Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
✝ Erla Hafliða-dóttir fæddist
á Garðsstöðum í
Ögurvík 18. jan-
úar 1940. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 25.
maí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Hafliði Ólafsson, f.
að Strandseljum í
Ögursveit 26.12. 1900, d. 25.5.
1969, og Líneik Árnadóttir, f.
á Ísafirði 9.11. 1902, d. 25.1.
1980, þau bjuggu í Ögri. For-
eldrar Hafliða voru hjónin
Guðríður Hafliðadóttir og
Ólafur Þórðarson. Foreldrar
Líneikar voru Guðbjörg Ólafs-
dóttir úr Gufudalssveit og
Árni Jakobsson, sonur Jakobs
Rósinkarssonar og Þuríðar
Ólafsdóttur í Ögri. Önnur
börn Hafliða og Líneikar eru:
Lára, f. 17.12. 1930; Halldór, f.
22.1.1933, d. 4.11. 2009; Guð-
64 í Húsmæðraskólanum Ósk á
Ísafirði.
Erla bjó í foreldrahúsum í
Ögri en eftir að faðir hennar
lést bjó hún með móður sinni.
Um tíma bjuggu þær á Ísafirði
yfir veturinn en dvöldu í Ögri
á sumrin. Meðan Erla var í
Ögri tók hún þátt í vinnu við
símstöðina sem þar var og
sinnti fleiri verkefnum.
Þann 29. ágúst 1975 fluttu
Erla og Líneik móðir hennar
saman á Dvalar- og Hjúkr-
unarheimilið Ás í Hveragerði.
Móðir hennar flutti á Elliheim-
ilið Grund í nóvember sama ár
en Erla bjó áfram í Hvera-
gerði þar til hún flutti í Sjálfs-
bjargarhúsið Hátúni árið 1988,
og átti þar heimili síðan.
Erla var ógift og barnlaus,
en trúlofaðist. Vinur hennar
var Finnur Kári Sigurðsson, f.
15. júní 1937 í Súðavík í
Norður-Ísafjarðarsýslu, d.
24.1. 1999. Áttu þau góðar
stundir í tryggri vináttu í rúm
10 ár í Hátúni.
Útför Erlu fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 4. júní
2015, kl. 13.
ríður, f. 25.12.
1934, d. 2.11.
1956; Ragnhild-
ur, f. 19.7. 1937;
Ása, f. 28.9. 1941,
d. 8.11. 1998; og
uppeldissonur er
Guðmundur Har-
aldsson, f. 11.1.
1935.
Erla ólst upp í
foreldrahúsum,
fyrst á Garðs-
stöðum en lengst í Ögri, en
þangað flutti fjölskyldan þeg-
ar Erla var á þriðja ári, 4.
júní 1942. Erla fæddist veik-
burða og tveggja ára að aldri
veiktist hún alvarlega og
náði hún hvorki fullum and-
legum né líkamlegum þroska.
Þrátt fyrir það var Erla alla
tíð lífsglöð og miðlaði gleði
og jákvæðni til samferða-
fólks.
Erla stundaði nám við
Héraðsskólann á Reykjanesi
og var hluta vetrarins 1963-
Okkur systurnar langar til að
skrifa nokkur orð um hana Erlu
vinkonu okkar, Erlu hans Kára.
Það var mikil gæfa fyrir bróður
okkar Kára þegar Erla flutti í
Hátún 12. Með þeim tókst góður
vinskapur og væntumþykja.
Kári bróðir okkar var mikill
sjúklingur, illa farinn af liðagigt
og átti óhægt með gang. Kári sá
mjög illa en hafði gaman af
lestri og tónlist. Erla kom eins
og sólargeisli inn í líf hans. Við
erum óendanlega þakklátar Erlu
fyrir þolinmæðina og allan þann
kærleika sem hún sýndi Kára.
Kára og Erlu þótti vænt hvoru
um annað og þótti gott að vera í
návist hvort annars. Vinátta
þeirra þróaðist í það að þau
settu upp hringa og létu engan
vita. Þau voru ánægð og hjálp-
uðu hvort öðru. Kári bróðir okk-
ar lést fyrir 16 árum.
Samband okkar við Erlu hef-
ur alltaf verið gott og ánægju-
legt. Meðan Inga var í sum-
arbústaðnum sínum og Júlla
með henni komu vinkonur Júllu
með Erlu í heimsókn á hverju
sumri, öllum til mikillar ánægju.
Erla skilur eftir sig góðar minn-
ingar. Hún hafði gott samband
við okkur og hafði áhuga á öllum
í fjölskyldunni og fylgdist vel
með nýjum fjölskyldumeðlimum.
Erla var góð kona og kærleiks-
rík. Hún ræktaði sambandið við
okkur og hringdi reglulega. Við
erum allar orðnar gamlar og
farnar að heyra illa. Það er stutt
síðan hún hringdi í Júllu. Þeim
gekk vel að tala saman og gladdi
það Júllu. Erla hafði mest sam-
band við Ingu og hringdi oft í
hana. Alltaf var Erla jákvæð og
sagði að sér liði vel.
Við systurnar kveðjum Erlu
með þakklæti og felum hana
Guði og góðum englum.
Júlíana, Þorsteina
og Ingunn.
Elskulega mágkona. Fyrir 51
ári eignaðist ég hana Ásu systur
þína þegar við vorum gefin sam-
an í Ögurkirkju. Síðan þá hefur
þú verið nákomnari fjölskyld-
unni sem við Ása stofnuðum en
aðrir sem ekki voru beinlínis
hluti af henni.
Það var dýrmætur sá eigin-
leiki þinn að geta alltaf vakið
gleði og léttleika hvar sem þú
komst. Þín tvíræða glettni
leyndi oft á sér og hún var þess
umkomin að tengja þá sem voru
viðstaddir í það eða það sinnið
með einhverjum smitandi prakk-
araskap sem gerði okkur öll
samábyrg. Meira málskrúð hæf-
ir þér varla, samt get ég ekki
stillt mig um að bæta þessu við,
örstuttri kveðju. Þú kenndir
okkur hvað það smáa í mann-
legri tilveru getur leikið stórt
hlutverk. Það yljar um hjarta-
ræturnar að hugsa til þín
prúðbúinnar þar sem mannamót
var í aðsigi, þá var búið að
leggja undirstöðu að góðri
veislu.
Þakka þér, elsku mágkona,
fyrir að auðga fjölskyldu mína
og líf í gegnum árin. Minningin
um þig er dálítið ríkidæmi.
Vertu ævinlega blessuð. Þess
óskar þinn mágur,
Sævar Sigbjarnarson.
Í dag kveðjum við Erlu Haf-
liðadóttur móðursystur mína,
sem var mér og fjölskyldu minni
mjög kær. Það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann er væntum-
þykja og gleði, það var alltaf
stutt í brosið hjá Erlu og hlát-
urinn hennar ómótstæðilega
smitandi. Hún var einn af þess-
um föstu punktum í tilverunni,
hún var fyrsta konan sem ég óx
yfir höfuð og það fannst mér
mjög merkilegt. Ég man eftir
góðum stundum við spilaborðið í
Rauðholti, henni leiddist ekkert
að vinna rommý og sló þá svo
skemmtilega í borðið og sagði
„tuttugu fyrir að loka“. Jólin
sem Líneik systir útskrifaðist úr
menntaskóla var Erla hjá okkur
í Rauðholti, en þegar Líneik fór
í fjárhúsagallann leist Erlu ekki
á: „Ætlar þú að fara í fjárhúsin
Líneik, stúdentinn!“
Erla var mikill sælkeri og
stundum þegar hún var fyrir
austan náði hún að plata
mömmu til að hræra saman egg
og sykur og gefa sér í skál, en
mér skildist að þetta hefði
amma Líneik gert fyrir hana
þegar Erla var lítil og of grönn.
Það var því erfitt fyrir Erlu þeg-
ar hún greindist með sykursýki
og þurfti að passa mataræðið
betur, en mömmuköku um jólin
varð hún að fá, smá konfekt og
fleira gott.
Hún fylgdist vel með okkur
systkinabörnum sínum og var
stolt af þeim áföngum sem við
náðum í lífinu, hvort sem það
voru prófgráður, barneignir eða
frami í pólitík. Hún mundi ótrú-
lega vel afmælisdaga og eftir að
móðir mín lést langt fyrir aldur
fram var það Erla sem flutti
fréttir af ættingjunum, t.d.
hverjir fóru vestur á Ögurball
og hvar í fjölskyldunni var von á
barni eða giftingu.
Erla hafði sín ráð ef hanni
fannst of langt síðan hún sá okk-
ur, var dugleg að hringja og
minna á sig. Laumaði að hug-
myndum t.d. hvort ekki þyrfti
að elda fiskbúðing eða grilla
pylsur bráðlega, svo mætti hún
með bros á vör. Heimilishund-
urinn okkar, sem hún var hálf
hrædd við í fyrstu, var líka hrif-
inn af heimsóknum Erlu og
stillti sér upp við stólinn hennar
því hann vissi að stundum laum-
aði hún bita til hans þegar hún
hélt að enginn væri að horfa.
Erla ferðaðist talsvert á yngri
árum bæði innanlands og utan,
mest með ferðafélagi Sjálfs-
bjargar, ekki veit ég hvort hún
hitti Kára sinn fyrst á slíku
ferðalagi, en saman fóru þau út
á land í nokkur skipti. Ferð-
unum fækkaði seinni árin en
þær ferðir sem hún fór í voru
þeim mun eftirminnilegri. Hún
naut sín vel á ættarmóti í Ögri
2013 og gaf ferðin á heimaslóðir
henni orku og kraft. Hún dreif
sig austur á land sumarið 2014.
Þar naut hún sín vel í fylgd
Mæju sinnar, skoðaði sig um og
heimsótti ættingja.
Erla var hjá okkur í Ásholt-
inu síðustu aðfangadagskvöldin
sín og eigum við fjölskyldan þar
dýrmætar minningar. Hún
gladdist innilega, fékk auðvitað
möndluna í öll skiptin og yljaði
okkur með hlátrinum sínum og
spenningi yfir pökkunum. Henni
leiddist aldrei þegar pakkar
voru annars vegar, giskaði hún
oft á hvað var í þeim meðan ver-
ið var að opna þá. Þegar við
tókum upp skírnargjafir Elvars
míns fyrir 20 árum fékk hann
bæði greiðsluslopp og sígaret-
tukarton að hennar mati.
Elsku Erla mín, nú er komið
að kveðjustund, takk fyrir allt.
Helga Sævarsdóttir.
Í uppeldinu styðjumst við öll
við ákveðna fasta punkta í til-
verunni. Landslagið, húsin og
umhverfið sem okkur er kært
en þó fyrst og fremst fólkið okk-
ar sem tekur með óbeinum
hætti, og oft án þess að vita sér-
staklega af því, þátt í uppeldi
okkar og þroskaferli. Og við
sjálf göngum út frá því sem
sjálfsögðum hlut að þessir föstu
punktar séu til staðar um
ókomna tíð. En þannig er það
ekki og þess vegna er okkur
systkinunum sjö sem kennum
okkur við Ögur í Ísafjarðardjúpi
andlát föðursystur okkar Erlu
Hafliðadóttur frá Ögri mikil
sorgarfregn. Þó að aldursbilið
milli elstu og yngstu systkin-
anna sé töluvert kemur Erla við
sögu hjá okkur öllum. Þau eldri
muna hana ásamt ömmu okkar í
Ögri þar sem Erla hafði heilsu
og getu til að grípa í ákveðin
útistörf og þá helst rakstur og
hún gat komið með okkur í
berjamó upp á hjallana í Ög-
urvíkinni og jafnvel í ævintýra-
mennsku upp urðir og kletta.
Þá gat farið um hana ömmu
okkar, sem vildi ávallt vernda
hana Erlu sína og gæta þess að
hún legði ekki of mikið á sig né
yrði fyrir aðkasti af neinu tagi.
Okkur krökkunum þóttu þetta
oft óþarfa áhyggjur en sáum
auðvitað síðar að eitthvað gat
verið til í þessu hjá ömmu. En
Erla var alltaf til í að koma aft-
ur í ævintýraferð.
Þau sem yngri eru í systk-
inahópnum muna Erlu frekar
eftir að hún var flutt suður og
bjó á Ási í Hveragerði og síðar í
Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún í
Reykjavík. Minningarnar á
heimaslóð tengjast grænu Vest-
fjarðaleiðarrútunni sem Erla
kom með á vorin í Ögur. Þannig
var Erla fyrir þeim vorboðinn
ljúfi sem tók svo á móti for-
eldrum okkar og systkinum þeg-
ar skroppið var til Reykjavíkur.
Og símtölin þess á milli voru
mörg enda bjó Erla yfir upplýs-
ingum sem hún þurfti að miðla
til stórfjölskyldunnar og fá upp-
lýsingar inn í þá mikilvægu
miðlun. Yngri systkinin eins og
við hin eldri muna jákvæðni og
kímnigáfu Erlu og einstakan
eiginleika hennar að sveipa um
sig hjúp gagnvart neikvæðni og
því sem henni líkaði ekki. Þá
þóttist hún ekki heyra og ávarp-
aði svo þann sem talaði með orð-
unum: jæja og svo nafn viðkom-
andi með viðbótinni minn eða
mín. Þá vissu þau sem hana
þekktu að lengra varð ekki kom-
ist og frekari umræða eða
kerskni var úr sögunni. Einstak-
ir hæfileikar Erlu til að muna
afmælisdaga allra í fjölskyldunni
voru þekktir, sem og hvað hún
var dugleg að lesa sér til
skemmtunar því hún las virki-
lega mikið. Alltaf var gaman að
hitta hana og oft kom hún með
jákvæðar og skemmtilegar at-
hugasemdir sem við systkinin og
börnin okkar vitna stundum til
og rifja upp skemmtilega stund
með Erlu. Síðasta stóra sam-
koma stórfjölskyldunnar var á
ættarmóti í Ögri þar sem Erla
mætti og gerði allt sem hún gat
til að vera með í sem flestu,
studd af yndislegum frænkum
okkar sem voru svo duglegar
hin síðari ár að aðstoða Erlu.
Við erum þakklát fyrir Erlu
og minnumst hennar með mikl-
um hlýhug og söknuði og send-
um þakklæti okkar til alls þess
góða fólks sem hjálpaði henni og
studdi.
Fyrir hönd Ögursystkina,
Halla María Halldórsdóttir.
Í minningunni var alltaf sól á
sumrin í Ögri þegar við komum
þangað sem börn. Dagarnir voru
áhyggjulausir, við lékum okkur í
fjörunni, hoppuðum í heyinu og
fengum ískalda mjólk og köku
hjá ömmu í eldhúsinu í kjall-
aranum. En sú sem setti einna
mestan svip á lífið í Ögri var
Erla frænka. Hún tók á móti
okkur með sínu breiðasta sól-
skinsbrosi þegar við renndum í
hlað og heilsaði okkur hátt og
snjallt eins og henni var einni
lagið. Hún lék við okkur og
hugsaði vel um okkur meðan á
dvölinni stóð og þótt við höfum
eflaust verið óþekk við hana af
og til missti hún aldrei þolin-
mæðina og var okkur alltaf ein-
staklega góð. Það var gaman að
sjá hana vinna í símstöðinni og
kalla „Ísa!“ og „Súða!“ (sím-
stöðvarnar á Ísafirði og í Súða-
vík), og okkur fannst ótrúlega
spennandi að fá að sitja hjá
henni og fylgjast með þótt við
mættum alls ekki snerta neitt.
Þessi sumur í Ögri eru órjúf-
anlegur og ógleymanlegur hluti
af æsku okkar systkina og þar
spilaði brosið og glaðværðin
hennar Erlu stórt hlutverk.
Eftir að Erla flutti suður og
við urðum fullorðin urðu heim-
sóknirnar tíðari. Hún var ein-
staklega ættrækin og fylgdist
vel með systkinabörnum sínum
og mundi alla afmælisdaga. Það
var alltaf gaman að koma í
heimsókn til Erlu og hún fagn-
aði manni alltaf og spurði frétta.
Hún var stolt af ættingjum sín-
um og sagði hverjum sem heyra
vildi að hér væri frænka eða
frændi hennar kominn í heim-
sókn. Hún naut þess einnig þeg-
ar henni var boðið með í bíltúr, í
skvísuferðir í Kringluna, á kaffi-
hús, í heimsóknir eða í klippingu
til Rabbýjar. Henni fannst gam-
an að vera í fínum fötum og var
tryggur viðskiptavinur Verðlist-
ans, og til marks um þá tryggð
Erlu fékk hún gjöf frá versl-
uninni á sextugsafmæli sínu.
Hún hafði sérlega gaman af að
fara í veislur og á mannamót og
í afmælis- og fermingarveislum
var Erla spenntust að sjá hvað
kom upp úr pökkunum og hjálp-
aði gjarnan til við að opna. Og
svo vissi hún ekkert betra en að
fá ný svartfuglsegg, sérstaklega
ef þau komu úr Hornbjargi.
Erla frænka var einstök
perla sem gerði lífið betra með
sínu jákvæða hugarfari. Aldrei
kvartaði hún yfir hlutskipti sínu
þrátt fyrir fötlun sína heldur
tók því sem lífið bauð henni með
bros á vör og af einlægri eftir-
væntingu. Hún laðaðist að fólki
sem gerði að gamni sínu og tók
stríðni vel, kynti jafnvel stund-
um undir og hló svo manna
hæst. Erla hafði gaman af að
spila og var rommý í sérstöku
uppáhaldi. Hún gerði einnig
mikið af handavinnu en fing-
urnir leyfðu það ekki síðustu ár-
in. Þá styttu bækurnar stund-
irnar. Erla hringdi gjarnan í
ættingja á kvöldin til að fylgjast
með fjölskyldunni, fá fréttir og
segja fréttir.
Það eru ótal fallegar minn-
ingar sem tengjast Erlu, og all-
ar litast þær af smitandi gleði
hennar og jákvæðni. Við kveðj-
um okkar ástkæru frænku og
yljum okkur við minningarnar
um þessa fallegu og góðu konu.
Blasir við breiða;
brekkan græna skýlir.
Svanirnir seiða;
sál mín þar sig hvílir.
Ó að mætti’ eg eyða
æfi minnar dögum
í heimahögum.
(Halla Eyjólfsdóttir
frá Laugabóli)
Systkinin frá Hörðubóli,
Ragnhildur, Kristrún,
Guðríður, Líneik og
Guðmundur.
Mig langar til að minnast
kærrar vinkonu minnar Erlu
Hafliðadóttur með nokkrum
orðum. Erla var 12 ára þegar ég
hitti hana fyrst og eru orðin
rúm 60 ár síðan. Ef ég ætti að
lýsa Erlu myndi ég segja að
hún hafi verið sérstök, skemmti-
leg og minnug á alla hluti eins
og afmælisdaga en þar var hún
hafsjór af upplýsingum. Eftir að
hún flutti til Reykjavíkur í Há-
túnið urðu samskipti okkar
meiri. Hún hringdi oft á kvöldin
þegar hún var háttuð og þá tók-
um við smáspjall fyrir svefninn.
Á jóladag í mörg ár kom Erla
til okkar hjóna í kvöldmat. Þar
hitti hún frændfólk og vini og
þá var mikið hlegið því hún var
mikill húmoristi. En allt hefur
sinn tíma og nú er komið að
kveðjustund, nú kemur Erla
ekki lengur í kaffi og Erluköku
sem henni þótti svo góð. Ég
kveð góða vinkonu með söknuði
og þakka henni fyrir allar
skemmtilegu samverustundirn-
ar. Blessuð sé minning hennar.
Þín vinkona,
Sigrún Ámundadóttir.
Erla Hafliðadóttir hefur tekið
flugið eftir veikindi að undan-
förnu. Ég minnist Erlu minnar
ávallt sem mikillar vinkonu þrátt
fyrir að við hefðum ekki hist
lengi en ég fékk nú alltaf fréttir
af þér elsku vina.
Kynni mín af Erlu Hafliða-
dóttur urðu í Sjálfsbjargarheim-
ilinu þegar ég hóf starf þar á
þriðju hæðinni árið 2000. Ávallt
var gaman að hitta og vera í
kringum Erlu og er ég ekki frá
því að hún hafi gefið mér góða
innsýn inn í þann heim sem ég
starfa við í dag sem þroskaþjálfi.
Ég minnist þess nú er ég horfi
yfir farinn veg, ferðanna okkar
saman til Vestmannaeyja og til
Prag í Tékklandi. Já það voru
skemmtilegar ferðir.
Ég man í ferðinni okkar til
Prag að við vorum búin að
skipta okkur upp í herbergi. Þú
og Jóhanna þín, eins og þú kall-
aðir hana alltaf, áttuð að vera
saman í herbergi og við karl-
arnir saman, nema þú varst búin
að læsa eitt kvöldið og Jóhanna
komst ekki inn í herbergið hjá
ykkur þar sem þú heyrðir ekki
þegar hún bankaði og varst búin
að læsa þannig að enginn komst
inn, ekki einu sinni vaktmaður-
inn á hótelinu. Jóhanna þín
þurfti því að sofa á milli okkar
karlanna þá nóttina. Mikið hlóg-
um við morguninn eftir við
morgunverðarborðið. Erla var
hnyttin og stríðin.
Margar slíkar minningar á ég
nú um þig og stoltið þitt í
Ísafjarðardjúpi, þú talaðir mikið
og fallega um sveitina þína og
reyndar um alla sem urðu þér
samferða.
Ég hef þá trú að Kári þinn
taki vel á móti þér og þið sitjið
saman í blómabrekkunni hinum
megin.
Elsku vinkona þó nú skilji leiðir um
sinn
þér alltaf fylgir vinahugur minn
ég þakka fyrir hvern þann vinafund,
og veit að við munum aftur eiga slíka
stund.
Alltaf fjölgar himnakórnum í
og vinir hverfa, koma mun að því
en nú lýkur jarðlífsgöngunni
og veit ég að við munum hittast aftur
í blómabrekkunni.
Við fjölskyldan sendum að-
standendum Erlu okkar dýpstu
samúð.
Friðþór Ingason.
Erla Hafliðadóttir
Í dag kveð ég
Ágústu Ingibjörgu
Hólm, ástkæra
mágkonu mína, eftir
margra áratuga
kynni. Það var stutt á milli okkar
Ágústu þegar við bjuggum báðar
í Hæðargarði, hún á annarri hæð
og við Óli á jarðhæð. Á þeim tíma
var mikill og góður samgangur á
milli okkar og voru með okkur
miklir kærleikar. Ágústa var ekki
heilsuhraust síðustu árin, og hall-
aði undan fæti eftir að við hjónin
fluttum frá Hæðargarði. Ég var í
sambandi við hana Gústu mína
Ágústa Ingibjörg
Hólm
✝ Ágústa Ingi-björg Hólm
fæddist 10. sept-
ember 1943. Hún
lést 15. maí 2015.
Útför Ágústu fór
fram 22. maí 2015.
þar til yfir lauk og
þótti mér ávallt jafn
gott að sjá mágkonu
mína. Gústa var mér
alltaf góð og indæl
mágkona sem og
vinkona, henni á ég
margt og mikið að
þakka. Það er mikill
missir að Gústu
minni og er hennar
saknað mikið og
sárt. Ég þakka
Gústu minni samfylgdina í gegn-
um árin, og votta fjölskyldu
hennar samúð mína.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur
(Davíð Stefánsson)
Þín mágkona,
Oddný Gréta Eyjólfsdóttir.