Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 ✝ Elísabet ÞóraJóna Kristins- dóttir fæddist í Hnífsdal 26. októ- ber 1933. Hún lést á öldrunarlækn- ingadeild Landa- kots 19. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Guðmundsson, bóndi á Vífils- mýrum, f. 28.6. 1909, d. 28.5. 1994, og Krist- jana Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd 6.3. 1915, d. 26.9. 2007. Systkini Elísabetar sam- mæðra, börn Kristjönu og Sig- urðar Björnssonar, eru: Sigríð- ur Birna, f. 1938, Reynir Haraldur, f. 1940, Hlín, f. 1946, Júlíana, f. 1948, og Hanna Kristín, f. 1953, d. 1954. Systk- ini samfeðra, börn Kristins og Þórhildar Þórðardóttur, eru: Áslaug, f. 1943, Grétar Þór, f. með Sigrúnu Brynjólfsdóttur og þau eiga Brynju Dögg og Elínu Sjöfn. 2) Sveinn, yf- irlæknir Blóðbankans, f. 25. nóvember 1957. Börn hans eru: a) Guðmundur Gauti, f. 1982, b) Elísa Björg, f. 1988, c) Berg- ljót Vala, f. 1996, d) Kolbeinn, f. 1998, og e) Freyja, f. 2007. 3) Birna, stuðningsfulltrúi í Ár- túnsskóla, f. 23. júlí 1964, gift Kolbeini Finnssyni, fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru: a) Finnur, f. 1989, b) Brynjar Kári, f. 1996, og c) El- ísabet Eva, f. 2001. Elísabet ólst að mestu upp í Hnífsdal með stórfjölskyldu móður sinnar, en flutti til Siglufjarðar árið 1946. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar og hóf störf sem talsímakona á Sím- stöðinni á Siglufirði 1949. Þar starfaði hún allt til ársins 1962 þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Hún vann í Bóka- búð Lárusar Blöndal frá 1973 til 1989, að frátöldum hléum til að gæta barnabarna sinna. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 4. júní 2015, kl. 13. 1945, Hallgrímur, f. 1951, d. 1994, og Guðrún Kristín, f. 1955. Elísabet giftist 30. október 1954 Guðmundi Sveins- syni, netagerð- armeistara, f. 30. október 1930 á Siglufirði, d. 21. janúar 2012. For- eldrar hans voru Sveinn Guðmundsson, síldar- saltandi á Siglufirði, f. 1897, d. 1937, og Freyja Jónsdóttir, húsfreyja, f. 1897, d. 1984. Börn þeirra eru: 1) Þóra Sjöfn, skólasafnskennari í Langholts- skóla, f. 22. júlí 1953, gift Reyni Vignir, löggiltum endur- skoðanda. Börn þeirra eru: a) Elísabet Anna, f. 1978, gift Georges Guigay og þau eiga Jónatan Vigni og Stefán Reyni, b) Ragnar, f. 1983, í sambúð Elsku mamma hefur nú kvatt okkar jarðneska líf. Það er erfið og skrítin tilfinning að kveðja hana en á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa notið samvista við hana þetta lengi. Okkar samband var afar náið og gott alla tíð og samskipti mjög mikil. Í æsku mátti ég varla af henni sjá og þá sagði hún alltaf í gríni að hún gæti ekki farið í kvenfélag fyrr en Birna væri orðin nógu gömul til að koma með. Ég hafði oft orð á því í seinni tíð að ég hlyti að hafa verið óþolandi krakki, en hún vildi alls ekki kannast við það. Hún hefur alla tíð verið til staðar fyrir mig. Ég hef líka alltaf reynt að vera til staðar fyrir hana, ekki síst þegar heilsan fór að bila á seinni árum og við höfum átt margar gæðastundir saman í gegnum ár- in. Mamma var litrík persóna. Skemmtileg, ákveðin og góð kona sem hafði einlægan áhuga á fólki og sérlega viðræðugóð enda góð- um gáfum gædd. Átti yfirleitt auðvelt með að kynnast fólki og var traustur vinur vina sinna. Það sem stóð alltaf upp úr í hennar lífi voru börnin, tengdabörn, barna- börnin og langömmubörnin. Hún var alltaf stolt af hópnum sínum og studdi okkur alla tíð. Þegar barnabörnin fæddust eitt af öðru voru mamma og pabbi samtaka í sínum nýju hlutverkum og voru frábær amma Beta og afi Billi enda bæði barngóð með eindæm- um. Mamma var alla tíð mín stoð og stytta og ekki síst varðandi börnin okkar Kolbeins og hafa þau notið endalausrar góðvildar hennar. Það verður skrítið að geta ekki hringt í hana og sagt henni fréttir af þeim og finna hennar einlæga áhuga. Hún hafði mjög sterkar skoðanir á flestu sem upp kom í fjölskyldunni og þjóðlífinu almennt. Hún sagði skoðanir sínar umbúðalaust og það var partur af hennar sterka og skemmtilega karakter. Við vorum ekkert endilega alltaf sammála, það var í góðu lagi því við náðum alltaf mjúkri lendingu. Síðustu ár þegar heilsa og kraft- ar fóru þverrandi var magnað að sjá hvað lífsviljinn var sterkur. Það var lífsviljinn, seigla og dugnaður sem héldu henni gang- andi og hjálpuðu henni að njóta þess sem lífið bauð uppá þrátt fyrir veikindi. Hún hafði alltaf einhvern viðburð hjá stórfjöl- skyldunni til að stefna að og það var stórkostlegt fyrir okkur báð- ar að hún skyldi komast í ferm- ingu Elísabetar Evu minnar í mars. Þremur vikum síðar fór hún á sjúkrahús og átti ekki aft- urkvæmt í Seiðakvíslina. Mig langar að þakka þeim sem hafa glatt mömmu og aðstoðað í gegn- um tíðina og ég held að ekki sé á neinn hallað þó ég þakki Siggu frænku og Helgu Óskars sérstak- lega fyrir þeirra ómetanlega kærleika. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á um mömmu. Þær verða vel varðveittar og hún mun alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu. Ég þakka henni af öllu hjarta fyrir takmarkalausa elsku, umhyggju og góðvild mér og mínum til handa. Hún verður alltaf mín besta mamma í heimi. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Birna. Lítil stúlka nálgast Álfaklett- inn við Ystahús í Hnífsdal með undirskál í hendi. Örlítil mjólkur- lögg úr mannheimum. Álfarnir gæta mannanna. Mennirnir gæta álfanna. Það er sáttmálinn á þess- um stað. Eftir stutt spjall við álf- ana gengur Beta léttstíg heim á leið. Ævintýrið var hafið. Í Ysta- húsi bjuggu fjórar kynslóðir. Sig- urður frá Dal var ekkill og Beta litla er barnabarn hans, dóttir Kristjönu. Ég horfi á gamla ljósmynd af þeim mæðgum þá er Beta móðir mín var tæplega tveggja ára göm- ul. Ég sé Betu lifna við í fangi móður sinnar og vefja hana örm- um. Milli þeirra var mikil ást alla ævi. Þessi litla stúlka var umvafin ást og umhyggju þriggja kyn- slóða. Lærði vísur, þulur og bæn- ir langömmu Þóru. Afinn var söngelskur og börnin hans, frændur og frænkur Betu, voru glaðlynt fólk og hjartahlýtt. Þau voru samhent alla ævi. Þau voru dökk yfirlitum, suðrænt blóð ætt- arinnar gaf dökkt hár og miklar ástríður. Faðmlögin voru þétt og sterk. Þarna sögðu menn „elskan mín“. Móðir mín átti sér óskir og drauma undir Álfaklettinum. Og að lokinni kvöldbæninni sendi hún jafnframt óskir og bænir til himna. En gæta skyldi hófs í draumum og óskum. Ævintýrin komu eitt af öðru. Fyrst var ævintýri barnsins í Hnífsdal. Síðan er unglingurinn kominn til Siglufjarðar. Það er líkt og heimsborg hafi tekið sér bólfestu í litlu sjávarþorpi. Síld- arævintýrið er í algleymingi. Unglingurinn fékk að taka þátt í síldarsöltun og dansi á bryggj- unni; skemmtilegir og rómant- ískir tímar fyrir ungling. Enn eitt ævintýrið á lífsleiðinni. Að loknu gagnfræðaprófi fékk hún starf á símstöðinni, Stöðinni. Stúlkurnar á Stöðinni réðu örlögum manna og kvenna á Siglufirði. Miðla þurfti skilaboðum til flotans og senda kossa til stúlknanna í landi. Billi hennar Betu var á síldarbáti en varð síðar netagerðarmaður. Hann var sjarmatröll, kraftmikill, hress, fallegur í sparifrakkanum sínum. Þau urðu smám saman Beta og Billi, foreldrar okkar systkinanna. Þar hófst stóra ævintýrið hennar og okkar allra sem feng- um að njóta ástar hennar og um- hyggju á allri lífsins leið. Glöð, hamingjusöm og þakklát börnin mín minnast ömmu Betu. Gleði- tár falla og blandast við þakklæt- istár. Hún umvafði okkur öll og vini okkar umhyggju og ást. Ég óska þess að allir draumar móður minnar rætist í nýjum heimkynnum. Síðustu árin voru mörkuð af veikindum en hún var síkvik í huga, eldklár og hafði skoðanir á flestu. Lét sig allt varða sem tengdist börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Amma Beta var virkur þátttakandi í lífi okkar allra. Hún var ætíð til staðar fyrir okkur, hlustaði á okkur, spurði tíðinda. Og hún hafði svo sannarlega sínar skoðanir og lét þær óspart í ljósi. En umfram allt umvafði hún okk- ur ást og umhyggju. Það varð æv- intýrið okkar að alast upp í faðmi hennar. Ég verð Guði og álfunum ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið okkur ömmu Betu og leyft okkur að verða hluti af ævintýr- inu hennar. Hvernig hún umvafði börnin mín ást og umhyggju mun nefnilega fylgja þeim alla þeirra ævi. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Sveinn Guðmundsson. „Mér leist strax vel á þig, þú varst í svo vel burstuðum skóm þegar þú komst fyrst heim í Hábæ að sækja Sjöfn þegar þið voruð að byrja saman“. Tengda- móðir mín, Elísabet Kristinsdótt- ir, oftast kölluð Beta, sagði þetta við mig í góðu tómi rétt áður en ég og eldri dóttir hennar giftum okk- ur. Ég brosti en beið alveg þang- að til ég ávarpaði hana í sextugs- afmælinu hennar með að viðurkenna að það hefði verið pabbi sem burstaði skóna mína forðum daga. Hún tók því með hlátri, kunni að meta hreinskiln- ina og að ég skyldi muna eftir þessari gömlu setningu hennar. Þetta minningarbrot mitt endur- speglar skýrt ákveðna hluti í fari Betu; hún hafði glöggt auga fyrir skemmtilegum smáatriðum og góðan húmor, sem hún fór stund- um fínt með. Við náðum þó oft að hlæja saman og sjá spaugilegu hliðina á atburðum líðandi stund- ar. Beta upplifði tímana tvenna, enda af kynslóð sem sá meiri breytingar á íslensku þjóðfélagi en við sem yngri erum. Ung byrj- aði hún að vinna sem talsímakona á símstöðinni á Siglufirði og vann þar þegar síldarævintýrið stóð sem hæst. Hún sagði mér að það hefði verið ótrúlega skemmtileg- ur tími en bætti við að það væri mikil gæfa fyrir íslenskt þjóð- félag hvað talsímakonur héldu vel trúnað. Þær hefðu heyrt margt en á milli náð að bjarga mörgum samböndum með snarræði sínu, lesa rétt í aðstæður og stýra for- gangssímtölum eftir þeim. Á milli vakta brá hún sér svo á síldar- plönin, saltaði síld og náði sér í aukapening. Eftir að hún varð móðir var uppeldi barnanna og það að tryggja velferð þeirra og tæki- færi til náms stór þáttur í lífi hennar. Og þegar kærasti bættist í hópinn á Verslóárum Sjafnar fékk hann sama sess, var bara bætt í hópinn, hvattur til dáða og hún gladdist með hverjum áfanga í námi okkar og starfi. Við feng- um strax mikinn stuðning sem reynst hefur okkur hjónum gott veganesti á lífsleiðinni. Seinna þegar barnabörnin komu eitt af öðru færðist athyglin og áherslan yfir á velferð þeirra, og umhyggja hennar og Billa heitins fyrir þeim var óendanleg. Þau glöddust mikið við hvert barnabarn og fannst framtíð fjöl- skyldunnar björt og góð þegar þau litu stolt yfir hópinn sinn. Beta var um tíma dagmamma fyrir elstu barnabörnin en mynd- aði líka sterk tengsl við öll hin. Henni leið aldrei betur en þegar hún horfði á þau leika sér við spil eða spjall og vappaði þá gjarnan í kringum þau og færði þeim góð- gæti. Hún fór fínlega í að fylgjast með því þegar rómantíkin kom til sögunnar hjá þeim en vissi stund- um meira en foreldrarnir um framvindu mála. „Hún spurði mann þannig að við vorum búin að segja henni leyndarmál áður en við vissum af,“ sögðu sum þeirra þegar við rifjuðum upp minningar um daginn. Barna- börnin endurguldu henni líka um- hyggjuna á síðustu æviárunum eftir að heilsu hennar hrakaði, og voru boðin og búin að létta henni lífið. Gleði Betu var líka mjög mikil þegar langömmubörnin fjögur fæddust eitt af öðru og öll fengu þau ómælda athygli og aðdáun hennar. Ég kveð ástkæra tengdamóður mína með mikilli virðingu og þökk fyrir allt. Reynir Vignir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Elísabetu Kristinsdóttur eða Betu eins og allir þekktu hana. Það er á stund- um sem þessum sem manni verð- ur litið til baka og þá standa eftir góðar og hugljúfar minningar um einstaklega góða tengdamóður. Það sem mér er efst í huga er þakklæti. Þakklæti fyrir alla hjálpina, þakklæti fyrir að hafa aðstoðað okkur fjölskylduna að feta lífsins leið, þakklæti fyrir að sinna börnunum okkar á þann hátt sem hún gerði. Þakklæti fyr- ir að hafa kennt okkur að meta rétt gildismat lífsins. Minningin um barngóða, ákveðna og rétt- sýna konu sem lifði fyrir fjöl- skylduna er mér efst í huga þegar sorgin knýr að dyrum. Ég kynntist Betu fyrir rúmum 30 árum og hefur hún alltaf reynst okkur fjölskyldunni ein- staklega vel. Eftir því sem árin hafa liðið hef ég áttað mig betur á hversu kærleikurinn er mikil- vægur í öllum samskiptum fólks. Beta var einstaklega kærleiksrík kona, hugsaði fyrst og síðast um velferð stórfjölskyldunnar. Sam- band Birnu eiginkonu minnar og Betu var samband sem einmitt var reist á miklum kærleika. Meginregla kærleikans er að hjálpa öðrum, láta vingjarnlegar og ástúðlegar hugsanir ráða för. Á fyrstu árum okkar búskapar var hjálpsemin og góðir jákvæðir straumar í okkar garð ómetanleg- ir. Í seinni tíð eftir að heilsu henn- ar hrakaði hefur Beta notið kær- leiksríks sambands við alla stórfjölskylduna. Við Birna hófum okkar búskap í kjallaranum hjá tengdó í Dísar- ásnum. Þar var ómetanleg sú að- stoð sem Beta veitti okkur á þeim tíma við að passa Finn á meðan ég var í námi og Birna í fullri vinnu. Hún hætti í sinni vinnu til að geta hjálpað til. Beta hefur alltaf haft mikinn áhuga á barnabörnunum og fylgst vel með þeim í leik og starfi, mætt á tónleika og aðra viðburði þó svo að heilsan hafi ekki alltaf verið góð. Líkamlegri heilsu Betu hrakaði mikið síðustu ár en allan tímann var hún með allt á hreinu varðandi allt sem var að gerast, bæði í þjóðfélaginu og hjá fjölskyldunni. Elsku Beta, ég kveð þig með þakklæti og virðingu fyrir ein- staklega góða samfylgd í gegnum árin, það voru forréttindi að eiga þig sem tengdamóður. Ég vil þakka allan rausnarskapinn sem þú sýndir okkur fjölskyldunni og bið góðan Guð að varðveita minn- ingu þína. Ég er ekki í vafa um að þú verður umvafin kærleika frá öllum þeim sem taka á móti þér á nýjum stað. Kolbeinn Finnsson. Amma Beta var svo miklu meira en bara amma. Hún sam- einaði heilan hóp barnabarna með hlýju og kærleika sem á eftir að fylgja hópnum hennar. Amma vildi alltaf hafa okkur sem flest saman, og á mínum yngri árum klæddi ég mig oft í spariföt fyrir föstudagslambalærið, því mér fannst tilefnið svo hátíðlegt. Amma hafði einstakt lag á að gera hátíðardaga eftirminnilega. Kvöldið fyrir páskadag gistum við Guðmundur frændi í Dís- arásnum, og þar var allt að hætti hússins: Páskadagur tekinn eld- snemma með messu og svo komið heim til ömmu og afa og borðað páskaegg. Svo er ógleymanlegt þegar amma og afi létu okkur Guðmund hlaupa 1. apríl. Ein gistinóttin til, en þennan morgun- inn vorum við Gummi vaktir með þeim fréttum að Spaugstofu- mennirnir vinsælu væru að taka upp atriði stutt frá. Við vorum snöggir á fætur, hlupum út, en áttuðum okkur fljótlega á því að verið væri að gabba okkur. Það var mikið hlegið þegar við komum til baka! Jóladagur er tilhlökkunarefni á hverju ári með dýrmætri hefð sem amma Beta stóð fyrir. Fjöl- skylduboðið, fyrst í Dísarási og svo í Seiðakvísl, með mat og spila- mennsku er einstakt. Hin síðari ár þegar heilsunni hrakaði naut hún samverunnar með öllum börnunum sínum og fékk orku frá allri gleðinni og hlátrinum sem hljómar í boðunum okkar. Það er óraunverulegt til þess að hugsa að amma Beta hafi kvatt okkur, því þó svo að heilsan hafi ekki verið sem best síðustu árin var amma alltaf ræðin og fylgdist af áhuga með langömmubörnum sínum sem og barnabörnum. Amma kenndi mér margt um kærleika, „Jesú, Guð og englana“ en þó sér í lagi um mikilvægi fjöl- skyldunnar. Ég mun aldrei geta fullþakkað ömmu alla þá hlýju, ráð og dáð sem hún gaf mér og mínum. Ég mun hins vegar segja börnum mínum frá þessari ein- stöku konu sem amma Beta var og boðskap hennar til fjölskyld- unnar. Það er gott að vita að amma er búin að hitta afa Billa aftur, heil af sínum veikindum eins og ég vil muna hana. Hvíl í friði elsku amma Beta, ég veit að þú fylgist með þínu fólki, blessuð sé minning þín. Ragnar. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við systkinin þökkum elsku ömmu Betu fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Hún var einstök kona, skemmtileg og Elísabet Kristinsdóttir Því miður Höddi komst ég ekki í jarð- arför þína og vil því minnast þín með nokkrum línum frá Ólafsfirði. Höddi, eins og hann var kall- aður hér í Ólafsfirði, var einn besti vinur er ég eignaðist á unga aldri hér í Ólafsfirði. Ekki var langt á milli heimila okkar, hann bjó í því stóra húsi Kaupfélags KEA á Kirkjuveginum og ég átti heima fyrstu árin í Miðbæ, þar sem nú er Arion banki, þannig að vegalengdin milli húsanna var vart meira en 100 m. Við áttum ógleymanlegar stundir saman á sandinum, en Hörður Sverrisson ✝ Hörður Sverr-isson fæddist 28. ágúst 1940 og lést 3. maí 2015. Úför hans fór fram 18. maí 2015. þar var okkar helsta leiksvæði, að byggja kastala og gera bíla- brautir, en mest vorum við þó saman á vetrum eftir að við byrjuðum í skóla. Í minningunni voru vetur snjóþungir, alltaf logn, aldrei mokaðar götur og alls staðar hægt að renna sér á skíðum og þau höfð með í skólann hvern dag sem gaf. Við Höddi vorum stökkvarar, ekkert annað var skemmtilegra en að byggja loftkast á Gullatúni eða Helgatúni eða norðan við barnaskólann og þegar kjarkur okkar óx fórum við að stökkva í Hundakofabrekkunni, sem var Holmenkollen okkar Ólafsfirð- inga. Þar þurfti alltaf einn að vera á varðbergi og gefa merki um að nú mætti koma og varðmaður kall- aði „koma“ og þá kallaði sá sem stökkva átti „ég kem“, enda var verið að stökkva niður á mið- punkt bæjarins norðan Tjarnar- borgar. Ég naut góð af því að Höddi átti heima í Kaupfélaginu því þar fengum við hjá afanum Mjallarbón til að bera neðan í skíðin og gerðum það í ganginum að norðan, þá var nú skrið á gutt- unum. Tengsl okkar voru rofin er Höddi flutti með afa og ömmu til Akureyrar og ótrúlegt að við hitt- umst ekki aftur fyrr en hann fór að vinna í Hlíðarfjalli og þá áttum við oft spjall saman. Mig langaði mikið til að fá hann í heimsókn til Ólafsfjarðar til að rifja upp gaml- ar minningar, en því miður varð ekki af því þó að við ræddum oft um það er við hittumst að nú færi hann að koma. Ég sakna þess að af því skyldi ekki verða. Kæri vinur, ég kveð þig með söknuði. Björn Þór Ólafsson (Bubbi Óla), Ólafsfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.