Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Af hverju leit Katrín svona vel út? 2. Lét handtaka 10 ára son sinn 3. Mayweather sigraði Pacquiao 4. Stórmeistarajafntefli í Serbíu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Evrópustofa og Bíó Paradís efna til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í sam- starfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð í sex bæjum á land- inu síðar í mánuðinum. Myndirnar verða sýndar á Egilsstöðum 15. maí, Höfn í Hornafirði hinn 16., Akranesi 19., Ísafirði 21., Akureyri 23. og Sel- fossi 26. maí. Evrópsk kvikmynda- hátíð í sex bæjum  Sýning Lóu Bjarkar, UNDRA- LANDIÐ II, verður opnuð í SÍM- salnum, Hafnar- stræti 16, kl. 17 til 19 í dag. Lóa sýnir nýleg akrýl- málverk unnin á striga og myndir unnar á pappír með vatnslitum og blandaðri tækni. Sýning Lóu Bjarkar opnuð í SÍM-salnum  Jesper Pedersen, tónskáld og hljóðlistamaður, verður í aðal- hlutverki á tónleikum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu miðvikudags- kvöldið 6. maí klukk- an 20 í tónleikaröð- inni Jaðarberi. Áheyrendur fá að kynnast nýjustu verkum Jespers Pedersen í hljóði og mynd. Verk Jespers Peder- sen í Hafnarhúsinu Á þriðjudag Norðaustlæg átt 5-10 m/s, en 10-15 við suðaustur- ströndina. Skýjað að mestu og líkur á dálitlum éljum norðaustan- og austanlands, en annars víða bjart og hiti 1 til 6 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 4-10 m/s. Dálítil él austantil, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert og víða á Norðurlandi. Hiti 1 til 7 stig, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan. VEÐUR Samningaviðræður á milli Helenu Sverrisdóttur, fremstu körfuknatt- leikskonu landsins, og uppeldisfélags hennar Hauka eru á lokametr- unum. Hún verður að öllum líkindum kynnt sem spil- andi aðstoðarþjálfari liðs- ins í vikunni. Haukar munu þá einnig kynna Ingvar Guðjónsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. »1 Helena spilandi aðstoðarþjálfari Stjarnan og Grótta mæt- ast í fyrsta leik úr- slitaeinvígisins um Ís- landsmeistaratitil kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi annað kvöld. Stjarnan leikur til úrslita þriðja árið í röð en vann titilinn síðast árið 2009. Grótta er í fyrsta sinn komin í úrslitin. »8 Stjarnan og Grótta leika um Íslandsmeistaratitil Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik skoraði þrjú síðustu mörkin, á rúmum tveimur mínútum, gegn Serb- íu í Nís í gær og tryggði sér þar með afar mikilvægt 25:25-jafntefli gegn heimamönnum í baráttunni um að komast á Evrópumótið sem fram fer í Póllandi í janúar á næsta ári. Ísland og Serbía eru með 5 stig hvort en Svartfjallaland efst með 6 stig. »2 Strákarnir kræktu í dýrmætt stig í Serbíu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það eru engin tímamörk á því hvað maður getur verið lengi úti í sjónum. Þetta reynir töluvert á og það spilar talsvert inn í að maður finnur ekki fyrir kulda – manni er frekar of heitt ef eitthvað er,“ segir Bjarki Þorláks- son, brimbrettakappi hjá surf.is. Ekki er óalgeng sjón að sjá bíla keyra með brimbretti á toppnum við strendur landsins en Bjarki segir að hópurinn sem stundi íþróttina sé um 50 manns en stöðugt fjölgar þeim sem læra hvernig á að standa ölduna. Bjarki og félagar reka brimbretta- skóla, þann eina hér á landi, og sækja um 100 manns námskeið hjá skól- anum á hverju ári. „Marga langar að prófa og við fáum margar fyrirspurnir. En þar sem við erum nú á Íslandi þá þurfa aðstæður að vera þannig að það sé hægt að fara með fólk út í sjó, veður og vindar þurfa að spila saman. Síð- asta sumar var t.d. ekki nógu gott vegna aðstæðna. Það kostar 16.900 krónur á nám- skeiðið, þar sem allt er innifalið. Það þarf ekki að eiga neitt nema góða skapið,“ segir hann og bætir við að sportið sé ekki mjög dýrt. „Upphafskostnaður er um 200 þús- und, fyrir bretti og galla. Það er frjálst að fara í sjóinn hvar sem er og það þarf ekki að borga aðgangseyri ofan í. Þetta er auðvitað jaðarsport og maður fer ekki á æfingar – þetta er ákveðinn lífsstíll og snýst meira um að hafa gaman af.“ Magnaðar öldur og landslag Algengasti staðurinn fyrir brim- bretti hér á landi er Þorlákshöfn en hægt er að stunda íþróttina mun víð- ar. Öldurnar hér við land þykja magn- aðar og landslagið ekki síðra. Þó að flestir tengi brimbretti við sól og sum- ar þá er íþróttin stunduð hér á landi jafnt í frosti og kulda sem hita og sól. „Kjöraðstæður eru logn og öldur. Við viljum ekki rokið. Við erum í svo- kölluðum 6-5-4 blautbúningi. Hann er 6 mm þykkur að hluta til, 5 mm að hluta og 4 mm að hluta, þetta eru kallaðir vetrargallar erlendis. Flestir nota þá árið um kring hér á landi. Svo er hetta, vettlingar og skór en á sumrin er hægt að sleppa hettunni og hönskunum. Það er kalt þegar farið er í gallann og farið úr. En á meðan maður er úti í sjónum þá finnur maður ekki fyrir kulda.“ Stór nöfn hafa komið Ísland er að verða þekkt sem brim- brettaland og þarf ekki mikla leit á leitarvefnum Google til að sjá marga kunna brimbrettakappa reyna sig við öldur Atlantshafsins. „Maður sem heitir Ian Battrick hefur stundað brimbretti hér í nokkur ár og er búinn að senda margar mynd- ir héðan í stór tímarit út um allan heim. Ísland er að verða þekktara sem brimbrettaland með góðar aðstæður.“ Lítill vindur en stórar öldur  Brimbrettaíþróttin er ört vaxandi  Þeim fjölgar sem læra að standa ölduna Ljósmynd/surf.is Vaxandi áhugi Nemendur á brimbrettanámskeiði í Þorlákshöfn. Æfingin skiptir miklu máli í glímunni við öldurnar og sömuleiðis búnaðurinn. Segja má að áfengisframleið- andinn Jägermeister hafi komið Íslandi á kortið sem brimbretta- landi. Fyrirtækið gerði 60 sek- úndna auglýsingu sem birtist í Bretlandi fyrir nokkrum árum en var bönnuð skömmu síðar. Þá var hún sett á Youtube þar sem hún sló í gegn. Þá sagði Daily Mail einnig frá málinu og birti fjölmargar mynd- ir af ævintýraferð þeirra Oli Adams, Owa- in Davis, Richie Fitz- gerald, David Blo- unt og Ben Skinner sem er at- vinnumaður á brimbretti. Brimbretta- landið Ísland ERLENT BRIMBRETTAFÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.