Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 vinamörg og sérlega gestrisin. Fjölskyldan var samheldin, sam- bandið ástríkt við syni, tengda- dætur, barnabörn og langafast- ráka, og góðar minningar munu lifa. Bóbi var óendanlega stoltur af Höllu, list hennar og hæfileikum – blágráu augun tindruðu þegar hann sagði frá listsköpun hennar í Þýskalandi, en þar eru hennar merkustu glerlistaverk í kirkjum og fyrirtækjum. Elsku bróðirinn Bóbi er farinn og ekkert verður eins og það var. Nú er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann og fengið að læra af stóra bróður, ein- stökum karakter – fjölskyldu- manninum, töffaranum og ljúf- lingnum. Elsku Halla, Halli Gunni, Tóti og Bára, Stebbi og Unnur, barnabörn og litlu langafabörn, ykkar er söknuðurinn mestur og tómarúmið stærst, en það var svo gott að eiga slíkan mann að þakk- lætið og góðu minningarnar munu lifa sem ljúfar myndir og móta lífssýn ykkar. Í dag munum við Golli sitja í kirkju á erlendri grund og kveðja Bóba á okkar hátt, syrgja, þakka og líka brosa eins og við gerðum svo oft með Bóba. Hugurinn er heima hjá stórfjölskyldunni. Bóbi lést í hlýjum faðmi Höllu og mun örugglega bíða hennar, taka á móti henni þegar þar að kemur og gefa henni nýja skó. Vertu blessaður, bróðir minn Bóbi. Sigríður Kristín Stefánsdóttir. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim er vini syrgir. (Hannes Hafstein) Í dag syrgjum við systkinin bróður okkar Hjálmar, eða Bóba eins og við nefndum hann oft. Hann lést skyndilega á hvíta- sunnudag á sjúkrahúsi eftir stutta legu. Hann fæddist á Siglufirði seint í ágúst 1934 og var annar í röð fjögurra systkina. Hann ólst þar upp og gekk í hefð- bundinn skóla, vann á unglings- árunum við síldarsöltun og fleira. Ungur flytur hann til Akureyrar til að hefja nám við bifvélavirkj- un á Þórshamri hjá frænda sín- um Kjartani Jóhannssyni. Til marks um mikinn áhuga á nám- inu var hann sendur til Svíþjóðar til þess að læra tökin á nýrri dís- ilvél hjá Scania Vabis og kemur heim með þá þekkingu. Að loknu námi flytur hann aftur til Siglu- fjarðar og verður meðeigandi í Neista, bifreiðaverkstæði á staðnum, ásamt því að vera skrif- stofustjóri Kaupfélags Siglfirð- inga. Hjálmar var mikill íþrótta- maður og var landsliðsmaður á skíðum í svigi, en einnig ágætur markvörður í knattspyrnu bæði á Akureyri hjá KA og Siglufirði í KS. Hjálmar hitti ástina sína á Siglufirði jafnaldra og í sama bekk í skóla, Höllu Haraldsdótt- ur listakonu. Saman áttu þau þrjá mannvænlega drengi: Har- ald Gunnar tónlistarmann, Þór- arin flugstjóra og Stefán gjör- gæslulækni. Vegna sjóndepru Haraldar fluttu þau til Danmerk- ur um tíma svo hann fengi kennslu við sitt hæfi. Þar vann Hjálmar sem bifreiðastjóri á stórum olíuflutningabílum og ók þeim vítt og breitt um Danaríki. Þau flytja síðan heim og setjast að í Keflavík þar sem hann vann á bifreiðaverkstæði og var jafn- framt skoðunarmaður bifreiða fyrir Samvinnutryggingar. Síðan verður hann útibússtjóri hjá Samvinnubankanum í Keflavík þar til bankinn er innlimaður í Landsbankann og starfar eftir það í Sandgerði sem útibússtjóri. Við systkinin bundumst órjúf- anlegri vináttu fyrir tugum ára. Skugga hefur aldrei brugðið á þá vináttu. Sá er vinur sem í raun reynist, það þekkja allir. Sterk vináttubönd og tryggð er farsæl- asta veganestið til æðstu gæða. Slík bönd taka til alls þess sem manninum finnst ómaksins vert að sækjast eftir í lífinu. Kær bróðir og vinur heldur á braut og fjölskyldan og félagarnir standa hnípnir hjá, tregafullir og hrærð- ir. Við sendum með þessum fáu línum Höllu Haraldsdóttur, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðru venslafólki Hjálmars innilegar samúðar- kveðjur í þeirra miklu sorg, sem vonandi linast við minninguna um afburðagóðan dreng sem var svo annt um ykkur öll. Við kveðj- um kæran bróður og vin með ljóði Þórarins Hjálmarssonar, móðurbróður frá Siglufirði. Ég þakka okkar löng og liðin kynni, sem lifa, þó maðurinn sé dáinn. Og ég mun alltaf bera mér í minni, þá mynd sem nú er liðin út í bláinn. Und lífsins oki lengur enginn stynur, sem leystur er frá sinnar æviþrautum. Svo bið ég Guð að vera hjá þér, vinur, og vernda þig á nýjum ævibrautum. Hvíl í friðarfaðmi bróðir. Sigríður, Þröstur og Friðleifur Stefánsbörn. Fallinn er frá föðurbróðir okk- ar Hjálmar Stefánsson. Við minnumst hans með mikilli hlýju og væntumþykju. Það eru ófáar minningarnar sem koma upp í hugann þegar litið er til baka. Sérlega eru okkur minnisstæðar glæsilegu veislurnar sem fjöl- skyldur Hjálmars og systkina hans, Friðleifs, Þrastar og Siggu, hafa haldið í gegnum tíðina. Jóla- boð, stórafmæli, útskriftarveislur og fleira þar sem stórfjölskyldan hittist til að skemmta sér, fagna saman og treysta böndin. Í þess- um veislum var eitt helsta sport- ið að hlusta á eldri kynslóðina rifja upp endalausar gamansögur frá Siglufirði. Þá var hlegið og slegið sér á lær. Hjálmar kunni þær margar og var góður og kjarnyrtur sögumaður. Glaðlyndi hans og kímni var þess eðlis að það var alltaf gaman að hlusta á hann. Stórfjölskyldan hefur stækkað hin seinni ár þegar nýj- ar kynslóðir bætast í hóp okkar eins og gengur. Nú kvarnast einnig úr þegar þeir eldri falla frá. Þannig er lífsins gangur. Pabbi og Hjálmar voru svo gott sem jafnaldrar því einungis eitt ár skildi þá bræður að. Þeir voru einnig afar líkir í útliti, sér- lega eftir að aldurinn fór að fær- ast yfir. Svo líkir voru þeir að minnstu afkomendurnir rugluðu þeim oft saman, okkur til mik- illar skemmtunar. Hjálmar var afburðagóður skíðamaður og í landsliðinu um tíma. Við vorum óendanlega stolt af honum í þau skipti sem við sáum hann skíða niður hlíðar Bláfjalla. Þá var eins og fjallið stoppaði. Enginn annar hafði þennan glæsilega, fágaða og fumlausa stíl. Enginn átti heldur lengur svona yndislegan eig- hties-skíðagalla sem var punkt- urinn yfir i-ið í þessari ógleym- anlegu sjón. Hjálmar var mikill fjölskyldu- maður og eftir því var tekið hvað hann og Halla héldu þétt utan um syni sína og afkomendur. Þar var samheldinn hópur á ferð. Við sendum Höllu, Halla Gunna, Tóta, Stebba, Báru, Unni, börn- um þeirra, barnabörnum og öðr- um ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Hjálmars. Megi Guð blessa minningu föðurbróður okkar. Hildur, Stefán, Siv, Ingunn, Árni og Frið- leifur Friðleifsbörn. Útför Hjálmars Stefánssonar er í dag. Við erum systkinasynir, fæddir og uppaldir á Siglufirði, og vorum óaðskiljanlegir vinir í æsku. Á því skeiði ævinnar er vináttan einlægust og dýpst. Þegar kom að því að við tækjum próf upp úr barnaskóla var engin sundlaug á Siglufirði. Árgangur- inn var því allur sendur til Ólafs- fjarðar á sundnámskeið og þar tókum við tilskilin sundpróf. Skriðsund var ekki á náms- skránni en þarna sáum við frændur í fyrsta skipti til manns sem synti fallegt skriðsund. Þeg- ar heim kom fórum við að æfa skriðsund frammi á Leirum, en þar gat sjórinn orðið allt að 18 gráðu heitur á sólskinsdögum. Við skóluðum hvor annan til og hömuðumst í þessu fram eftir sumri uns við náðum báðir að synda þokkalegt skriðsund. Við vorum alltaf í fjallgöngum. Gengum á flest fjöll umhverfis Siglufjörð, alltaf tveir einir sam- an. Hólshyrnan, Illviðrishnjúkur, Snókur og Strákar. Þetta voru fjöllin okkar og eru enn. Við fór- um margar ferðir vestur á Dali að heimsækja frænku okkar á Dalabæ og fjölskyldu hennar. Við fórum þá oftast þá leið yfir fjallgarðinn sem kallað var að fara Skjöld en einnig stundum upp úr Hvanneyrarskálarbotni niður á Háasetann og síðan Lágasetann og þaðan niður. Þetta var löngu fyrir komu Strákaganga. Við stóðum okkur vel í áhalda- leikfimi hjá Helga Sveins. Við spreyttum okkur á mörgum íþróttum, meira að segja hnefa- leikum. Þú varðst góður í fót- bolta og ennþá betri á skíðum. Leiðir skildu þegar ég fór í menntaskóla en á næstu árum stundaðir þú skíðin af miklu kappi og þar kom að Íslands- meistaratitlar í alpagreinum féllu þér í skaut. Það kom mér ekki á óvart, vissi líklega alltaf undir niðri að þannig hlyti að fara. En svo rofnaði sambandið og nú kom margra áratuga kafli í lífi okkar þar sem samskipti voru lít- il. Það var ekki fyrr en þið Halla fluttuð í Garðabæinn fyrir nokkr- um árum að kynni hófust að nýju og þá sérstaklega eftir að ég flutti í Sjálandshverfið á síðasta ári og varð einn af ykkar næstu nágrönnum. Var mér fljótlega boðið að koma yfir í kaffi og spjall hvenær sem mig lysti. Þó að minni þitt hafi verið orðið mjög skert undir lokin held ég að þú hafir fundið jafnvel og ég að við áttum eitthvað dýrmætt sam- an. Gamla vináttan glóði eins og perla einhvers staðar í djúpinu. Og nú ert þú skyndilega fallinn frá. Við því get ég ekkert gert nema sent eiginkonu þinni og ástvinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ekki vil ég fullyrða neitt um annað líf en get þó séð þig fyrir mér, ungan og hraustan á ný, skíðandi niður himnabrekk- urnar í fallegum beygjum og mjöllin rýkur í kringum þig. Vertu sæll æskuvinur minn og frændi. Gunnar Gunnlaugsson. Þegar við kveðjum Hjálmar hugsum við til baka og ótal minn- ingar koma upp í hugann. Hjálm- ar var einstaklega vel gerður og hjálpsamur maður í alla staði. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var skarpur og góður fjölskyldu- maður. Hann var glaðlyndur maður og góður vinur. Við fráfall Hjálmars er stórt skarð höggvið í fjölskylduna en við þökkum fyrir að eiga góðar minningar og þá sérstaklega um allar skemmtilegu fjölskyldu- ferðirnar bæði hérlendis og er- lendis. Við munum minnast Hjálmars með söknuði og virð- ingu og viljum þakka fyrir góða samfylgd í gegnum árin. Elsku Halla og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Allir dagar eiga kvöld, allar nætur daga. Svona verða árin öld, aldir mannkynssaga. (Haraldur frá Kambi) Hvíl þú í friði, elsku Hjálmar. Sigurlaug og Marteinn. ✝ Bára And-ersdóttir var fædd í Reykjavík 18. júní 1949. Hún andaðist á LSH 23. maí 2015. Foreldrar hennar voru And- ers Stefánsson frá Vestmannaeyjum, f. 29. nóvember 1916, d. 3. sept- ember 1981, og Ásdís Pálsdóttir frá Fit, V- Eyjafjöllum, f. 13. júní 1919, d. 9. júlí 2006. Systir Báru er Edda Andersdóttir, f. 22. desember 1953. Hálfsystir samfeðra er Kristín Andersdóttir, f. 25. desember 1947. Bára giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þór Jó- hanni Vigfússyni, f. 20. apríl 1998, hún lést sama dag, og Frey Vigfússon, f. 4. október 1999. Ásdís á tvö börn, Sunnu Rut Stefánsdóttir og Kára Sveinberg Bjarnason, einnig á hún eitt barnabarn, Lilju Rós Birkisdóttur. Bára ólst upp í Reykjavík, stundaði þar nám og lauk landsprófi 1965. Bára vann við ýmis afgreiðslustörf og seinni árin vann hún við að- hlynningu fatlaðra. Bára og Þór bjuggu á Dal- vík á árunum 1977 til 1983, þar vann Bára á Dalbæ hjúkrunarheimili. Húsmæðra- starfið var þó alltaf í aðal- hlutverki og hlúði hún vel að móður sinni sem bjó hjá þeim í tæp 20 ár. Bára andaðist eftir stutt veikindi á krabbameinsdeild 11E. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 4. júní 2015, kl. 13. 1951, hinn 5. des- ember 1970. Þór stundaði sjó- mennsku þegar þau kynntust en starfar sem leigu- bílstjóri í dag. Foreldrar hans voru Vigfús Vig- fússon, f. 12. febr- úar 1914, d. 23. mars 1998, og Jó- hanna Halldórs- dóttir, f. 25. september 1924, d. 3. maí 2012. Bára og Þór eignuðust einn son, Vigfús Jóhann Þórsson, f. 10. febrúar 1975, hann er rafvirki. Sambýliskona hans er Ásdís Kristjánsdóttir fé- lagsliði, f. 7. janúar 1972. Vigfús eignaðist tvö börn í fyrra sambandi, þau Júlíu Vigfúsdóttur, f. 31. ágúst Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. ( Hugrún) Svo sannarlega er hver einasta minning um Báru vinkonu mína sveipuð birtu og yl og það getur enginn gleymt brosinu hennar því það var bara þannig. Hún brosti með öllu andlitinu, pírði augun svo rétt grillti í þau og andlitið ljómaði. Þannig man ég hana og vil varðveita minningu hennar þannig, brosandi út að eyrum. Hún hafði einstaklega hlýja og góða nærveru þannig að öllum leið vel í návist hennar. Um- hyggja hennar fyrir fjölskyldu og heimili var mjög mikil. Hún um- vafði fólkið sitt ást og kærleika og samband Báru og mömmu henn- ar var alveg einstakt. Við skruppum ekki í kaffi hvor til annarrar, það var of langt á milli okkar til þess en það gerði ekkert til, við sátum bara með símann og kaffibollann og töluð- um og klukkutími í símanum var fljótur að líða þegar Bára var á hinum endanum. Ferðir okkar hjóna til Reykja- víkur eiga eftir að breytast mikið núna þegar engin Bára er. Við byrjuðum alltaf á því að koma í Jöldugróf og fá kaffi. Þá voru lín- ur lagðar fyrir komandi daga og alltaf var Bára með okkur að þeytast út og suður um alla borg. Sama hvort farið var í kjólabúð eða vélaverslun, ísbúð eða bíla- sölu að kaupa húsbíl, alltaf var Bára með og ég veit að hún hefur örugglega oft verið þreytt þegar við yfirgáfum svæðið og komum okkur heim. Eftir að Bára og Þór voru hjá okkur síðustu Fiskidagshelgi fór- um við saman á húsbílunum okk- ar austur á land. Við keyrðum bara eftir veðri og vindum, stopp- uðum og gistum þar sem það hentaði hverju sinni og nutum þess bara að vera til og flækjast um saman. Þá rifjuðum við upp gamla tíma frá því við bjuggum í sama húsi sumarið 1979. Strák- arnir okkar, Kiddi og Viggi, hlupu á milli hæða, þeir voru góð- ir vinir og brösuðu margt saman. Þetta sumar hélt Bára upp á 30 ára afmælið sitt með stæl. Und- irbúningurinn tók langan tíma og var virkilega vel vandað til verka, sérstaklega það sem þeir Þór og Gunni tóku að sér að gera, en það var að blanda drykkina. Þar mátti engu skeika og allt varð að vera alveg akkúrat en það þýddi mikið smakk og smjatt áður en rétta blandan fannst. Þetta var dásamlegur tími. En nú er komið að kveðju- stund og komið að því sem er svo sjálfsagður hlutur að ekki þurfti að ræða það. Sú sem eftir lifir skrifar grein um vinkonuna sem fór en hin sem fer á undan verður svo með móttöku í blómabrekk- unni þegar við hittumst á ný. Uppdekkað borð með „spari- spari“ og tilheyrandi. Elsku vinkona. Í huganum fallegt ég sendi þér hrós nú hittumst við ekki að sinni. Faðmlög kossa og fegurstu rós þú færð, fyrir yndisleg kynni. (Bj.R) Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin til ykkar, elsku Þór, Viggi, Freyr, Edda og aðrir aðstandendur. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styrkja í sorginni. Björg Ragúels. Nú þegar sumarið virðist ætla af veikum mætti að hafa betur í baráttunni gegn vetri konungi, sem sannarlega hefur sýnt okkur vald sitt, hefur annað afl gengið fram án nokkurrar vægðar, til- litslaust með öllu, lýtur engum lögmálum nema sínum eigin, nefnilega dauðinn sjálfur. Þessi vágestur sá ástæðu til að koma við hjá vinkonu minni Báru And- ersdóttur hinn 22. maí sl. Ekkert þýðir að tala um ótímabærni eða ósanngirni, við ráðum engu þar um. Kynni okkar Báru hófust árið 1982 þegar við urðum samstarfs- félagar. Bára var mjög góður vinnufélagi og þróaðist samvinna okkar í vináttu sem stóð til ævi- loka hennar. Við áttum syni á sama aldri og varð þeim vel til vina, einnig urðum við hjónin vin- ir Þórs og áttum margar ánægju- legar stundir með þeim. Bára var traust, hjálpleg og ákaflega ósér- hlífin. Hún var skapmanneskja en mér þótti hún alltaf réttlát. Bára var sannur réttlætissinni, hafði óbeit á skiptingu auðs og hvernig hallað var og er á þá sem minna mega sín. Ég leiði að því líkum að ósérhlífni hennar hafi átt einhvern þátt í að smátt og smátt dvínaði heilsa hennar, en hún kvartaði aldrei. Hún barðist fram til síðasta dags. Elsku Þór, Viggi, Ásdís, Freyr og Edda. Ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og ég vil trúa að lítil stúlka bíði eftir ömmu sinni og stingi lítilli hendi í lófa hennar og þá er henni borgið, einnig að Ásdís mamma taki á móti sinni elskuðu dóttur. Elsku vinkona, ég þakka þér samfylgdina og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég óska þér góðrar ferðar til nýrra heimkynna og veit þú fyrirgefur mér að geta ekki verið við útför- ina þína. Hallbera Friðriksdóttir. Mig langar til þess að minnast hennar Báru minnar sem kom ung inn í líf mitt sem barnapía, aðeins 12 ára gömul. Þú varst trygg, áreiðanleg og frábær manneskja og reyndist mér afar vel. Foreldrar þínir og Edda systir þín voru eins og mín önnur fjölskylda; þegar ég eignaðist yngstu dóttur mína kom ekkert annað til greina en að skíra hana nöfnum ykkar systra. Þú, elsku Bára, kynntist ung honum Þór þínum og var dásamlegt að fylgj- ast með ykkur. Þið hélduð áfram að gæta barnanna minna og halda sambandi við okkur. Þið giftust og eignuðust augasteininn ykkar, hann Vigfús, eignuðust tengdadóttur og fenguð svo gull- molann ykkar hann Frey. En minningin um þig mun lifa í hjarta mínu, frábær manneskja er horfin til feðra sinna. Megir þú hvíla í guðs friði, elsku Bára mín. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði: Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kæri Þór, Vigfús, Ásdís, Freyr, Edda og fjölskylda, mikill er missir ykkar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi guð senda ykkur styrk í sorg ykkar. Kristín Ásta og fjölskylda. Bára Andersdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.