyllstu kurteisi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverj- um ekki. Skýr fókus hefur meiriháttar áhrif. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er komið að því að þú þarft að leita til vina og vandamanna um aðstoð ef þú ætlar að koma hugðarefni þínu í end- anlegan búning. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst stundum erfitt að ráða í þau kennileiti sem verða á vegi þínum og ert því stundum óviss um framhaldið. Leyfðu vin- um þínum að umvefja þig kærleika nú. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst þú þurfa að fá sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þitt. Fólk hefur áhuga á því og bíður í eftirvæntingu eftir næsta uppátæki þínu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Gerðu þér far um að kanna alla málavexti til hlítar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumir hlutir virðast svo flóknir og fjarlægir að þér finnst þú hafir ekkert í þá að gera. Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Merktu við daginn í dag í dag- bókinni þinni. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum málin og skipuleggja fram- gang þeirra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gætir þú haft betra starf? Hug- myndir þínar um auknar tekjur eiga rétt á sér. Fjölskyldumeðlimir sem þú hefur ekki séð í háa herrans tíð láta senn á sér kræla. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er vandi að velja og því meiri þeim mun fleira sem í boði er. Gefðu þér góðan tíma; það er ekkert sem rekur á eftir þér. Reyndu að sýna þolinmæði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu umbætur á heimili þínu í dag og leggðu þig fram um að bæta samband sem hefur verið að versna. Vertu bara fyrst og fremst sannorður og skorinorður og þá mun áhuginn haldast. Fésbókarsíða Steinunnar Hafstaðvar skemmtileg 27. apríl, þar sem hún óskaði góðum hálsum gleði- legs sumars og sagði: „Vængir ástarinnar þjóna draumnum um frelsið, ef stríð, nátt- úruhamfarir og skuldafangelsi heftir ekki för, þótt sumum nægi hugar- flugið, eins og ég hef til allrar ham- ingju getað leyft mér að njóta. Á fimmta degi sumars sit að sumbli og yrki ljóð um ást, sem gefur lífi lit – hann legg í reynslusjóð. Lit, sem jafnan lífi ann, svo ljóma augun skær. Væntumþykju og fegurð fann í félaga í gær. Raunin virðist reyndar sú, ef rýni örlög í um gaman einnar nætur nú. Er nokkurt vit í því? Núna lítum við til baka yfir vet- urinn og tínum allt til, sem áunnist hefur og horfum fram um leið með von um að nýta moltuna okkar í upp- eldisreit nýrra hugmynda á komandi sumri, sem svo verða lifibrauð okkar næsta vetur. Já, ástin er sterkt afl, sem vinnur með okkur, ef við missum aldrei sjón- ar á henni og heitum sjálfum okkur því, að taka alltaf fagnandi á móti henni, þegar hún birtir okkur mynd sína þann daginn, sem stundum er felumynd eða hreinlega púsluspil, sem ekki má vanta neinn kubb í, ef við eigum að geta nærst. Myndin, sem ég áttaði mig síðast á, að hafði verið næringin mín í vet- ur, birtist nýlega, þegar ég var spurð að því, hvort ég hefði verið hjá sjúkraþjálfara – ég væri orðin svo teinrétt? „Já“, sagði ég, „ég bý með einum“! „Ha, með hverjum býrðu“? Man ekki, hvernig ég svaraði, til- einka honum kveðjuorðin að þessu sinni með ómældum þökkum fyrir að hafa drifið mig á fætur og út, gengið mér við hlið í vetur – bundinn og sæll! Fann í dag í fyrsta sinn framfarir, sem þakkað get dyggri tryggð og kossi á kinn frá kærum hundi, sem ég met. Merkið svo við 10. maí, ef þið viljið fylgjast með þessu dásamlega lífi mínu áfram. Munið að rækta ástina, með því að leita stöðugt að felumynd hennar og litla kubbnum í púsluspili hvers dags. Þannig næra ávextir hennar ykk- ur endalaust – Lifið heil! “ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vængir ástarinnar og draumurinn um frelsið Í klípu „NEI, ÉG GET ÓMÖGULEGA TEKIÐ Á MIG AÐRA ÁR. ÉG ER NÚ ÞEGAR MEÐ OF LÍTINN STAF.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU EKKI KVITTUNINA ÞÍNA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá hvort annað með nýjum augum. ÉG ER VAKANDI! OG ÞEIR SÖGÐU AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI HÆGT! ÉG FERÐAST HÁLFAN HRING UM HNÖTTINN TIL ÞESS AÐ BERJAST VIÐ HINN ALRÆMDA HRÓLF HRÆÐILEGA – OG HVAÐ SEGIR KONAN HANS? „HANN KOM SVO SEINT HEIM Í GÆRKVÖLDI AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ LEYFA HONUM AÐ SOFA ÚT Í MORGUN.“ Fréttir um tafir við gerð Vaðlaheið-arganga vegna vatnsflóðs og ófyrirséðra aðstæðna í jarðlögum hafa skapað undarlega umræður að undanförnu. Landeyjahöfn ber oft á góma undir sömu formerkjum en mörgum þykir að við gerð hennar hafi verið farið fram af meira kappi en forsjá. Á félagsmiðlum segir að atkvæðasólgnir alþingismenn, eins og það var kallað á samfélags- miðlum, rasi um ráð fram þegar kemur að ákvörðunum um stór- framkvæmdir úti á landi. Þeir skeyti í litlu um niðurstöður verkfræðinga sem fái ekki svigrúm til rannsókna eða beint ákvörðunarvald. Samt er það nú svo að niðurstöðum vísinda- manna er að öllu jöfnu fylgt, en hversu traustar eru þær? Þekking eykst, starfshættir þróast, tækni er betri og svo mætti áfram telja. Allt á að vera pottþétt þegar kemur að framkvæmdum, sem þó fara svo oft í handskolum. Við þær aðstæður þyk- ir þjóðráð að hengja bakara fyrir smið og varpa ábyrgðinni á stjórn- málamenn, sem er ósanngjarnt. x x x Þótt maðurinn sé máttugur hefurhonum enn ekki tekist að sigra krafta náttúrunnar eða fá fullan skilning á þeim. Enginn sá fyrir vatnsagann í fjöllunum fyrir norðan og reginöflin við Landeyjasand eru sterkari en nokkur gerði sér í hug- arlund. Við þessu er ósköp lítið að gera, nema bregðast við aðstæðum af auðmýkt og að leysa vandann. Í flestum stórframkvæmdum á Ís- landi hefur raunar eitthvað óvænt komið upp á sem sett hefur strik í reikninginn. Á ýmsu gekk við gerð Héðinsfjarðarganga, við Kára- hnjúka voru jarðborar fastir mán- uðum saman undir Þrælahálsi, eld- gos raskaði öllu í Kröflu og gufuafl Hellisheiðarvirkjunar er að fjara út. Og gleymum ekki heldur að álfar og huldufólk hefna sín stundum ráðist vegagerðarmenn á þess helgu vé. x x x Auðvitað verður sett undir lekann íVaðlaheiði og Landeyjahöfn kemst í lag. Teljum bara upp að tíu. Þetta bjargast allt og reglan er sú að eftir því sem mál verða flóknari er lausnin einfaldari. víkverji@mbl.is Víkverji Þið þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gerðist fátækur ykkar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þið auðguðust af fátækt hans. (Síðara Korintubréf 8:9) Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.