Morgunblaðið - 04.06.2015, Side 12

Morgunblaðið - 04.06.2015, Side 12
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stéttarfélög iðnaðarmanna sem eru í kjaraviðræðum við Samtök atvinnu- lífsins (SA) hafa boðað verkfall 10.- 16. júní nk. Ótímabundið verkfall á svo að hefjast 24. júní. Félögin eru MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildar- félög Samiðnar, Félag hársnyrti- sveina og aðildarfélög RSÍ, alls 25 stéttarfélög. Kosning um verkfallsboðun náði til alls 10.499 félagsmanna. Heimild til verkfallsboðunar var samþykkt með 75,1% atkvæða, nei sögðu 22,1%. Kosningaþátttaka var 44,6%. Næsti samningafundur er boðaður á morgun. Veitingarekstur lamast MATVÍS, Matvæla- og veitinga- félag Íslands, er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Í því eru bakarar, kökugerðarmenn, framreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn, matreiðslumenn, nemar og aðrir sem starfa við framreiðslu, mat- reiðslu og sölu á matvælum. Níels S. Olgeirsson, formaður MATVÍS, sagði að 1.138 félagsmenn hefðu ver- ið á kjörskrá um verkfall. „Verði verkfall stoppa veitinga- hús, mötuneyti, kjötvinnslur og bak- arí um allt land. Matvælaframleiðsla, matreiðsla og framreiðsla stoppar að mestu því að bæði kokkar og þjónar leggja niður störf,“ sagði Níels. Eig- endur veitingastaða geta gengið í störf með fjölskyldum sínum en Níels sagði ljóst að það annaði engan veginn þörfinni. Blöðin koma ekki út Grafía/Félag bókagerðarmanna (FBM) er stéttarfélag iðnaðarmanna í prent- og miðlunargreinum. Á kjör- skrá vegna kosningar um verkfall voru 616 félagsmenn. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu/FBM, sagði að verkfall myndi ná til um 50 vinnustaða, aðallega á höfuðborgarsvæðinu. „Það stoppar allt sem heitir prent- un, forvinnsla, bókband og frágang- ur,“ sagði Georg. Líklega verða al- mennir lesendur fyrst varir við að dagblöð, vikublöð og tímarit koma ekki út meðan verkfallið stendur. Vél- og málmtækni í verkfall VM er félag vélstjóra og málm- tæknimanna. Um 1.744 félagsmenn voru á kjörskrá vegna verkfallsins. „Vél- og málmtækniiðnaðurinn fer svona heilt yfir í verkfall,“ sagði Guð- mundur Ragnarsson, formaður VM. Hann sagði að verkfall myndi ná til félagsmanna VM sem störfuðu sam- kvæmt samningi við SA í vélsmiðjum og járnsmiðjum, önnuðust viðhald véla í fyrirtækjum og ynnu við þjón- ustu sem sneri að vél- og málmtækni. Byggingariðnaður stöðvast Aðild að Samiðn, landssambandi tólf stéttarfélaga iðnaðarmanna, á m.a. starfsfólk í byggingargreinum, bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtæknigreinum, tækniteiknun, garðyrkju og skipasmíði. Hjá Samiðn voru 3.855 á kjörskrá þegar kosið var um verkfallsboðun vegna kjarasamn- ings við SA. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði að verkfalls myndi gæta mikið í byggingariðnaði og víð- ar enda væru iðnaðarmenn víða við störf. Málmiðnaðarmenn utan höfuð- borgarsvæðisins eru flestir í Samiðn. Verkfall þeirra mun stöðva alls kon- ar þjónustu við orkuveitur, stóriðju og sjávarútveginn, viðhald á skipum og fleira. Einnig stöðvast þjónusta við bíla hjá fyrirtækjum innan SA. Verkfallsboðunin nær einnig til hár- snyrta sem eru innan Samiðnar. Hársnyrtar leggja niður störf Í Félagi hársnyrtisveina eru um 400 félagsmenn. Verkfall þeirra mun ná til launþega og nema á hársnyrti- stofum, að sögn Lilju Sæmunds- dóttur, formanns félagsins. Eigend- ur hársnyrtistofa og verktakar geta starfað þrátt fyrir verkfall. Lilja sagði að verkfall myndi ná til flestra félagsmanna, utan nokkurra sem ynnu sem verktakar. Rafiðnaðurinn í verkfall Aðild að Rafiðnaðarsambandi Ís- lands (RSÍ) eiga m.a. Rafiðnaðar- félag Suðurnesja, Félag íslenskra rafvirkja, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, Félag íslenskra síma- manna, Félag rafeindavirkja, Félag tæknifólks í rafiðnaði, Rafvirkjafélag Norðurlands og Félag sýningar- stjóra við kvikmyndahús. Alls voru 2.795 félagar í sex aðildarfélögum RSÍ á kjörskrá vegna verkfallsboðunarinnar gagnvart SA, að því er fram kemur á heimasíðu RSÍ. Verkfallið var samþykkt í öllum aðildarfélögunum sem tóku þátt. Morgunblaðið/Golli Iðnaðarmenn Vikulangt verkfall iðnaðarmanna, sem á að hefjast á miðvikudag í næstu viku, mun hafa mikil áhrif. Víðtæk áhrif verk- falls iðnaðarmanna  Áhrif á byggingarvinnu, veitingarekstur og blaðaútgáfu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent fjármálaráðuneytinu spurningar varðandi framsal ríkisins á eignar- hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og Arion banka hf. árið 2009. Varða spurningarnar gjörninga í stýrihópi þriggja ráðuneyta sem leiddi endur- reisn bankanna eftir hrunið. Þor- steinn Þorsteinsson var þá ráðinn til fjármálaráðuneytisins sem aðal- samningamaður stjórnvalda í samn- ingaviðræðum við skilanefndirnar ásamt ráðgjafafyrirtækinu Hawkpo- int. Var hlutverk Hawkpoint m.a. að gera verðmat á eignum gömlu bank- anna. Afsal án lagaheimildar Vigdís telur umrædd gögn munu staðfesta að Steingrímur J. Sigfús- son, þáverandi fjármálaráðherra, hafi afsalað ríkissjóði tugum millj- arða með framsali á eignarhlut- unum án lagaheimildar og framhjá Fjármálaeftirlitinu. Vísar hún þar m.a. til þeirrar nýbirtu niðurstöðu Bankasýslu ríkisins að ráðherrann hafi skort lagaheimild til framsals- ins. Vigdís lagði spurningarnar fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem hún á sæti, en hún er jafn- framt formaður fjárlaganefndar og situr því í báðum eftirlitsnefndum þingsins. Fjármálaráðuneytið geti því ekki hafnað þessari upplýsinga- gjöf með vísan til upplýsingalaga eins og gert var í fyrra skiptið sem hún óskaði eftir þessum gögnum. Vigdís segir að það sé hennar álit að gjörningar stýrihópsins hafi falið í sér brot á neyðarlögunum. Skyldi semja um virði eigna „Steingrímur J. skipaði stýrihóp sem var falið að semja um virði nýju bankanna, áður en eignarhlutur ríkisins var flutt- ur úr gömlu bönkunum yfir í nýju bankana. Fjármálaeftirlitið var þá búið að leggja fram verð- mat í árslok 2008 og fékk svo er- lendan aðila, endurskoðunar- fyrirtækið Delo- itte, til að meta virði eignarhluta ríkisins. Það gerist svo í byrjun árs 2009 að valdið var tekið af Fjár- málaeftirlitinu og starfsmenn þess gerðir að áheyrnarfulltrúum í stýri- hópnum. Var það byggt á minnis- blaði ríkisstjórnarinnar. Þessum stýrihópi var ekki sent erindisbréf samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfðum fengið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Því er hvergi til verklýsing á því hvað stýrihópurinn átti að gera eða hvaða valdheimildir hann hafði. Það sem vantar nú tilfinnanlega eru fundargerðir númer 1 og 13 frá stýrihópnum þar sem voru teknar mjög afdrifaríkar ákvarðanir … Í svari fjármálaráðuneytisins kom fram að þessar fundargerðir finnist ekki eða hafi jafnvel aldrei verið skrifaðar, sem er ekki mjög trú- verðugt,“ segir Vigdís. Hún bætir við að „þegar í ársbyrjun 2009 hafi verið ákveðið að afhenda kröfuhöf- unum nýju bankanna“. „Það var fundin leið til þess að fara framhjá neyðarlögunum. Það var engin lagaheimild til þess, ekki skv. neyðarlögunum, né lögum um Fjármálaeftirlitið, eða fjárlögum eða fjáraukalögum. Fjármálaeftir- litið hafði ótakmarkaðar lagaheim- ildir til að leggja endanlegt verðmat á eignarhluti nýju bankanna, en þá gekk stýrihópurinn til samninga við kröfuhafa með skelfilegum afleið- ingum fyrir heimili og fyrirtæki í landinu,“ segir Vigdís. Óskar upplýsinga um framsal banka  Þingmaður segir fv. ráðherra hafa afsalað ríkinu tugum milljarða króna Vigdís Hauksdóttir Steingrímur svaraði fyrirspurn Vigdísar um málið á Alþingi í gær. Hann vísaði því á bug að ekki hefði verið lagaheimild fyrir þeirri ákvörðun að framselja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka til kröfu- hafa, með vísan til laga 138/2009. Sagði þau „heimila staðfestingu niðurstöðu samninga uppgjörs milli gömlu og nýju bankanna og eignar- hlutföll í nýju bönkunum“. Hann sagði fjármálaráðuneytið hafa metið það svo að stofnfrumlag ríkisins í bönkunum hefði ekki verið skert. „Frumvarpið sem varð að lögum var ekki heimild til að selja hluti heldur til að staðfesta samningsniðurstöðuna,“ sagði Steingrímur m.a. Snerust ekki um heimild STEINGRÍMUR J. SVARAR FYRIRSPURN VIGDÍSAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.