Morgunblaðið - 04.06.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nokkrir menn hafa verið nefndir
sem líklegir frambjóðendur í for-
setakjöri Alþjóðaknattspyrnusam-
bandsins, FIFA, eftir að Sepp
Blatter tilkynnti í fyrradag að hann
hygðist segja af sér. Talið er að for-
setakjörið fari fram í fyrsta lagi eft-
ir hálft ár, eða í desember.
The New York Times skýrði frá
því í gær að bandaríska alríkislög-
reglan, FBI, væri að rannsaka
hvort Blatter væri viðriðinn spill-
ingu innan FIFA. Bandaríska sjón-
varpið ABC sagði einnig að Blatter
sætti rannsókn í tengslum við mál
fjórtán manna sem voru ákærðir í
Bandaríkjunum í síðasta mánuði,
þeirra á meðal níu frammámanna í
FIFA. Talið er að þeir séu viðriðnir
mútugreiðslur sem bandarísk yfir-
völd segja að hafi numið jafnvirði
alls 20 milljarða króna.
Michael Platini, forseti Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA,
er á meðal þeirra fyrstu sem voru
nefndir sem líklegir frambjóðendur
í forsetakjöri FIFA. Platini er
þekktastur þeirra sem taldir eru
koma til greina. Hann fékk Gull-
boltann í þrjú ár í röð, 1983-1985,
og argentínski knattspyrnukappinn
Lionel Messi er sá eini sem hefur
fengið verðlaunin jafnoft og hann.
Platini er 59 ára, hafði umsjón með
skipulagningu heimsmeistaramóts-
ins í fótbolta í Frakklandi árið 1998
og hefur verið forseti UEFA frá
árinu 2007.
Platini ákvað í fyrra að bjóða sig
ekki fram gegn Blatter í forseta-
kjöri FIFA sem fór fram á föstu-
daginn var, en útilokaði þá ekki
framboð árið 2019 þegar kjörtíma-
bili Blatters átti að ljúka. Til að
eiga möguleika á að ná kjöri þarf
hann leita eftir stuðningi asískra og
afrískra aðildarríkja FIFA sem
studdu Blatter í forsetakjörinu.
Platini var einn af helstu stuðnings-
mönnum þess að heimsmeistara-
mótið árið 2022 yrði haldið í Katar
og það kann að koma honum illa
vegna ásakana um að Katarar
hefðu greitt mútur til að tryggja
sér mótið. Svo gæti farið að hann
veldi að vera áfram forseti UEFA,
sem er áhrifamesta og auðugasta
knattspyrnusambandið innan
FIFA.
Sjeik í forsetastólinn?
Enginn hefur lýst yfir framboði í
forsetakjöri FIFA en talsmaður
jórdanska prinsins Alis bin al Huss-
eins sagði að hann væri „tilbúinn að
gefa kost á sér“. Prinsinn beið ósig-
ur fyrir Blatter í forsetakjörinu á
föstudaginn var.
Portúgalinn Luis Figo og Mich-
ael Van Praag, forseti Knattspyrnu-
sambands Hollands, buðu sig einnig
fram gegn Blatter en drógu fram-
boðin til baka viku fyrir forseta-
kjörið. Þeir eru báðir taldir íhuga
að gefa kost á sér að nýju. Hol-
lenskir fjölmiðlar höfðu í gær eftir
Van Praag að hann hygðist ráðfæra
sig við félaga sína á fundi UEFA í
Berlín á laugardaginn kemur áður
en hann gerði upp hug sinn.
Líklegt er að stuðningsmenn
Blatters í Asíu og Afríku reyni að
sameinast um frambjóðanda. Þrír
menn hafa verið nefndir í því sam-
bandi, þeirra á meðal kúveiski
sjeikinn Ahmad Al-Fahad Al-Sa-
bah, forseti Ólympíuráðs Asíu
(OCA), en hann fékk sæti í fram-
kvæmdastjórn FIFA á föstudaginn
var. Forseti Knattspyrnusambands
Asíu, Salman bin Ebrahim al Kha-
lifa, sjeik frá Barein, og Suður-
Kóreumaðurinn Chung Mong-Joon,
fyrrverandi varaforseti FIFA, eru
einnig taldir íhuga framboð. Chung
er vellauðugur, einn eigenda Hy-
undai-stórfyrirtækisins, og hefur
lengi gagnrýnt Sepp Blatter.
Chung er fyrrverandi forseti suð-
urkóreska knattspyrnusambandsins
og átti sæti í framkvæmdastjórn
FIFA þar til hann missti það til
jórdanska prinsins Alis bin al Huss-
eins.
Tvísýn keppni um sæti Blatters
Platini, Figo, jórdanskur prins og
sjeikar á meðal líklegra frambjóðenda
Hætt við HM í Katar?
» Fréttaskýrendur telja ólík-
legt að fall Blatters og ásak-
anir um mútugreiðslur verði til
þess að hætt verði við að halda
næsta heimsmeistaramót í fót-
bolta í Rússlandi árið 2018.
» Líklegra þykir að ásakan-
irnar verði til þess að hætt
verði við að halda HM í Katar
árið 2022. Talið er þó að það
verði ekki gert nema fram
komi óyggjandi sannanir fyrir
því að Katarar hafi greitt mút-
ur til að tryggja sér mótið.
Sagði af sér 2. júní
20
15
Sepp Blatter segir af sér sem forseti FIFA
Frakki
framkvæmdastjóri FIFA
Michel Platini
Jerome
Valcke
Eftir að hafa verið endurkjörinn
29. maí í fjórða sinn
Eftirmaður hans
verður kjörinn á sérstöku þingi
FIFA einhvern tíma
frá des. 2015 til
mars 2016
Sepp Blatter
FIFA hefur neitað ásökunum
um að Valcke sé viðriðinn
mútugreiðslur að andvirði
10 milljóna dollara (1,3 milljarða
króna) frá Suður-Afríku
Ali prins
Jórdani
Hefur boðað
framboð að
nýju í forseta-
kjöri FIFA
forseti UEFA
5 stjórnendur fyrirtækja
á sviði markaðssetningar
Loretta Lynch
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna
Bandarísk yfirvöld
hófu rannsókn á
ásökunum um
spillingu
innan FIFA
47
ákærur á
hendur
9mönnum
í yfirstjórn
FIFA Átti áður sæti
í framkvæmdastjórn
FIFA
Chuck Blazer
Veitti yfirvöldum
upplýsingar ummálið
Aldur: 79 ára
JeffreyWebb
(Caymaneyjum)
Varaforseti FIFA
ÁkærðirHandteknir
27. maí í Zürich
Costas
Takkas
(Bretlandi)
Eduardo Li
(Kosta Ríka)
Rafael Esquivel
(Venesúela)
Eugenio
Figueredo
(Úrúgvæ)
JackWarner
(Trínidad og Tóbagó)
Nicolas Leoz
(Paragvæ)
Jose Maria
Marin
(Brasilíu)
Frá Sviss
Julio
Rocha
(Níkaragva)
Fjölmiðlar í Rússlandi furðuðu sig í
gær á þeirri ákvörðun Sepps Blatt-
er að segja af sér sem forseti Al-
þjóða knattspyrnusambandsins,
FIFA. Þeir spáðu því að afsögnin
vekti óvissu um hvort staðið yrði
við þá ákvörðun FIFA að heims-
meistaramótið í fótbolta yrði haldið
í Rússlandi árið 2022.
„Þeir hæfðu FIFA en miðuðu á
Rússland,“ sagði í forsíðufyrirsögn
vikublaðsins Argumentí I Faktí.
„Það er augljóst að herferðin gegn
FIFA, sem Bandaríkjamenn og
Bretar hófu, byggist 99% á pólitísk-
um markmiðum og aðeins 1% á
ákærunum,“ hafði blaðið eftir vara-
forseta neðri deildar rússneska
þingsins, Ígor Lebedev. „Vestrænu
ríkin nota hvert einasta tækifæri
sem gefst til að valda landi okkar
eins miklu tjóni og mögulegt er.“
Talsmaður Vladímírs Pútín Rúss-
landsforseta viðurkenndi að afsögn
Blatters hefði komið Rússum í opna
skjöldu en sagði að þeir myndu
halda áfram undirbúningi heims-
meistaramótsins árið 2022.
AFP
Fer frá Sepp Blatter gengur af blaðamannafundi í Zürich eftir að hafa sagt
af sér sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í fyrradag.
Rússar kenna vestrænum
ríkjum um afsögn Blatters
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Við sendum
hádegismat í bökkum
og kantínum til fyrirtækja
og stofnana alla daga ársins!
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
SKÚTAN
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði