Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er meðólíkindumhve mikill matur fer for- görðum í heim- inum. Í frétta- skýringu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síð- ustu helgi kemur fram að talið sé að þriðjungur þess matar sem framleiddur er til að næra mannkyn endi í ruslinu. Það jafngildir því að 1,4 milljörðum tonna af mat sé hent á ári hverju. Sóunin á sér stað jafnt í framleiðsluferlinu sem hjá neytendum. Íslendingar eru ekki undanskildir í þessari jöfnu þótt ekki séu til áreiðanlegar tölur um ástandið, eins og fram kom þegar umhverfis- og auðlindaráðherra svaraði fyrirspurn á þingi um um- fang matarsóunar hér á landi. Þar kemur þó fram að Sorpa hafi kannað inni- hald heimilisúrgangs í tunnum á höfuðborgar- svæðinu í fyrra og leitt í ljós að „lífrænn niður- brjótanlegur eldhús- úrgangur“ væri um 40% innihaldsins og annar slík- ur úrgangur 5%. Það eru 65 kg á hvern íbúa höfuð- borgarsvæðisins á ári ef miðað er við 2014. Taka verður með í reikninginn að þarna er talinn með úr- gangur á borð við bein og bananahýði, en hins vegar er ótalin sóun í verslunum og framleiðslu. Ýmislegt er hægt að gera til að draga úr matarsóun. Neytandinn getur gætt sín í inn- kaupum. Verslanir og birgjar geta einnig gert sitt og gætt þess að miða birgðir við eftirspurn. Kaupmaður í Þingholt- unum vakti athygli af því að hann setti vörur á síð- asta snúningi í körfu, sem viðskiptavinir máttu taka úr án endurgjalds. Í mars greindi Morgun- blaðið frá því að fyrir- tækið Kjarnafæði henti 20 til 25 tonnum af kjöti á ári og vöruskil kostuðu Sláturfélag Suðurlands um 100 milljónir króna á ári. Eins og fram kom í fréttaskýringu Brynju Bjargar Halldórsdóttur um helgina hefur Sam- keppniseftirlitið gagnrýnt samninga um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja á þeirri forsendu að vöruskil geti ýtt undir sóun á matvælum og leitt til þess að matarverð hækki. Þeir sem reka verslanir vilja hafa fullar hillur frekar en tómar og láta það ganga fyrir beri þeir ekki tjón af því að vara renni út. Í fréttaskýringunni kom fram að vakning er að verða í þessum málaflokki hér á landi. Stofnuð hafa verið samtök til að draga úr matarsóun og unnið er að hugmynd um matar- banka, sem yrði vett- vangur fyrir fyrirtæki til að losa sig við mat. Þá hafa samtökin Landvernd hafið rannsókn á matar- sóun og hyggja á herferð til að kalla fram hugar- farsbreytingu í þessum efnum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur verið skipaður starfshópur til að vinna að tillögum um hvernig megi draga úr matarsóun. Í Frakklandi voru fyrr í þessum mánuði sett lög sem skylda stórmarkaði til að gefa mat á síðasta snúningi til hjálparsam- taka eða í dýrafóður til að hann fari ekki til spillis. Boð og bönn eru aldrei af hinu góða. Hins vegar er hagsmunamál að draga úr þeirri sóun sem á sér stað á Íslandi rétt eins og annars staðar. Matvæla- framleiðsla veldur margs konar álagi á umhverfið. Það þarf að rækta og vökva akra og fóðra og brynna skepnum. Ein- hvern veginn þarf að standa undir þeim kostn- aði, hvort sem fram- leiðslan endar í ruslinu eða ofan í maga, og þegar upp er staðið koma pen- ingarnir úr vasa neytand- ans. Sóunin á framleiðslu- og birgðastiginu veldur því að matarverð verður hærra en ella. Sóun á heimilinu kemur ekkert síður við pyngju almenn- ings. Því er hér um kjara- mál að ræða, þótt aldrei myndi það rata inn á samningaborð í kjaradeil- um. Það er ótækt að þriðj- ungur matvælaframleiðslu sé haugamatur. Þriðjungur matar til manneldis í heim- inum endar í ruslinu} Haugamatur F yrir tveimur vikum skrifaði ég á þessum vettvangi um krísuna sem ég upplifði við að útskrifast úr há- skóla og ekki síst þá uppgötvun að fánýti mitt sem einstaklingur væri algjört; ég væri í raun ekkert sérstakari en næsti Big Mac-hamborgari. Eini munurinn væri að ég hefði verið framleiddur af mennta- kerfinu til að verða prúður skattborgari – ein- hvers konar hagkvæm mannauðseining – en ekki bragðgóður plasthamborgari. Atli Harðarson heimspekingur skrifaði frá- bæra grein hér í blaðið í síðustu viku þar sem hann fjallaði meðal annars um það hvernig sú áhersla á að breyta menntastofnunum í „mann- auðsverksmiðjur“ – með tilheyrandi miðstýr- ingu, stöðluðum hæfniviðmiðum, áherslu á mælanlegan árangur o.s.frv. – hefur ekki stuðl- að að betri menntun. Greinin samræmdist óþægilega vel minni eigin reynslu af öllum stigum menntakerfisins og fékk mig til að hugsa að nýju um það sem við getum kallað ofríki hins mælanlega; hvernig þeir þættir tilverunnar sem eru mælanlegir njóta forgangs yfir aðra. Auðvitað er þetta fyrirkomulag sérstaklega áberandi í menntakerfinu þar sem t.d. þeir nemendur sem eru hvað líkastir tölvum þykja almennt greindastir en aðrir sem eiga í erfiðleikum með að sýna fram á mælanlegan árangur eru oftar en ekki stimplaðir vitlausir af samnemendum sínum. Hvaða aðra ályktun eiga krakkar svo sem að draga þegar öll skila- boðin í umhverfi þeirra eru á þann veg að tölur séu hinn eini sanni mælikvarði á hæfileika og árangur? Frasinn að „meta menntun til launa“ er önn- ur ágætisbirtingarmynd ofríkis hins mæl- anlega, enda innbyggt í þá hugsun að þeir sem hafa alið manninn lengur á færibandi mann- auðsverksmiðja séu nýtilegri þjóðfélags- þegnar en aðrir og eigi því að fá hærri laun. Þvílíkt rugl! Vissulega getur maður ímyndað sér tiltekin svið þar sem þetta lögmál væri eðli- legt, en hver viti borinn maður sér að mennt- unarstig stenst enga skoðun sem almennt við- mið fyrir hæfileika fólks og getu. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í að sýna fram á að ofríki hins mælanlega stuðlar að þröngsýni, andleysi og gráma á fleiri sviðum þjóðfélagsins en í menntakerfinu. Það vill hins vegar svo til að það sem flestum finnst eftirsóknarvert í lífinu er ekki mæl- anlegt. Ástföngnu fólki er yfir höfuð sama um það hversu sterk ást þeirra er í samanburði við annarra. Foreldrar elska börn sín ekki eftir neinum sérstökum mælikvarða. Sama gildir um vináttu, hamingju, gleði og svo framvegis. Svo má auðveldlega halda því fram að þessi fyrirbrigði og tilfinningar séu ekki eftirsóknarverð þrátt fyrir að þau séu ómælanleg heldur einmitt vegna þess að þau eru það. Hinn augljósi sannleikur er svo auðvitað að manneskjan – og þar með tilvera hennar – er ekki mælanleg og þeir kvarðar sem hún sjálf skapar munu aldrei ná yfir þá leyndu krafta sem eru að verki innra með henni sjálfri og gera hana að því sem hún er. haa@mbl.is Halldór Armand Pistill Ofríki hins mælanlega STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Brynja Dögg Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Við þurfum að stoppa við ogskoða hvað hægt er aðgera svo að fátækt hjá for-eldrum erfist ekki til barnanna,“ segir Elísabet Karls- dóttir, framkvæmdastjóri Rann- sóknastofnunar í barna- og fjöl- skylduvernd (RBF). Stofnunin gaf nýlega út niðurstöður rannsóknar- innar Jaðarstaða foreldra – velferð barna, vegna rannsóknar um að- stæður barna foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar. Fátækt að erfast Elísabet segir fátækt gjarnan erfast en þá á hún ekki einungis við fátækt í fjárhagslegum skilningi heldur einnig fátækt í félagslegum eða menningarlegum samskiptum. „Þegar kemur að börnum sem eiga foreldra sem þurfa fjárhagsaðstoð sést að þessi börn fara á skólaböllin og í bíó og eitthvað slíkt. En þegar kemur að einhverjum föstum tóm- stundum sem krefjast reglulegra greiðslna og útbúnaðar og kostnaður er orðinn meiri en frístundakortið styrkir, þá eru þau ekki með þar. Þessi börn eru ekki að læra á hljóðfæri eða komast í reglubundið íþróttastarf, það er ekki val því það er ekki borgað,“ segir Elísabet. Hún segir börnin jafnframt eiga minni möguleika á að nýta tækifæri hvað varðar menntun, en það hafi áhrif um alla framtíð. Áhrif fátæktar í æsku séu að börn fátækra fái færri tæki- færi til að afla góðra tekna með launavinnu á fullorðinsárum. „Fá- tækt barna snýst ekki aðeins um efnahagsaðstæður þeirra heldur lífs- gæði í víðari merkingu fram á full- orðinsár,“ segir Elísabet. Frístundakortið síður notað Í rannsókninni er fjallað ítar- lega um félagslega stöðu barna eftir atvinnustöðu foreldra. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er borin saman milli barna foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar, atvinnulausra for- eldra og foreldra í launaðri vinnu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands (FHÍ) að beiðni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Ástæða beiðni velferðarsviðs var að foreldrar sem nutu fjárhagsaðstoðar hjá Reykja- víkurborg höfðu nýtt sér Frístunda- kortið fyrir börn sín í minni mæli en ætlað var. Í ritröðinni kemur fram að að- eins 57% barna sem eigi foreldra sem þiggi félagslega aðstoð nýti frí- stundastyrk Reykjavíkurborgar. Hlutfallið batnar strax og litið er til barna foreldra sem þiggja atvinnu- leysisbætur, en þá er kortið nýtt í 68% tilvika. Þegar um ræðir útivinn- andi foreldra er nýting styrksins mest, eða 90%. Úrræði fyrir ungar mæður Í niðurstöðum rannsóknarinnar er lögð áhersla á mikilvægi þess að veita ungum foreldrum sem þiggja fjárhagsaðstoð sérstaka aðstoð við að breyta stöðu sinni, einblína þurfi sérstaklega á ungar mæður. Lagt er til að hrint verði í framkvæmd til- raunaverkefni til að auka möguleika þessara ungu einstæðu mæðra til náms eða vinnu. Úrræðið þyrfti þá að fela í sér áætlun um menntun og/eða starfsþjálfun, fjárhagsstuðning, hús- næðisaðstoð, uppeldisráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Þá þyrfti einnig að hlúa að börnum þeirra með fjárhagsstuðningi og sérfræðiþjónustu. Niður- stöðum rannsóknarinnar hefur verið skilað til Velferðar- sviðs Reykjavíkur- borgar, þar sem mál- ið er í skoðun. Erfa fjárhagslega og félagslega fátækt Morgunblaðið/G.Rúnar Tómstundastarf Mikilvægt er að regla og festa sé á tómstundastarfi barna og að börn efnaminni foreldra hafi sömu valkosti og önnur börn. Elísabet Karlsdóttir vann að rannsókninni ásamt Erlu Björgu Sigurðardóttur, deild- arstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en þær telja niðurstöður rannsókn- arinnar áhyggjuefni sem mik- ilvægt sé að bregðast við. Í rannsókn þeirra kemur fram að magn félagslegs auðs sem hver og einn hafi yfir að ráða byggist á því hversu víðfeðmt tengslanet viðkomandi getur virkjað og á magni þess auðs sem aðrir í tengslanetinu búa yfir. Þær Elísabet og Erla telja því ekki nóg að einblína ein- göngu á fátækt í fjárhags- legum skilningi. Menning- arleg- og félagsleg þátttaka skapi ákveðin tækifæri fyrir einstaklinga, þar spili skipulagt íþrótta- og tóm- stundastarf stóra rullu í lífi barna og hafi áhrif til framtíðar. Tómstundir mikilvægar NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKN- ARINNAR ÁHYGGJUEFNI Elísabet Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.