Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
ráðagóð, alltaf til staðar og sýndi
áhuga á öllu því sem við gerðum.
Hún á þakkir skilið fyrir að halda
vel utan um okkur frændsystkin-
in og gera okkur að þeim vinum
sem við öll erum í dag. Við mun-
um aldrei gleyma ömmu Betu.
Blessuð sé minning hennar.
Finnur, Brynjar Kári
og Elísabet Eva.
Þegar amma Beta varð áttræð
árið 2013 sungum við barnabörn-
in fyrir hana í afmælisveislunni.
Við sömdum texta um hana við
lag Dr. Gunna, „Glaðasti hundur í
heimi“ og mér finnst við hæfi að
kveðja hana með textabút:
Við erum glöðustu, glöðustu,
barnabörn í heimi
Elsku amma Beta er áttræð og við
erum að fílaða
Hún passaði okkur áður
Lumaði á góðum ráðum
Í ömmuskóla lífsins hún hefur
allar gráður
Hún vill sínum allt það besta
Við matarborðið vill sem flesta
Hlýju sinni deilir til allra gesta
Ég er elsta barnabarn ömmu
Betu og fékk að njóta samverunn-
ar með henni í 36 ár. Við bröll-
uðum ýmislegt skemmtilegt sam-
an og alltaf skein í gegn hvað
henni þótti vænt um mig og hin
barnabörnin.
Amma var sterkur persónu-
leiki og hafði mikinn áhuga á mál-
efnum ættingja og vina. Við
Georges áttum alltaf hauk í horni
í ömmu Betu. Hún lifði sig inn í
samband okkar frá upphafi og var
okkur ómetanleg stoð og stytta
þegar við bjuggum í kjallaranum
hjá henni og afa í Dísarásnum.
Hana dreymdi um að verða
langamma og var himinlifandi
þegar sá draumur rættist.
Ömmu fannst gaman að fara í
bíó og leikhús. Síðast fórum við
saman að sjá Mary Poppins og
hlógum mikið að því að við þurft-
um aðstoð til að komast inn í sal-
inn, ég kasólétt og amma með
göngugrind. Við nutum svo sýn-
ingarinnar til fulls.
Amma hafði mikinn áhuga á
málefnum kóngafólks í Evrópu,
þar með talið nöfnu okkar Elísa-
betu Bretlandsdrottningar. Ég
mun aldrei gleyma að hafa horft á
konunglega brúðkaupið þeirra
Will og Kate með henni fyrir
nokkrum árum og amma var
hæstánægð með að hafa eignast
nöfnu þegar litla prinsessan Karl-
otta Elísabet fékk nafnið sitt fyrir
stuttu.
Amma lagði áherslu á það að
við barnabörnin værum góðir vin-
ir og félagar. Hún bauð okkur oft
að gista eða í matarboð án for-
eldranna þar sem hún bauð upp á
lambalæri með sykurbrúnuðum
kartöflum. Jóladagsspilaboðið
með Sörum og Mackintoshi er
komið til að vera í hugum okkar
allra.
Hvíl í friði elsku amma Beta.
Elísabet Anna.
Það er erfitt að ímynda sér til-
veruna án elsku ömmu Betu enda
var hún alltaf svo gríðarstór part-
ur af mínu lífi. Ást hennar og um-
hyggja fyrir velferð barna sinna
og barnabarna var einstök og tel
ég það heiður og forréttindi að
hafa fengið að þekkja hana í öll
þessi ár. Hún passaði mig þegar
ég var lítill, hún stjanaði við mig í
hádegishléum og eftir skóla, hún
tók upp hvern einasta íslenska
barnatíma og sendi til mín þegar
ég bjó í Svíþjóð í æsku, hún átti
heiðurinn af því að við öll barna-
börnin urðum sannir vinir, hún
veitti lífslexíur hægri vinstri og
umfram allt var hún alltaf til stað-
ar þegar maður þurfti á henni að
halda. Hún kenndi mér að meta
góðar bækur, alvöru íslenskan
mat, mikilvægi þess að vera
skipulagður, ýmis spil, krossgát-
ur og svo margt, margt fleira.
Minningarnar og gullkornin eru
óteljandi og munu lifa áfram í
sögunum sem ég mun rifja upp
um ókomna tíð. Vertu sæl, amma
mín, og takk fyrir allt. Þú varst
mér svo ótrúlega mikið og ég mun
aldrei gleyma þér. Takk fyrir
samfylgdina, hvíldu í friði og ég
bið að heilsa afa.
Guðmundur Gauti
Sveinsson.
Við „Siggu systur“ börn kveðj-
um Betu frænku með kærleika og
þakklæti. Þakklæti fyrir allar
þær góðu stundir sem við höfum
átt með henni og hennar fjöl-
skyldu, þegar þau bjuggu í næsta
húsi á Kleppsveginum og síðar í
Árbænum, við þá reyndar ekki
langt undan eða hinum megin við
Elliðaárdalinn. Áður voru stóru
jólafjölskylduboðin haldin til
skiptis hjá þeim systkinunum en
þegar fjölskyldurnar stækkuðu
þróuðust boðin yfir í „ættarjól“ í
„sal úti í bæ“, þar sem allir hjálp-
uðust að. Frænkuboðin voru
nauðsynleg á undan til að undir-
búa veisluna. Aldrei verið skortur
á veitingum hjá „nóg“ stórfjöl-
skyldunni. Þessi fjölskylduboð og
samvera mynduðu órjúfanleg
tengsl milli okkar frændsystkin-
anna. Er fátt skemmtilegra en
þegar þessi hópur hittist, t.d. eins
og í vetur við að undirbúa fyrst
ættarjólin, síðan samkomu í til-
efni af 100 ára afmæli ömmu
Jönu. Höfum við sjaldan hlegið
jafn mikið og á þessum fundum,
við að rifja upp gamlar minningar
og skiptast á sögum.
Beta frænka hafði átt við erfið
veikindi að stríða síðustu árin,
oftar en ekki inniliggjandi á
sjúkrahúsi og vart hugað líf, en
sýndi alltaf sömu vestfirsku seigl-
una, hresstist aftur og komst
heim. Nema nú fékk hún lokakall-
ið. Hún var rík, þrjú börn, tíu
barnabörn og fjögur langömmu-
börn. Hafa börnin og elstu barna-
börnin verið stoð hennar og stytta
í veikindum undanfarinna ára.
Var hún mjög ánægð í hvert
skipti sem hún náði að komast í
stóra viðburði í lífi barna-
barnanna, nú síðast fermingu El-
ísabetar Evu. Beta frænka var
skörungur, hjartahlý og ætíð
höfðingi heim að sækja.
„Beta systir“ var stór hluti af
lífi mömmu, þær hittust nánast
daglega meðan þær bjuggu ná-
lægt hvor annarri, síðan nánast
dagleg símtöl. Ef lengi var á tali
hjá mömmu var nokkuð víst að
hún væri að tala við Betu systur.
Þegar heilsan fór að bila hjá Betu
fór mamma reglulega í heimsókn
til hennar til að stytta henni dag-
inn, fara út að ganga og njóta
samvistanna. Gerði það ekki
minna fyrir mömmu en Betu. Það
verða mikil viðbrigði fyrir
mömmu að geta ekki lengur
hringt í Betu systur eða kíkt í
heimsókn. Það verður líka erfið-
ara fyrir okkur systkinin að fylgj-
ast með hennar stóru fjölskyldu
þegar sú fréttaveita sem systra-
sambandið var er ekki lengur til
staðar. Fésbókin bjargar þó
nokkru.
Betu verður sárt saknað þó að
hún sjálf hafi líklega verið hvíld-
inni fegin. Vonandi fær hún nú að
hitta Billa sinn og foreldra hinum
megin.
Sjöfn, Sveinn og Birna, við
sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar okkar bestu samúðaróskir.
Anna, Kristján, Rósa og
Auður Siggubörn.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um Betu frænku. Beta var
hjartahlý, tilfinningarík og falleg
kona sem umvafði sína nánustu
ást og umhyggju. Þau systkinin
voru einstaklega samheldinn hóp-
ur sem sýndi með væntumþykju
sinni hvað góð fjölskyldutengsl
eru mikilvægur hluti af okkar lífi.
Beta frænka hafði þann lofsverða
eiginleika að hafa áhuga á fólki í
kringum sig óháð aldri þess. Hún
sýndi okkur ávallt hluttekningu
og samkennd í hverju sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hún
hlustaði af ósviknum áhuga og
fylgdist vel með því sem fram fór í
lífi stórfjölskyldunnar og deildi
með okkur jafnt gleði sem sorg-
um.
Beta var að mörgu leyti and-
lega þenkjandi, hvort sem var um
kristna trú, stjörnuspeki eða ann-
að sem auðgar andann. Í því tilliti
verður mér oft hugsað til tveggja
jólagjafa sem hún gaf mér á ung-
lingsárunum. Þegar ég var tólf
ára gaf hún mér bókina Spá-
manninn eftir Khalil Gibran.
Tveimur árum seinna gaf hún
mér aftur sömu bók í jólagjöf.
Þegar ég hringdi til að þakka fyr-
ir gjöfina spurði hún mig hvort
hún hefði nokkuð gefið mér þessa
bók áður. Ég sagði að reyndar
hefði hún gert það en þá svaraði
hún á þá leið að þessa bók læsi
maður aldrei nógu oft. Gegnum
árin gleymdi ég bókinni en tók
hana fram fyrir nokkrum dögum
og endurlas og er ekki frá því að
ég kunni betur að meta spekina í
dag en þegar ég las hana fyrst
fyrir þrjátíu árum. Nú hefur Beta
frænka náð ævitindinum og ég
mun alltaf minnast hennar með
mikilli hlýju og væntumþykju.
Ég sendi ykkur, fjölskyldu
hennar, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
„Því að hvað er það að deyja annað en
standa nakinn í blænum og hverfa inn í
sólskinið? Og hvað er að hætta að
draga andann annað en að frelsa hann
frá friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns? Að-
eins sá, sem drekkur af vatni þagnar-
innar, mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og
þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu
dansa í fyrsta sinn.“
(Khalil Gibran)
Þín
Sólveig.
Skömmu eftir að Sigurður afi í
(Unaðs)-Dal keypti Grænadals-
húsið í Hnífsdal með sonum sín-
um auðnaðist okkur systkinum sú
gæfa að fá að dveljast hjá afa og
fjölskyldum nokkrum sinnum á
stríðsárunum. Það voru yndisleg-
ir bernskudagar og þar kynnt-
umst við fyrst öðlingsfrænku
okkar Elísabetu Kristinsdóttur,
trausti hennar, gæsku og hlýju
viðmóti – hún var aðeins nokkrum
árum eldri en við.
Grænadalshúsið sem var tvær
hæðir með kjallara og risi var
sannkallaður undraheimur. Hér
fannst okkur borgarsystkinum
spennandi að lifa og ævintýrin
biðu hugmyndaríkra barna við
hvert skref í húsinu og umhverf-
inu. Moldarbörð og melar, hólar
og áin með fallegum steinum og
grasivöxnum bökkum, seiðandi
fjaran og gönguferðir inn á
bryggju með kaffiflöskur í ullar-
sokkum handa afa og frændun-
um, en ekki síst húsið sjálft með
skotum, skápum, hornum og æv-
intýralegu háalofti. Hvílíkur
heimur fyrir fjörug og þróttmikil
frændsystkini sem gáfu sennilega
„Yztahúspúkunum“ ekkert eftir
þegar þeir slettu úr klaufunum í
æsku. Beta frænka var oftast ná-
læg með ábyrgðartilfinningu sem
blandaðist svo vel við aga, glettni
og græskulausa æskugleði.
Æskan leið og unglingsárin
tóku við þegar Beta fluttist til
Siglufjarðar og síðan fullorðins-
árin með reynsluríkum verkefn-
um af ýmsum toga. Hún var ávallt
hreinskiptin, traust og seig og hlý
í viðmóti og yfir henni hvíldi sér-
stök reisn í því sem hún tók sér
fyrir hendur. Okkur er ljúft að
minnast „frænkuveislunnar“ sem
Beta hélt fyrir nokkru, þá orðin
veik. Ekki var rætt um veikindi
heldur slegið á létta strengi og
þær frænkurnar Beta og Bettý
léku á gítar og sungu með okkur.
Söngurinn fylgir Dalsættinni. Er
aldrei langt undan. Söngur í gleði
og sorg. Tvær af þessum frænk-
um hafa kvatt með stuttu millibili,
Guðjóna fyrir skömmu og nú El-
ísabet.
Frændsystkini fara og koma.
Það er erfitt að kveðja, sælt að
fagna nýjum frændum og frænk-
um og eiga góðar og hlýjar minn-
ingar um þá sem kveðja. Börnum
Betu frænku, barnabörnum og
öllum ástvinum hennar vottum
við okkar dýpstu samúð um leið
og við þökkum henni eftirminni-
lega samfylgd.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Guðlaug, Þórir, Jón,
Sævar og fjölskyldur.
Mig langar að minnast hennar
Elísabetar Kristindóttur, Betu,
vinkonu minnar, í nokkrum orð-
um. Ég kynntist henni fyrst þeg-
ar ég sem ungur maður hóf nám í
netagerð hjá eiginmanni hennar,
Guðmundi Sveinssyni (Billa), fyr-
ir um 50 árum. Þá var Beta komin
í húsmóðurhlutverkið sem hún
sinnti af mikilli natni alla tíð með-
an þess var þörf fyrir fjölskyld-
una. Á þessum uppgangsárum í
síldveiðum landsmanna voru mik-
il umsvif í veiðarfæraframleiðslu
og þjónustu við fiskiskipaflotann.
Þar lék Billi stórt hlutverk með
því að reka eigið nótaverkstæði
um áratugaskeið hér í Reykjavík.
Það voru oft langir og strangir
vinnudagar hjá Billa og sjálfsagt
ekki oft mikill tími til að sinna
fjölskyldunni eins og þurfti. Þar
stóð Beta vörðinn af stakri prýði
og dugnaði og hélt verndarhendi
yfir fjölskyldu sinni og var stoð og
stytta barna sinna og barnabarna
þegar þau komu til sögunnar. Það
var alltaf gaman að tala við hana
Betu um nánast hvað sem var á
baugi hverju sinni. Það var alltaf
eitthvað svo bjart yfir henni Betu
og hún lagði alltaf eitthvað gott til
málanna. Aldrei heyrði ég hana
hallmæla nokkurri manneskju.
Hún hafði sérlega fallega og
hljómmikla rödd sem gott var að
hlusta á. Beta átti við veikindi að
stríða á seinni árum en aldrei tal-
aði hún um þau veikindi eins og
okkur mannfólkinu er svo tamt að
gera á efri árum. Það var eins og
það væri eitthvað sem hún ætti
bara sjálf og það þyrfti ekkert að
ræða það meira, punktur. Nú
þegar komið er að leiðarlokum vil
ég þakka Betu fyrir alla um-
hyggju og vinsemd í minn garð og
þeirra sem næst mér standa.
Held það sé rétt sem Sveinn son-
ur hennar sagði nýlega að líklega
væri hún byrjuð að hella upp á
kaffið fyrir Billa í þeim vistarver-
um sem allir enda í að lokum.
Votta Sjöfn, Sveini, Birnu og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína við
andlát og útför frábærrar konu
sem mun alltaf verða mér minn-
isstæð. Hvíli hún í friði hjá Billa.
Guðmundur Gunnarsson.
„Þótti þér rosalega vænt um
hana?“ spurði Stefán Fannar son-
ur minn þegar ég sagði honum að
Beta okkar væri farin. Svarið er
einfalt, já, mér þótti rosalega
vænt um hana.
Allt frá því að vinátta okkur
Birnu vinkonu minnar hófst í
Verzló fyrir rúmlega 30 árum hef
ég átt samleið með foreldrum
hennar, Betu og Billa, og allri fjöl-
skyldunni. Það er ekki sjálfgefið
að fá að vera hluti af fjölskyldu
vina sinna og er ég mjög þakklát
fyrir það.
Þegar ég kom til Betu tveimur
dögum áður en hún kvaddi var
hún eins og sönn ættmóðir að spá
í velferð barna sinna, tengda-
barna, barnabarna og langömmu-
barna. Eins sló hún á létta strengi
og gat alveg séð spaugilegu hlið-
arnar á hlutunum og því sem hún
var að velta fyrir sér og stundum
að hafa óþarfa áhyggjur af. Í mín-
um huga bar hún hag fjölskyldu
og vina fyrir brjósti og var þakk-
lát fyrir allar þær stundir sem
hún átti með sínu fólki, hvort sem
það var eitthvað hversdagslegt
eða stórir áfangar sem hún fékk
að upplifa.
Frá því að Stefán Fannar
fæddist fyrir tæpum tíu árum
fylgdist Beta af kærleik og vænt-
umþykju með honum. Hún gekk
undir nafninu „amma Beta“ hjá
Stefáni. Hún sendi honum alltaf
gjafir á afmælum og jólum, með
handskrifuðum kveðjum.
Við Beta höfðum sameiginleg-
an áhuga á konungsfjölskyldum
og furstum í Evrópu og gladdi
það hana mikið að fá ný blöð með
myndum af þessu „samferða-
fólki“ sínu, hvort sem það voru
fréttir af nöfnu hennar í Bretlandi
eða öðrum fyrirmennum.
Ég sendi samúðarkveðjur til
Birnu, Svenna, Sjöbbu og fjöl-
skyldna þeirra.
Guð blessi minningu Betu.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
samleið með Betu.
Anna vinkona og
Stefán Fannar.
Ég er á leið í vinnuna, í útvarp-
inu spjallar þulurinn glaðlega og
ég keyri í rólegheitum upp Ár-
túnsbrekkuna. Mér er ekki rótt,
hafði nefnilega fengið það hlut-
verk að aðstoða konu í Dísarásn-
um sem var nýkomin heim af
sjúkrahúsi. „Hvað á ég að segja,
og gera hjá konu sem ég þekki
ekki neitt.“ Er á staðinn var kom-
ið mætti mér aðeins hlýlegt við-
mót og þegar ég spurði vesæld-
arlega hvað ég ætti að gera
svaraði Beta með sinni dásam-
legu hreinskilni: „Ég veit það
ekki, gerðu bara eitthvað.“ Alla
tíð síðan höfum við gert grín að
þessum fyrsta fundi okkar, ekki
síst fyrir það að meðan hún beið
komu minnar var hún jafn kvíðin
að hitta mig og ég hana. Um tíma
var það vinnan mín að mæta til
Betu og rétta henni hjálparhönd.
Og vinnan fólst sko ekki í enda-
lausu striti. Það voru framreiddir
dýrindis hádegisverðir undir leið-
sögn Betu, hitað heitt súkkulaði,
bakaðar vöfflur og fyrr en varir
vorum við komnar út í göngutúra
að ógleymdum bæjarferðunum,
þar sem við röltum í búðir og fór-
um á kaffihús. Þó að ég hætti að
mæta í „vinnu“ í Dísarásinn hætti
ég ekki að koma þangað. Beta var
einstakur vinur og oft gátum við
setið langtímum saman og rætt
um ótrúlegustu hluti. Í mörg ár
mætti hún alltaf á tónleika hjá
kórnum mínum. Eitt sinn var kór-
inn að fara af landi brott eftir tón-
leika. Þegar konsert var lokið
kemur Garðar með umslag og
segir: „Beta sendir þér þetta“. Í
umslaginu voru peningar sem ég
átti að kaupa mér eitthvað fyrir í
ferðinni. Þetta atvik gleymist
aldrei, ég stóð þarna undrandi,
glöð og þakklát, hreinlega með
tárin í augunum. Já, Beta var
gjafmild með eindæmum, alltaf
gaf hún mér jólagjöf og í upphafi
hverrar aðventu hengi ég í eld-
húsgluggann tvær bjöllur sem
hún gaf mér eitt sinn og ég kalla
Beturnar. Þrisvar sinnum hef ég
verið í stórafmæli hjá Betu, það
voru skemmtilegar samkomur
fullar af gleði og söng þar sem af-
mælisbarnið ljómaði eins og
stjarna. Beta elskaði að hafa þá
sem henni þótti vænt um í kring-
um sig en hún þurfti líka að fá að
vera í einrúmi. Nú í seinni tíð
hringdi ég ef ég var á ferðinni og
langaði að líta við, þá sagði hún
stundum: „Æ, ég er hálf léleg,
komdu frekar seinna.“ Þessa
hreinskilni kunni ég einstaklega
vel að meta, hún kom alltaf hreint
fram og sagði það sem hún
meinti. Skömmu áður en Beta
kvaddi kom ég til hennar á Borg-
arspítalann, hún var ótrúlega
hress og ekki grunaði mig að
þetta væri okkar síðasti fundur.
Ég segi það hiklaust að eitt af
mínum stærstu gæfusporum í líf-
inu var þegar ég gekk inn til Betu
og Billa í Dísarásinn. Yndislegri,
hreinskilnari, heiðarlegri, hjálp-
samari og betri manneskju en
Betu er varla hægt að hugsa sér.
Elsku Beta mín, ef ég hefði haft
grun um að ég sæi þig ekki oftar
en á sjúkrahúsinu forðum, hefði
ég kvatt þig mun betur og sagt
þér hversu óendanlega vænt mér
þætti um þig. Megir þú blómstra
í sumarlandinu. Birna, Sjöfn,
Sveinn og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur og megi allt hið
góða vaka með ykkur.
Signý Sigtryggsdóttir.
Amma Beta er dáin. Hún er
fyrrverandi tengdamóðir mín og
frá því börnin mín fæddust hefur
hún ávallt verið kölluð amma
Beta í daglegu tali á mínu heimili.
Á milli okkar mynduðust strax
sterk tengsl sem aldrei rofnuðu í
tímans rás. Ég kom fyrst inn á
heimili þeirra Billa tvítug að aldri
og upp frá því reyndist hún mér
sem önnur móðir. Beta var sterk-
ur karakter, hafði ákveðnar skoð-
anir og einbeittan vilja og hún var
tilfinningarík og hlý. Börnin og
fjölskyldan áttu athyglina
óskipta og hún hikaði ekki við að
láta í ljósi mótbárur þegar henni
þótti forgangsröðun okkar hinna
riðlast. Hún vissi sínu viti og oft
hefur mér verið hugsað til þess
að ég hefði mátt fara betur eftir
hennar leiðsögn þegar vinnusem-
in tók lífið yfir. Ég er innilega
þakklát fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig og börnin mín. Þegar
frumburðurinn Guðmundur
Gauti fæddist fyrir rúmum þrjá-
tíu árum var fæðingarorlofið ein-
ungis þrír mánuðir. Betu fannst
óviðunandi að hann færi svo ung-
ur í gæslu til vandalausra. Hún
bauðst því til að koma heim og
gæta hans og í framhaldinu var
hann í nokkur ár oft í pössun hjá
ömmu og afa. Milli þeirra mynd-
aðist einstakt samband og Guð-
mundur hafði alla tíð ánægju af
samskiptunum við þau og studdi
vel við ömmu sína eftir að heilsu
hennar hrakaði síðustu árin.
Það er svo ótal margs að minn-
ast og ánægju- og gleðistundirn-
ar voru margar. Beta og Billi
komu í langar heimsóknir til
Uppsala þegar við bjuggum þar
og við ferðuðumst saman víða,
hérlendis og erlendis. Einnig
minnist ég allra matarboðanna,
en þau Beta og Billi voru einstak-
lega góðir gestgjafar og var hús-
móðirin óþreytandi að framreiða
nýjar og spennandi uppskriftir.
Enn í dag eru uppskriftir frá
ömmu Betu í hávegum hafðar á
hátíðarstundum. Þau Beta og
Billi voru ákveðin í því að þau
vildu halda samskiptunum við
börnin sem mestum og bestum
óháð skilnaði og áttum við því
áfram margar góðar samveru-
stundir þrátt fyrir breyttar að-
stæður. Þau voru t.d. með okkur
hjónum, móður minni, tengdafor-
eldrum og börnunum um áramót-
in í mörg ár og voru alltaf til stað-
ar til að gleðjast og taka þátt.
Fyrir það er ég sérstaklega
þakklát því það eru ekki allir sem
ná að fylgja sannfæringu sinni
við nýjar aðstæður, en Beta lét
aldrei nokkurn tímann segja sér
fyrir verkum. Hún velti hlutun-
um fyrir sér, tók ákvörðun og
fylgdi henni. Þannig var hún
samkvæm sjálfri sér í öllum mál-
um, alltaf. Ég hef ætíð dáðst að
henni fyrir það og svo margt
fleira. Minnið var ótrúlegt, hún
mundi allt. Hún gat sagt mér
hvað ég hafði sagt og gert langt
aftur í tímann, sumt sem ég hafði
lítinn áhuga á að muna en það
þýddi lítið að malda í móinn. Hún
rökstuddi þá bara mál sitt með
enn fleiri atriðum og lýsti að-
stæðum eins og hún væri að ræða
um gærdaginn. Beta hefði örugg-
lega getað staðið sig frábærlega
vel í hvaða námi sem er, því minn-
ið og rökhugsunin voru engu lík.
Beta átti yndislega og sam-
henta fjölskyldu og þegar heils-
unni fór að hrak naut hún þess
hversu vel hún hafði ræktað
garðinn sinn. Elsku Beta mín,
takk fyrir samfylgdina.
Hjördís Ásberg.