Fréttablaðið - 21.01.2015, Side 56

Fréttablaðið - 21.01.2015, Side 56
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 28 HANDBOLTI Hafi einhver efast þá er öllum nú ljóst að íslenska lands- liðið er komið á fullan skrið á HM í handbolta. Loksins, eftir afar erf- iða byrjun á mótinu hér í Katar. Ísland sendi skýr skilaboð til annarra liða í keppninni með því að gera jafntefli gegn Evrópu- meisturum Frakklands í Duhail- keppnishöllinni í Doha í gær og undirstrikaði það góða frammi- stöðu þeirra að þeir gengu allir sem einn svekktir af velli. Úrslitin þýða að strákarnir eru skrefi nær 16-liða úrslitunum og eiga enn raunhæfa möguleika á öðru sæti riðilsins. Fram undan eru afar þýðingarmiklir leikir, fyrst gegn Tékklandi og svo Egyptalandi en miðað við frammistöðuna í gær eru strákarnir til alls líklegir haldi þeir uppteknum hætti. Trúin alltaf til staðar Leikurinn í gær var spennandi en hann byrjaði á óþægilega kunnug- legum nótum. Strákarnir voru að spila sig í færi en aðeins eitt skot af fyrstu sex rataði á rammann. En þökk sé góðri vörn og frábærri markvörslu Björgvins Páls Gúst- avssonar fengu sóknarmennirnir tækifæri til að koma sér í gang, sem þeir og gerðu. „Þetta segir allt um þeirra skap- gerð og sýnir úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru með hjartað á rétt- um stað og með gríðarlegan sigur- vilja. Við vitum vel að þeir geta þetta og trúin er til staðar. Þetta var bara tímaspursmál enda kom þetta á endanum,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Aron Kristjánsson. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og sýndi enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægur hann er lið- inu. Björgvin Páll Gústavsson var magnaður, Alexander Petersson byrjaði hægt en honum óx ásmeg- in og þá átti Snorri Steinn Guðjóns- son sinn langbesta leik í keppn- inni. Vörnin var frábær í leiknum og margir lögðu hönd á plóg. Aron hrósaði svo Ásgeiri Erni Hall- grímssyni fyrir hans framlag í sókninni. „Hann steig upp og tók mikla ábyrgð í kvöld. Það var gott að sjá það. Björgvin var svo sterk- ur í markinu sem var lykilatriði fyrir okkur.“ Frakkar héldu sér inni í leiknum með markvörslu Thierry Omeyer og kröftugum sóknarleik þegar mest á reyndi í síðari hálfleik. Ísland var þá í miklu basli með að feta þá þröngu línu sem varnar- mönnum er sett í þessari keppni og það nýttu Frakkar sér. En allra erfiðast var að eiga við línuspil Frakkanna og hinn ógnarsterka Cedric Sorhaindo á línunni. Ísskápurinn var erfiður „Ísskápurinn er hann kallaður,“ bendir Aron á og hristir haus- inn. „Hann þarf ekki mikið pláss og þegar dómgæslan er svona er gríðarlega erfitt að finna lausn á þessu. Kannski er hægt að vera klókari en við vorum en strák- arnir sýndu mikla þolinmæði. Við náðum að taka þá oft úr jafnvægi með því að breyta nokkrum smá- atriðum hjá okkur. Það var gott að hafa klárað þetta með þessu jafn- tefli þrátt fyrir allt.“ Sýna sama vilja gegn Tékkum Eftir hina bagalegu byrjun Íslands á mótinu þar sem strákarnir stein- lágu fyrir Svíum tóku þeir sig saman í andlitinu og gerðu nóg til að vinna Alsír í næsta leik. En leikurinn í gær var í allt öðrum og miklu betri gæðaflokki. „Við verðum að vera sáttir við svona frammistöðu. En samt ekk- ert sáttari en svo að þetta er bara eitt framfaraskref. Næst kemur lykilleikur gegn Tékkum og við verðum að sýna sama sigurvilja og við gerðum í kvöld strax frá fyrstu sekúndu.“ Þetta var bara tímaspursmál Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. „Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eft ir leik. ÞAÐ MUNAÐI SVO LITLU Þessi svipur leikstjórnandans Snorra Steins Guðjónssonar segir meira en mörg orð. Íslenska liðið spilaði mjög góðan leik á móti Ólympíu- og Evrópumeisturum Frakka í gær og var svo nálægt sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is SPORT HANDBOLTI Hans Lindberg tryggði Dönum 30-30 jafntefli á móti Þýskalandi á HM í gær og urðu íslensku þjálfararnir Guðmundur Guðmundsson (þjálfari Danmerkur) og Dagur Sigurðsson (þjálfari Þýskalands) því að skipta á milli sín stigunum í fyrsta Íslendinga- slagnum (kannski af nokkrum) á heimsmeistaramótinu í Katar. Jöfnunarmark Lindbergs, sem á íslenska foreldra, kom af víta- punktinum rúmri mínútu fyrir leikslok en Þjóðverjar fengu lokasókn leiksins þar sem danska vörnin tók tvö skot. Þýska liðið var þremur mörkum yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en annars var jafnt á nær öllum tölum. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Dagur og Guðmundur hafa þar með gert jafntefli í bæði skiptin sem þeir hafa mæst á stórmótum en Ísland (Guðmundur) og Austurríki (Dagur) gerðu jafntefli undir þeirra stjórn á EM í Austurríki 2010. -óój „Íslendingurinn“ tryggði Dönum jafntefl i í Íslendingaslagnum STIG Á MANN Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson eftir jafnteflið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN Aron Pálmarsson hefur komið að flestum mörkum af öllum leikmönnum heimsmeistaramótsins í Katar eftir þrjár fyrstu umferðirnar samkvæmt tölfræði móts- haldara. Aron er í þrettánda sæti yfir flest mörk (16) og í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar (17) en enginn hefur átt þátt í fleiri mörkum, mörk+stoðsendingar (33). Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum en hann hefur gefið einni fleiri en Aron. Aron hefur eitt mark í forskot á Makedóníumanninn Kiril Lazarov (22+10) þegar kemur að því að eiga þátt í flestum mörkum en Mikkel Hansen (11+18) er þar í þriðja sæti fjórum mörkum á eftir Aroni. Með Hansen í þriðja sætinu eru Nikola Karabatic frá Frakklandi, Zarko Markovic frá Katar og Steffen Weinhold frá Þýskalandi. Aron hefur átt þátt í fl estum mörkum ÚRSLIT C RIÐILL Tékkland - Egyptaland 24 - 27 (10-13) Ísland - Frakkland 26 - 26 (14-12) Mörk Íslands (Skot): Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (7), Aron Pálmarsson 5 (11), Snorri Steinn Guð- jónsson 4 (5), Alexander Petersson 4 (12), Guðjón Valur Sigurðsson 3/2 (5/2), Róbert Gunnarsson 2 (3), Arnór Þór Gunnarsson 2 (4), Kári Kristján Kristjánsson 1 (2), Arnór Atlason (2). Stoðsendingar: Aron Pálmarsson 9, Alexander Petersson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Arnór Atlason 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14/2 (39/5, 36%), Aron Rafn Eðvarðsson (1/1, 0%), Fiskuð víti: 2 (Róbert Gunnarsson, Vignir Svavarsson). Mörk Frakklands (skot): Nikola Karabatic 6 (6), Cédric Sorhaindo 5 (7), Guillaume Joli 4/4 (6/5), Daniel Narcisse 3 (5), William Accambray 3 (7), Luka Karabatic 2 (4), Michaël Guigou 2 (4/1), Valentin Porte 1 (2), Thierry Omeyer (1), Xavier Barachet (2) . Varin skot: Thierry Omeyer 18 (44/2, 41%), Svíþjóð - Alsír 27 - 19 (15-6) STAÐAN Svíþjóð 3 3 0 0 87-57 6 Frakkland 3 2 1 0 84-77 5 Egyptland 3 2 0 1 85-72 4 Ísland 3 1 1 1 74-74 3 Tékkland 3 0 0 3 73-93 0 Alsír 3 0 0 3 63-93 0 D RIÐILL Argentína - Sádí-Arabía 32 - 20 (13-11) Pólland - Rússland 26 - 25 (12-13) Danmörk - Pólland 30 - 30 (16-16) STAÐAN Þýskaland 3 2 1 0 86-82 5 Danmörk 3 1 2 0 92-72 4 Pólland 3 2 0 1 76-77 4 Argentína 3 1 1 1 79-68 3 Rússland 3 1 0 2 78-70 2 Sádí-Arabía 3 0 0 3 55-97 0 LEIKIR DAGSINS A: Slóvenía - Brasilía kl. 14:00 A: Síle - Hvíta-Rússl. kl. 14:00 A: Katar - Spánn kl. 16:00 B: Íran - Austurríki kl. 14:00 B: Makedónía - Króatía kl. 16:00 B: Bosnía - Túnis kl. 16:00 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins ÍSLAND FRAKKLAND 26 - 26 (14 - 12) Í HVAÐA STÖÐUM HAFÐI ÍSLAND BETUR HRAÐAUPPHLAUP 5 5 ● 1. BYLGJA 2-0 (+2) ● 2. BYLGJA 3-5 (-2) ● 8 Í PLÚS Á HÆGRI VÆNGUR- INN Ísland fékk átta mörk frá hægri vængnum, fimm úr skyttustöðunni og þrjú úr horni en Frakkar fengu ekki mark úr þessum stöðum. ● HEITUR Í FYRRI HÁLFLEIK Björgvin Páll Gústavsson varði 10 af 22 skotum Frakka í fyrri hálfleiknum þar af sex þeirra maður gegn manni. Þetta gerir 45 prósent markvörslu. ● SNORRA-MÍNÚTUR Snorri Steinn Guðjónsson kom að fjórum mörkum í röð í fyrri hálfleik (2 mörk og 2 stoðsendingar) þegar Ísland breytti stöðunni úr 4-6 í 8-7. ● NÍU STOÐSENDINGAR Aron Pálmarsson átti níu stoðsendingar í leiknum, þar af þrjár inn á línu, tvær í fyrstu bylgju í hraðaupphlaupi og eina niður í horn. ● OF MÖRG SKREF Nikola Karab- atic missti boltann þrisvar sinnum eftir að hann tók of mörg skref. -2 35% 14-18 41% -2 7-11 -1 14-10 0 0 +5 -2-1 +3 Aron Pálmars Mörk 5 Skot 11 Stoðsendingar 9 Eina ráð Frakka var að reyna að klippa hann út. MARKVARSLAN Brottvísanir (mín.) Lína Hraðaupphlaup Gegnumbrot Tapaðir boltar Víti Ásgeir Örn Mörk 5 Skot 7 Stoðsendingar 1 Frábær í vörninni og nýtti færin sín vel. Bestu menn íslenska liðsins Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 D -6 F A C 1 7 7 D -6 E 7 0 1 7 7 D -6 D 3 4 1 7 7 D -6 B F 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.