Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 11
Bragginn Kúrir fallega í skjóli í Birtingaholti og þar er hægt að sitja úti þegar veður er gott. þær eru miklar flökkukindur og hafa ferðast um víða veröld á framandi slóðir. „Við fórum í okkar fyrsta stóra ferðalag saman til Mið-Asíu fyrir um tíu árum. Við höfum báðar verið mik- ið í Suður-Ameríku, ég bæði ferðaðist þar um og skellti mér svo í skóla í Mexíkó, var þar í skiptinámi þegar ég var í viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur. Erna vann um tíma á El Agrado í Kolumbíu, sem er „Cupp- ing Lab“ og er eins konar kaffi- greiningarstofa, rekin af kaffirækt- unarsambandi Kólumbíu. Erna komst í samband við fólk sem vann þar í gegnum Sonju Grant sem átti á þessum tíma Kaffismiðjuna. Erna vann þar með fólki sem smakkaði og greindi galla í kaffi frá kaffibændum í héraðinu með það að markmiði að að- stoða bændurna við að bæta fram- leiðslu sína. Á búgarðinum var líka stunduð tilraunaræktun á kaffi.“ Ævintýri og útivist eiga vel við sveitastelpuna Ásthildi, sem hefur frá síðustu jólum gengið með gönguhópi sem kallar sig Fjallafólk. „Við göngum saman einu sinni í viku og förum í heilsdagsferð eða helgarferð einu sinni í mánuði, þar sem við sigrum fjall eða jökul,“ segir Ásthildur, sem er einnig nýgengin til liðs við björgunarsveit og er í nýliða- þjálfun hjá björgunarsveitinni Ár- sæli. Beint frá býli Bakkelsi Braggans er hollt og hráefnið kemur úr nágrenninu. Svansbolli Hönnun og handverk Ernu. Tvíburasystur Ferðalangarnir Ásthildur og Erna saman á Malaga í sólinni. Notalegt Heldur betur huggulegt að sitja úti í sól við bragga. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 „Í leirvinnustofunni gefst gestum kostur á skoða verkstæðið, fræðast um framleiðsluferlið og fylgjast með því hvernig vörurnar eru fram- leiddar frá byrjun til enda. Spjalla við framleiðslustúlkuna og yfir- hönnuðinn og versla frá henni, beint og milliliðalaust. Kaffihúsið byggir á svipuðum gildum, þar stefnum við á að nýta sem best okkar heimasvæði, Hrunamannahreppinn sem er eitt af helstu matvælaframleiðslu svæðum á landinu. Ferskleiki, rekjanleiki og holl- usta eru okkur ofarlega í huga en þar sem okkur finnst gott að borða góðan mat viljum við að bragð og gæði séu í fyrirrúmi. Afurðir beint frá býli með sem fæstum milliliðum. Við erum staðsett í um 10 mínútna keyrslufjarlægð frá Flúðum, í kyrrð og ró með útsýni yfir bæði Heklu og Eyjafjallajökul.“ (Af Facebook-síðu Braggans) Braggi þeirra mæðgna, Ernu, Ásthildar og Láru, er opinn alla daga sumarsins frá kl. 11-18. Á fimmtudagskvöldum eru írsk kaffikvöld og þá er opið til 22 (eða lengur ef stemningin er góð). Um helgar er boðið upp á dögurð frá kl. 11-14. Bragginn er í Birtingaholti 3, rétt utan við Flúðir. Fylgst með á vinnustofu BRAGGINN Í BIRTINGAHOLTI Vinnustofa Listamaðurinn Erna hannar og býr til leirmuni í bragganum góða. www.lyfja.is Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Lyfjaauglýsing 20% afsláttur af 100g og 150gVoltarenGel í júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.